Fyrir einhverjum 5-6 árum tók ég tölvumálin í mínar hendur hjá litlu iðnaðarfyrirtæki og setti upp lítinn "server" eða í raun bara tölvu sem keyrir windows 10 sem 3 aðrar tölvur hafa aðgang að og vinna öll sín gögn á. Þessi "server" er svo bara með onedrive business sem setur þetta á ský.
Núna langar mig aðeins að endurskoða þetta betur þar sem þetta hefur sýna kosti og galla. Helsti gallinn er Sync issues, er stundum að lenda í því að þurfa að merge'a skrár sem endar með því að það eru komin 1-3 útgáfur af sömu skránni. En aðal kosturinn er nátturulega að með þetta svona virkar allt nokkuð hratt og svo að vera með þetta á onedrive getum við deilt á aðra aðila innan fyrirtækis.
Það sem ég hef verið að skoða er að fara
- allfarið í sharepoint sem ég er pínu hræddur við þar sem ég hef örlítið kynnst því með misgóðum árangri
- Allfarið í server, missa eiginleikan að deila gögnum áfram
- Önnur lausn ?