Almennar netkerfisspurningar og svör - part 1

Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Almennar netkerfisspurningar og svör - part 1

Pósturaf MezzUp » Fim 26. Maí 2005 00:33

Jæja,

Ég tók áfangann Netkerfi 112 á seinustu önn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og hafði nokkuð gaman af. Þessi áfangi er fræðilegur og fjallar um grunninn að netkerfum og öllu sem að því snýr. Ég gerði þrjú heimdæmi í þessum áfanga sem að mig hefur lengi langað að deila með ykkur en aldrei komið mér að því. En núna loksins skellti ég heimadæmum 1 á PDF form sem að ég hugsa að flestir hérna geta skoðað. Áætlunin er að skella heimadæmum 2 hingað á morgun og heimadæmum 3 á föstudaginn. Vonandi verði þið einhverju fróðari eftir lesturinn á þessum pistlum mínum.
En jæja, án frekari kynningar býð ég ykkur Net112 - Heimadæmi 1.pdf

Endilega reynum að koma einhverri umræðu af stað um þetta efni. Hvort að það eru spurningar, leiðréttingar, pælingar, gagnrýni...

Kv. MezzUp



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Fim 26. Maí 2005 09:55

"og hafa engin tvö netkort í heiminum sömu MAC addressu"


Kannski heldur til stór fullyrðing. Nú hef ég ekki kynnt mér þetta neitt sérstaklega vel, en líklega reyna framleiðendur að hátta því þannig að engin tvö netkort á sama svæði/markaði/heimsálfu séu með sömu mac addressu.
Því ég hef orðið vitni að því að tvö netkort hafa verið með sömu MAC.

Að öðru leiti fínt :)


Mkay.

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6494
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 313
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 26. Maí 2005 10:15

þurfa þeir ekki bara að fá úthlutað einhverjum addressum frá einhverjum "miðpunkti" ?


"Give what you can, take what you need."


Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andri Fannar » Fim 26. Maí 2005 10:19

Mjög fróðlegt :8)


« andrifannar»

Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 26. Maí 2005 10:24

natti: Ahh OK. Ég hélt kannski að framleiðendur væru skildugir til þess að hafa engar tvær MAC addressur eins. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt :)

gnarr: Ekki alveg. Þeir fá fyrri helminginn af addressunni úthlutaðan frá IEEE, en seinni helmingnum mega þeir ráða eftir eigin höfði.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 26. Maí 2005 10:59

MezzUp skrifaði:natti: Ahh OK. Ég hélt kannski að framleiðendur væru skildugir til þess að hafa engar tvær MAC addressur eins. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt :)

gnarr: Ekki alveg. Þeir fá fyrri helminginn af addressunni úthlutaðan frá IEEE, en seinni helmingnum mega þeir ráða eftir eigin höfði.
Með öðrum orðum, hverjum framleiðanda er úthlutað 'kippu' af macaddressum, til að tryggja að númerin skarist ekki.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Fim 26. Maí 2005 12:16

MezzUp skrifaði:natti: Ahh OK. Ég hélt kannski að framleiðendur væru skildugir til þess að hafa engar tvær MAC addressur eins. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt :)


Fjöldi framleiddra korta er örugglega meiri en fjöldi mögulegra mac-addressa.


Mkay.

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6494
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 313
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 26. Maí 2005 12:32

einhvernvegin efast ég um að það séu til meira en 281.474.976.710.656 netkort í heiminum..


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 26. Maí 2005 13:32

Jamm, þetta er náttúrulega 2^48 tölur sem eiga að duga okkur soldið.
Wikipedia.org skrifaði:The IEEE expects the MAC-48 space to be exhausted no sooner than the year 2100
Samkvæmt Wikipedia eiga að vera til nóg af MAC addressum enn sem komið er.

Og eins og ég nefndi í dæmunum að ef að framleiðandi er búinn að gera fleiri en 2^24 tæki getur sá framleiðandi bara sótt um aðra 2^24 byrjunarkóða. Þannig getur netbúnaðir frá cisco t.d. haft nokkrar mögulegar byrjanir á MAC addressu



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Fim 26. Maí 2005 13:40

Spurning hvort það hafi þá bara verið fyrir mistök í framleiðslu að ég hafi séð 2 kort með sömu mac?


Mkay.

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 26. Maí 2005 13:41

gnarr skrifaði:einhvernvegin efast ég um að það séu til meira en 281.474.976.710.656 netkort í heiminum..
Verður náttúrulega að taka tillit til þess að það er örugglega erfitt að endurnýta MACAddressur. Þetta er ekki eins og iptölur.. getur hent gömlu tölvunni og fengið þér nýja og haft áfram sömu iptölu.. en fær nýja MACAddressu. Svo td. eru amk. tvær MACAddressur í hverri fartölvu.. sennilega mjög algengt að það séu þrjár (módem, netkort og þráðlaust) .. þetta er ótrúlega fljótt að telja.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6494
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 313
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 26. Maí 2005 13:44

við erum að tala um umþaðbil 46.000 mac addressur á hvern íbúa á jörðinni.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 26. Maí 2005 14:58

natti skrifaði:Spurning hvort það hafi þá bara verið fyrir mistök í framleiðslu að ég hafi séð 2 kort með sömu mac?
Kannski. Svo gæti þetta líka verið rétt sem að þú sagðir um sömu MAC addressu á sitthvoru svæðinu. En hvar sástu þessi 2 kort með sömu MAC addressu?

