Vél kemst ekki inná netið


Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vél kemst ekki inná netið

Pósturaf w.rooney » Mið 18. Maí 2005 11:04

ég er með nokkrar vélar sem að eru með samband við þráðlausa netið hjá mer en það er ein vél sem að fær ekki neitt samband við netið heldur er hún alltaf að "aquiring network address" og ekkert gerist , þannig að ég var að spá hvað þetta gæti verið , þetta var sko símtal sem að ég fékk sem að ég var spurður að hvað þetta gæti verið þannig að þetta er það eina sem að ég veit !

allar hugmyndir vel þegnar og þessi vél sem að kemst ekki úta netið það er nýbúið að rífa móðurborðið úr henni og setja nýttt í þannig að ég veit ekki hvort að það geti skipt máli ég held að það sé nýtt netkort líka en er ekki viss !



Skjámynd

zaiLex
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zaiLex » Mið 18. Maí 2005 11:18

Þegar aquiring network address er endalaust virkar repair alltaf fyrir mig.


Lyklaborð: Red Scarf III 96 key með GMK keycaps og Zealios 65g switchum með Zilencios.
Mús: G Pro Wireless Superlight með Corepad gripi, Tiger mouse feet, TTC Gold Mouse Wheel Encoder og Huano Transparent Blue Shell Pink Dot Switchum.
Músarmotta: Zowie P-SR


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 18. Maí 2005 13:12

Það gæti vantað mac addressuna á allow listan eða að wep lykillinn sé rangur (miðað við að viðkomandi sé að nota mac addressu filtering og wep dulkóðun).

Til að finna mac addressuna á þráðlausa netkortinu ferðu í Start > Run > cmd og Ok > skrifar inn ipconfig /all og þar á mac addressan að vera undir "Physical Address:"




Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf w.rooney » Mið 18. Maí 2005 14:49

nei málið stendur þannig að eftir að hafa fengið betri útskýringar á þessu, þá er þetta þannig að það er nýbúið að skipta um móðurborð í þessari vél og eftir það hefur netið verið slitrótt í vélinni stundum fær hún ekkkert samband og stundum fær hún ágætis samband og svo kemur fyrir að hun fái alveg fullt samband og allar aðrar vélar í húsinu eða á þessari hæð þær eru með gott samband alltaf þannig að mér var að láta mer detta í hug að netkortið sjálft væri bara að klikka eftir að skipt hefði verið um móðurborð þvi að eins og ég segi vélin kemst á netið þegar að henni hentar, viðkomandi gæti hafa skemmt kortið þegar að hann flutti það á milli.. Ef að SP2 vantar í velina getur það haft áhrif


Er það ekki gafuleg lausn að prófa að skipta um wifi netkort eða er önnur hlið á þessu máli ?

hvað er þetta Wireless zero configuration og hefur það einhver áhrif ef að ég disable það ?



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf viddi » Mið 18. Maí 2005 17:15

ef þú disablar Wireless Zero Configuration þá geturu ekki notað þráðlaust net til að nettengja vélina



A Magnificent Beast of PC Master Race

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mið 18. Maí 2005 21:12

viddi skrifaði:ef þú disablar Wireless Zero Configuration þá geturu ekki notað þráðlaust net til að nettengja vélina
Ekki alveg rétt hjá þér. Ég hef nú lítið verið að bardúsa í þráðlausum netkerfum, en skilst að Wireless Zero Configuration sé bara tól í Windows XP til þess að sjá um hvaða þráðlausu netkerfi tölvan tengist o.þ.h. Getur alveg tengst netkerfum með búnaðnum sem fylgdi netkortinu. T.d. fylgir forrit með Linksys netkortum sem sér um að tengjast þráðlausum aðgangspunktum, og það forrit býður þér uppá að slökkva á Wireless Zero Config. Svo geturðu bara sleppt því að nota það forrit og notað Wireless Zero Config