Restart af of til.....Save dump


Höfundur
Tiger
Staða: Ótengdur

Restart af of til.....Save dump

Pósturaf Tiger » Mán 30. Maí 2005 17:42

Tölvan hjá mér restartar sér við og við uppúr þurrru og í event viewer kemur hún með það að þetta hafi verið Save Dump og meldingin er:

"The computer has rebooted from a bugcheck. The bugcheck was: 0x1000000a (0x00000028, 0x00000002, 0x00000000, 0x8051e9d7). A dump was saved in: C:\WINDOWS\Minidump\Mini053005-02.dmp."

Ég er með xp pro, 1024 MB vinnsluminni, xp3500 örgjörva, MSI K8N móðurborð.

Hafði þið einhverja hugmynd hvað þetta gæti verið?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 30. Maí 2005 19:06

Drwatson að hrella þig?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 30. Maí 2005 19:08

Restartar hún bara beint? Kemur ekki bláskjár fyrst og síðan fylgir restart því?

Gætirðu sent mér eitthvert minidump'ið? (kann ekkert að lesa þau, en langar að læra :))




Höfundur
Tiger
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tiger » Þri 31. Maí 2005 14:26

Hún restartar bara beint...... bara slökknar á öllu og restart.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 31. Maí 2005 15:18

Kemur þetta oft fyrir?
Er enginn skrá nefnd í event viewer?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Þri 31. Maí 2005 15:31

Ég myndi halda að þetta væri drwatson(windows bugcheckerinn/debuggerinn)
að focka einhverju getur prófað að skrifa drwatson í cmd og séð hvort það koma einhverjar villur




biggi1
spjallið.is
Póstar: 440
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Pósturaf biggi1 » Þri 31. Maí 2005 15:38

þa gerðist einusinni að tölvan bara restartaði sér upp úr þurru hjá mér, bara kom ekki neitt, bara eins og það væri eitthvað vélbúnaðar tengt í gangi, en svo setti ég upp nýtt windows, og þá var allt í lagi...




Höfundur
Tiger
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tiger » Þri 31. Maí 2005 16:18

Nei það er engin skrá nefnd í event viewer, og þetta kemur svona c.a. 1 sinni í viku að meðaltali. Og þá ekki sérstaklega þegar ég er að gera eitthvað eitt ákveðið.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Þri 31. Maí 2005 19:00

getur þetta ekki hafa verið minnið?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 31. Maí 2005 19:16

Snorrmund skrifaði:getur þetta ekki hafa verið minnið?
Jú, gæti verið hvað sem er, þótt að minnið sé líklegur sökudólgur.
Samt hélt ég nú ekki að Windows næði að save'a memory dump þegar vélbúnaður knýr fram restart?

Tiger: Er þetta gígabæt í einu kubbi eða fleirum? Ef þetta er í nokkrum kubbum geturðu útilokað minnisvillur með því að taka einn kubb úr í einu og athuga hvort að þetta lagist við það. Svo geturðu líkað prófa að keyra 'memtest'




Höfundur
Tiger
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tiger » Þri 31. Maí 2005 20:26

Er búinn að keyra Drwatson og engar villur. Þetta eru 2x512 mb kubbar. Ætla að prófa að taka einn og einn úr og sjá