Gamli ibbinn minn !


Höfundur
barabinni
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Sun 23. Jan 2005 01:04
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gamli ibbinn minn !

Pósturaf barabinni » Mán 11. Júl 2005 20:04

Ég á gamlan ibm turn heima sem hefur fengið að sita í kassa lengi. Núna kom að því að móðir mín uppgvötaði netið og vildi endilega eignast sína eigina tölvu. Ég vissi ekki neitt fyrr en hún hefði keypt sér voða flottann skjá og allt í sjúddí heima hjá múttu á stofuborðinu.

Þá koma að því að ég fékk óskina um að koma að hjálpa til því að brói fékk ekki tölvuna til að kveikja á sér. Þá kom í ljós að það vantaði harða disk í hana.

Ég fór að gramsa hér og þar í leit að þessum mjög skemmtilega 40 gb ibm disk sem fylgdi með þessum geisi öfluga pakka. Honum hafði verið hent í einhverjum misskilning þannig ég lét það bara nægja og sótti annann disk formattaði hann í tölvunni minni.

Lét hann svo í gamla turninn en ekkert gerðist nema error sem ég man ekki á stundinni (skrifa hann upp þegar ég fer heim til múmmsu). Fæ ekki möguleika til að opna bios né að boota af cd-drive. Ekkert virkar nema að kveikja á t0lvunni og fá svartan skjá með littlu blikkandi merki í horninu.




Ég er bara að spá. Hvað get ég gert til að fá tarfinn til að virka ?


DA !


pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf pjesi » Mán 11. Júl 2005 21:15

Setur windows upp á ibm vélinni ekki þinni til að byrja með.


asdf

Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Þri 12. Júl 2005 01:13

þú átt að komast inn í bios þó svo að harður diskur sé ekki tengdur við vélina þannig að hann hefur ekkert með þetta að segja.

Prófaðu að cleara "cmos" (jumper á öllum eldri móðurborðum og sumum nýjum). Yfirleitt er hann við hliðina á batteríinu. Það eru 3 pinnar, lítið stykki coverar 2 þeirra, færðu hann í 30 sek frá 1-2 yfir á 2-3 og svo til baka.

Er skjárinn örugglega í lagi og rétt tengdur? Örrinn réttur á móbóinu? Minni í vélinni?
Kemur píp? Hjálpar til við bilanagreriningu. Aðeins nánari lýsing kæmi að gagni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Þri 12. Júl 2005 02:01

líklegast bilað minni... kom fyrir mig á gömlu vélinni minni þegar ég ætlaði að kveikja á henni aftir langan tíma....

og það var bara minið sem var bilað


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !