Jólafrí er gott til að modda, fyrst maður er búinn að kaupa jólagjafir. Er að vinna í að finna hljóðeinangrun fyrir "Quiet place" vélina og gengur illa (ef einhver veit um hlóðeinangrun endilega senda mér PM). Ákvað að drífa í smá hugmynd sem ég var búinn að hafa í svolítinn tíma.
Mála toppinn á fartölvunni.
Ég byrjaði á því að taka Pedobear af og slípa hana með 80 sandpappír (sem er full grófur, hann skildi eftir sig rispur sem sjást í gegnum málninguna).
Skellti einni umferð af "Skull-white" módelsprayi á flötinn og lét þorna í nokkra tíma. Svo teipaði ég yfir allt og mátaði prentuðu myndina við. Svo gerði ég nokkur göt á myndina og bjó til skemmtilega punktaþraut sem svo þurfti að tengja saman. Það er örugglega hægt að gera þetta á einfaldari hátt en, well, ég er kannski ekki skarpasta eggin í skúffunni....
Þegar punktarnir voru tengdir skar ég í línurnar og tók í burtu teipið sem hylur ekki myndina.
Svo fór ég út í snjóinn og smellti 1.5 umferðum af matt svörtu á herlegheitin.
Ég gat ekki beðið í 36 tíma svo ég lét 4 duga og tók þá límbandið af, var frekar hissa hvað línurnar voru skarpar, en amatörisminn og aðstöðuleysið sést hér og þar ef maður skoðar vel...
Final product (nánast)
Ég dríf á þetta svo glæru lakki á mánudaginn þegar 36 tímarnir eru liðnir og þá er vélin orðin töskuhæf aftur.
Hafið það gott í jólafríinu!
Laptop mini-mod
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 96
- Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Laptop mini-mod
Þú hafðir getað farið eftir línunum með blýanti og það farið í gegn á límbandið, annars mjög flott.
Thermaltake Kandalf Super Tower / MSI P35 Neo2 / E8500 3.16GHz / XFX 8800GT Alpha Dog Edition OC
520W Corsair PSU / Creative X-Fi Exreme Gamer / 3X 320GB WD HDD / 1X 400 WD HDD / 1X 750 WD HDD
520W Corsair PSU / Creative X-Fi Exreme Gamer / 3X 320GB WD HDD / 1X 400 WD HDD / 1X 750 WD HDD
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 397
- Skráði sig: Þri 13. Mar 2007 20:47
- Reputation: 0
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Laptop mini-mod
nett
Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.
-
- Nýliði
- Póstar: 6
- Skráði sig: Fös 02. Jan 2009 04:29
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur