Bergrisinn


Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Fös 25. Jan 2013 17:50

Þá er ég kominn með í hendur alla íhlutina sem ég pantaði fyrir nokkru síðan.

Kassi: Silverstone Sugo SG08 (http://www.silverstonetek.com/product.php?pid=317)
Móðurborð: Asus P8Z77-I Deluxe (http://www.asus.com/Motherboard/P8Z77I_DELUXE/)
Örgjörvi: Intel i5 3570K (http://ark.intel.com/products/65520/Int ... o-3_80-GHz)
Kæling: Noctua NH-C12P SE14 (http://noctua.at/main.php?show=productv ... =35&lng=en)
Minni: 8GB G.Skill Sniper 1866 MHz - CL9 (http://www.gskill.com/products.php?index=385)
Harðir diskar: 2x Samsung SSD 840 PRO 128 GB (RAID-0) (http://www.samsung.com/us/computer/memo ... Z-7PD128BW)
1x Western Digital Green 2TB (http://www.wdc.com/global/products/spec ... language=1)

Budget-ið leyfir ekki almennilegt skjákort í bili, en ég bæti því eflaust við síðar. Læt mér innbyggða Intel GPU-ið duga í bili (HD Graphics 4000).

Hvað segið þið moddarar við þessum pakka? Eitthvað vit í þessu? Einhver góð ráð áður en ég byrja að hnoða þessu saman?

Mynd
Síðast breytt af bogganero á Fös 25. Jan 2013 18:20, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1849
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 207
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Nariur » Fös 25. Jan 2013 18:05

Í hvað ætlaru að nota þessa?


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Fös 25. Jan 2013 18:10

Hún er aðallega hugsuð sem HTPC. En þar sem ég er nettur flugnörd líka langar mig að geta keyrt Flight Simulatorinn þokkalega. Til þess þarf ég sæmilegt skjákort... svo þetta er minnsti og flottasti kassinn sem ég fann (tæpir 15 lítrar) sem þó tekur full-size GPU og rúmar almennilega kælingu. Fer mjög lítið fyrir þessum kassa inni í stofu.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf GuðjónR » Fös 25. Jan 2013 18:19

Flott tölva, algjört óverkill sem HTPC.




Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Fös 25. Jan 2013 18:22

Jamm... algjört rugl bara sem HTPC... en til að eiga sjens á að keyra FSX almennilega þá þarf doldið power.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf AciD_RaiN » Fös 25. Jan 2013 19:32

GuðjónR skrifaði:Flott tölva, algjört óverkill sem HTPC.

overkill?? Hvað er það?? o.O

Á að modda þetta eitthvað?? Það gæti verið gaman að leika sér smá að þessum kassa held ég :)


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com


Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Fös 25. Jan 2013 19:36

Nei ég á ekki von á að þurfa að modda þennan kassa neitt... amk. ekki til að byrja með. Gæti þurft að gera það þegar ég bæti við full-size GPU. Mér skilst að það muni blokka loftflæðið aðeins yfir móðurborðinu svo mögulega þarf ég að breyta kælingunni eitthvað þegar þar að kemur.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf AciD_RaiN » Fös 25. Jan 2013 19:40

bogganero skrifaði:Nei ég á ekki von á að þurfa að modda þennan kassa neitt... amk. ekki til að byrja með. Gæti þurft að gera það þegar ég bæti við full-size GPU. Mér skilst að það muni blokka loftflæðið aðeins yfir móðurborðinu svo mögulega þarf ég að breyta kælingunni eitthvað þegar þar að kemur.

Get alveg séð fyrir mér vatnskælt setup með crystal link og setja svo glugga hjá GPU en það er bara ég... Heldurðu að það væri hægt að skera úr toppnum fyrir 240 radiator?


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com


Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Fös 25. Jan 2013 19:49

Nóbb... kassinn er ekki nema 222 á breidd... og það er 180 radiator í toppnum out-of-the-box.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1849
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 207
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Nariur » Fös 25. Jan 2013 20:54

bogganero skrifaði:Nóbb... kassinn er ekki nema 222 á breidd... og það er 180 radiator í toppnum out-of-the-box.


Hvað ertu að gera mér? Ég varð fáránlega spenntur yfir kassanum, en það er enginn fjandans rad í honum


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Fös 25. Jan 2013 21:39

Nariur skrifaði:Hvað ertu að gera mér? Ég varð fáránlega spenntur yfir kassanum, en það er enginn fjandans rad í honum


ahhhh... fyrirgefðu vinur. Ég er svoddan no0b þegar kemur að modding o.þ.h. Hélt að rad væri notað yfir vifturnar en ekki heatsinkið sjálft... sorry :catgotmyballs



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6349
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 452
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf worghal » Fös 25. Jan 2013 21:51

bogganero skrifaði:
Nariur skrifaði:Hvað ertu að gera mér? Ég varð fáránlega spenntur yfir kassanum, en það er enginn fjandans rad í honum


ahhhh... fyrirgefðu vinur. Ég er svoddan no0b þegar kemur að modding o.þ.h. Hélt að rad væri notað yfir vifturnar en ekki heatsinkið sjálft... sorry :catgotmyballs

rad er vatnskassinn...

Mynd


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Fös 25. Jan 2013 22:07

Got it... takk fyrir og man það næst :)




Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Mán 28. Jan 2013 07:49

Búinn að setja kassann saman og gera smá benchmark... nokkuð sáttur so far en eflaust hægt að tweak-a þetta eitthvað til.

CPU-Z:
Mynd

AS SSD Benchmark:
Mynd

Core Temp:
Mynd

Smá vesen með hitann... er að velta fyrir mér að skipta viftunni út fyrir Thermalright TY-134 (http://www.thermalright.com/html/products/fan/ty-143.html).




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Garri » Mán 28. Jan 2013 08:19

Mundi segja að þetta væri of mikill hiti.

Þú verður að athuga að þú getur ekki yfirklukkað Ivy til jafns á við Sandy. Ég er með í leikjavél i5 2500k og hann fer létt í 4.5Ghz vel undir 60° á sömu kælingu. Hef lesið að Ivy sé svona 200-300mhz undir miðað við samskonar hitamyndun.

Eins mundi ég skoða hvort þú hafir sett rétt magn af kælikremi sem og sért ekki með loft á milli (10° munur á kjörnum). Finnst þetta vera alltof hátt.

Hvað varstu annars að keyra þegar hitinn fór í og um 90° ?




Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Mán 28. Jan 2013 08:32

hmm... ég var einmitt að velta þessu fyrir mér með kælikremið. Ég er ekki viss um að ég hafi gert það rétt... sá eitthvað video á youtube af gaur sem setti pínulítinn punkt í miðjuna og dreifði svo úr því með puttanum... svo eru aðrir sem setja bara einn punkt og keyra svo kælinguna beint ofan á án þess að dreifa úr kreminu. Hvor leiðin er réttari?

Ég var bara búinn að keyra í örfáar mínútur þegar hann var kominn í 90°... ca 4-5 mín.



Skjámynd

Jon1
Geek
Póstar: 843
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Reputation: 15
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Jon1 » Mán 28. Jan 2013 08:48

ekki dreifa úrþví
bara punkt eða línu


i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Garri » Mán 28. Jan 2013 08:53

bogganero skrifaði:hmm... ég var einmitt að velta þessu fyrir mér með kælikremið. Ég er ekki viss um að ég hafi gert það rétt... sá eitthvað video á youtube af gaur sem setti pínulítinn punkt í miðjuna og dreifði svo úr því með puttanum... svo eru aðrir sem setja bara einn punkt og keyra svo kælinguna beint ofan á án þess að dreifa úr kreminu. Hvor leiðin er réttari?

Ég var bara búinn að keyra í örfáar mínútur þegar hann var kominn í 90°... ca 4-5 mín.

Ég set einn punkt á stærð við hrísgrjón. Þrýsti kælingunni niður og sný henni sitt á hvað til hægri og vinstri, herði hana síðan niður án þess að lyfta henni eftir snúningana. Ath. set kælinguna á meðan móðurborðið er ekki í tölvunni, hef þannig eitthvað undir örranum á mb sem heldur á móti.

Ef þú dreifir fyrst, þá er hætt á að loft læsist á milli.




Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Mán 28. Jan 2013 09:01

Garri skrifaði:Ég set einn punkt á stærð við hrísgrjón. Þrýsti kælingunni niður og sný henni sitt á hvað til hægri og vinstri, herði hana síðan niður án þess að lyfta henni eftir snúningana.

Ef þú dreifir fyrst, þá er hætt á að loft læsist á milli.


Snilld... takk fyrir þessi ráð. Ég ætla að prófa að taka kælinguna upp í kvöld og setja hana aftur á með þessum leiðbeiningum. Ég þarf væntanlega að hreinsa allt gamla kremið mjög vel af fyrst?




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Garri » Mán 28. Jan 2013 09:03

Að sjálfsögðu.. helst að þrífa með Iso-propanóli líka (eða ethanoly)

Ég mundi taka móðurborðið af, sérstaklega ef þú getur ekki haldið við það á móti (þarf að vera gat á botninum undir örranum)

Ættir að geta það án þess að losa vírana í kassann.. það er, ætti að vera nóg að losa bara þessar stærstu í PSU-ið osfv.

Annars er gallinn við Ivy aðallega sá að kæliplatan sem er bakið á örranum, er ekki soðin við örrann eins og með Sandy, heldur er það "límt" með svona kælikremi sem sumir segja að sé mjög lélegt í þokkabót.

Það eru til myndbönd á vefnum sem sýna hvernig skipt er um það kælikrem.. mæli samt ekki með því nema þá menn séu mjög handlagnir og eigi nóg af peningum.




Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Mán 28. Jan 2013 19:14

Ég tók kælinguna af, sótthreinsaði hana og örgjörvann og setti nýtt kælikrem á með þinni aðferð. Það virðist ekki breyta miklu. Hitinn var áfram svipaður. Ég lækkaði OC ration niður í 43 (úr 45) og þá er hitinn amk. kominn niður fyrir hættumörk en samt ennþá of heitur.

Mynd

Hvað fleira gæti ég prófað til að koma hitanum niður? Einhverjar stillingar í OC settings sem hafa meiri áhrif á hitann en aðrar?

Annars pantaði ég Thermalright TY-143 viftu í dag. Hún er með talsvert meira airflow en viftan sem fylgdi Noctua kælingunni. Kannski hjálpar það eitthvað til. Ætti að koma á miðvikudaginn.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Garri » Mán 28. Jan 2013 19:29

Það er hugsanlegt að örrinn þinn sé "gallaður"

Það er hita-kremið undir hlífinni sé ekki sem best..

Hér er linkur á Youtube með nokkrum svona dæmum. Hér er síðan linkur á efsta linkinn.

Mæli ekki með að þú gerir þetta, langt í frá. Bara að þú skiljir að kannski er þetta eintak sem þú ert með, gallað að þessu leiti. Allavega þykir mér alltof mikill munur á kjörnum hjá þér sem einmitt er sameiginlegt með Ivy sem hitna, sbr. youtube myndböndin.

Kv.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Xovius » Mán 28. Jan 2013 20:35

Það eru eiginlega bara voltin sem segja til um hitann. Þekki Ivy svosem ekkert en vatnskælingin mín höndlar 3930k (hexa core) í rúmum 1.43v alveg ágætlega svo mér finnst þetta nú hátt hjá þér miðað við 1.326v...




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf Garri » Mán 28. Jan 2013 21:59

Ætla nú rétt að vona að höfundur hafi ekki farið að versla sér beitta dúkahnífa eða álíka verkfæri.. :shock:




Höfundur
bogganero
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 10:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bergrisinn

Pósturaf bogganero » Mán 28. Jan 2013 22:26

haha... neehh... hugsa að ég láti það nú alveg eiga sig. Aðeins of extreme æfingar fyrir byrjanda eins og mig.

Hér er gaur sem er með sama kassa, sama örgjörva og sömu kælingu og ég (http://www.overclock.net/t/1269835/silverstone-sg08-mini-itx-build/30). Ég prófaði að klukka minn örgjörva eins og hér er niðurstaðan:

Mynd

Talsvert mikill munur...

Það hlýtur að vera eitthvað undarlegt í gangi... ætla að prófa að lækka voltin og athuga hvort það hafi einhver áhrif.