Stutturdreki skrifaði:
gnarr skrifaði:einhvernvegin efast ég um að það séu til meira en 281.474.976.710.656 netkort í heiminum..
Verður náttúrulega að taka tillit til þess að það er örugglega erfitt að endurnýta MACAddressur. Þetta er ekki eins og iptölur.. getur hent gömlu tölvunni og fengið þér nýja og haft áfram sömu iptölu.. en fær nýja MACAddressu. Svo td. eru amk. tvær MACAddressur í hverri fartölvu.. sennilega mjög algengt að það séu þrjár (módem, netkort og þráðlaust) .. þetta er ótrúlega fljótt að telja.
Nei, en spurning hvort að fyrirtæki séu kannski farinn að endurnýta MAC addressur sem voru á 10Base5 netkortum sem fóru í ISA raufar?

En eru módem örugglega með MAC addressu?




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Fim 26. Maí 2005 15:24

lekkert,mjög fróðlegt :)
Birt án allrar ábygðar Spjall.Vaktin.is
hehe



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Fim 26. Maí 2005 15:38

MezzUp skrifaði:Kannski. Svo gæti þetta líka verið rétt sem að þú sagðir um sömu MAC addressu á sitthvoru svæðinu. En hvar sástu þessi 2 kort með sömu MAC addressu?

Sá þetta þegar ég var að leysa netvandmál somewhere, man ekki hvaða fyrirtæki, hérlendis.

MezzUp skrifaði:Nei, en spurning hvort að fyrirtæki séu kannski farinn að endurnýta MAC addressur sem voru á 10Base5 netkortum sem fóru í ISA raufar?

Spurning...


Mkay.

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 26. Maí 2005 15:42

gnarr skrifaði:við erum að tala um umþaðbil 46.000 mac addressur á hvern íbúa á jörðinni.
Ótrúlega algengt að menn hafi neft einhverja tölu og sagt "þetta hlýtur að vera nóg".. :)

MezzUp skrifaði:Nei, en spurning hvort að fyrirtæki séu kannski farinn að endurnýta MAC addressur sem voru á 10Base5 netkortum sem fóru í ISA raufar?
No can do. Hvernig eiga þeir að vita hvort netkortið sé enþá í notkun? Þótt okkur finnist það eldgamalt og hallærislegt þá eru ótrúlegur fjöldi fyrirtæka og einstaklinga út um allann heim með hundgamlan velbúnað.

MezzUp skrifaði:En eru módem örugglega með MAC addressu?
Nei, kannski ekki, taldi bara upp helstu adapterna.



Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 26. Maí 2005 17:06

Stutturdreki skrifaði:
MezzUp skrifaði:Nei, en spurning hvort að fyrirtæki séu kannski farinn að endurnýta MAC addressur sem voru á 10Base5 netkortum sem fóru í ISA raufar?
No can do. Hvernig eiga þeir að vita hvort netkortið sé enþá í notkun? Þótt okkur finnist það eldgamalt og hallærislegt þá eru ótrúlegur fjöldi fyrirtæka og einstaklinga út um allann heim með hundgamlan velbúnað.
Jújú, mér fannst kannski að það mætti gera ráð fyrir því að öll 10Base5 Netkerfi hafi verið lögð niður, en það er rétt hjá þér að það er rosalega mikið af gömlum búnaði enn í notkun.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 26. Maí 2005 21:56

Mezzup skrifaði:"Miðlarar þurfa ekki sérstakan vélbúnað þótt að margur vélbúnaður sé aðallega í miðlurum(t.d. SCSI diskar og PCI-X stýrispjöld)."
Svoldið óskiljanlega settning.

Líka einhverstaðar þar sem þú segir "Fleirri tæknir.." .. eða álíka.

Annars eru engar tæknilegar athugasemdir :)



Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 26. Maí 2005 22:16

Stutturdreki skrifaði:
Mezzup skrifaði:"Miðlarar þurfa ekki sérstakan vélbúnað þótt að margur vélbúnaður sé aðallega í miðlurum(t.d. SCSI diskar og PCI-X stýrispjöld)."
Svoldið óskiljanlega settning.

Líka einhverstaðar þar sem þú segir "Fleirri tæknir.." .. eða álíka.
Jamm, er ekki sá besti í að koma svona tækniefni frá mér.