Hvernig setur maður upp FTP?


Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvernig setur maður upp FTP?

Pósturaf Kristinn Hrafn » Sun 05. Jún 2005 22:59

Getur einhver hérna sagt mér hvernig maður setur upp svona FTP server og hvað þarf til þess, er það t.d hægt á venjulegri heimilistölvu?




Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andri Fannar » Sun 05. Jún 2005 23:01

Getur náð í BulletProof FTP SERVER, einfaldur, og já getur sett upp á heimililstölvu, láta port 21 á routernum vísa á tölvuna sem serverinn á að vera á.


« andrifannar»


Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristinn Hrafn » Sun 05. Jún 2005 23:30

Hvernig velur maður hvaða möppum eða skrám maður vill hafa á servernum?



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mán 06. Jún 2005 00:27

Þekki ekki BulletProof, nota Filezilla sjálfur, en þú velur yfirleitt einhvern folder sem 'ftp root'. Þá ertu búinn að shara öllum skrám og sub-folders undir þeim folder.




Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristinn Hrafn » Mán 06. Jún 2005 10:05

Ég er búinn að setja svona upp en samt kemst ég ekkert á hann úr annarri tölvu en minni, veit einhver hvað getur verið að?



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mán 06. Jún 2005 10:14

Búinn að opna fyrir port 21? Ertu með eldvegg sem gæti hugsanlega verið að loka?

Hvaða skilaboð kemur annars.




Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristinn Hrafn » Mán 06. Jún 2005 10:42

Ég fór í stillingarnar á routernum og fór í enable við FTP port 21. Þegar reynt er að opna þetta úr annarri tölvu kemur "windows cannot acess this folder" minnir mig.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mán 06. Jún 2005 10:47

Þú verður náttúrulega að tengjast með ftp client :)

Prófaðu IE, bara með FTP://iptala í staðinn fyrir HTTP://iptala..




Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristinn Hrafn » Mán 06. Jún 2005 10:51

Ég veit, það tókst ekki



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mán 06. Jún 2005 11:01

Ah, ok.. IE segir 'Windows cannot access.. ' þegar þú finnur ekki ftp serverinn.

Þegar þú enablaðir ftp portið í routernum þínum, tilgreindirðu iptölu á tölvunni þar sem ftp serverinn er keyrandi?




Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristinn Hrafn » Mán 06. Jún 2005 11:03

Er hún einhvern veginn 192.168.1.10 eða álíka, því það er ekki hægt að breyta ip-tölunni sem stendur fyrir aftan FTP nema tveimur öftustu stöfunum.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mán 06. Jún 2005 11:32

Ef 192.168.1.10 er iptalan á tölvunni þar sem ftp serverinn er uppsettur, þá er það rétt.

Geturðu komist inn á ftp serverinn af tölvunni sem þú settir hann upp á?

td.: ftp://localhost ?

Hvaða client ertu að nota, mæli ekki með IE.. getur verið eitthvað stillingar atriði..




Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristinn Hrafn » Mán 06. Jún 2005 11:35

Ég kemst alveg á serverinn á tölvunni minni, kemst bæði í IE og FileZilla.




Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristinn Hrafn » Mán 06. Jún 2005 11:36

En þegar ég fer inn á hann þá geri ég 192.168.1.100 því hitt virkar ekkert



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mán 06. Jún 2005 11:58

Ok, þá er FTP serverinn þinn í lagi :)

En eitthvað annað að stoppa þig í að ná sambandi frá utanað komandi tölvum.

Ertu að reyna að tengjast inn á FTP serverinn af LAN eða Internetinu?
Ertu með Firewall? (prófaðu þá að slökkva á honum í stutta stund meðan þú tengist)
Prófaðu að nota telnet frá client tölvunni til að tengjast inn á FTP serverinn.
(run -> cmd og skrifa "telnet 102.168.1.100:21)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6494
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 313
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 06. Jún 2005 12:57

lol..

ertu virkilega að setja 192.168.1.10 í routerinn þegar ip talan á tölvunni er 192.168.1.100 :lol:


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Kristinn Hrafn
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 01. Jún 2005 10:15
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristinn Hrafn » Mán 06. Jún 2005 13:06

Nei það var þannig, ég breytti því í 1.100