Er að tengja gamla N64 leikjatölvu með RCA tengi við túbu sjónvarp. Er með breytistykki í SCART þannig að ég get notað annaðhvort það eða RCA beint.
Vandamálið er hinsvegar að leikjatölvan er NTSC og ef sjónvarpið styður ekki 60Hz NTSC þá kemur myndin bara í svarthvítu. Elstu túbu sjónvörp studdu það ekki en nýrri gera það.
Ég er búinn að finna eitt sem virkar en er of stórt, og annað lítið sem því miður endar í svart hvítu.
Draumurinn væri að finna lítið sett sem virkar. Ætli einhver lumi á svoleiðis í háaloftinu hjá sér?
Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
Þú gætir prófað notaða markaði. Kannski Góða hirðinn. Þegar ég skoðaði þar í Febrúar. Þá voru nokkur túpusjónvörp þar af nokkrum stærðum. Þú gætir einnig auglýst á Facebook. Gætir athugað, "Gefins - Húnaþing vestra og nágrenni." á Facebook. Ég veit að eitthvað af fólki á ennþá gömul túpisjónvörp sem er ekki ennþá búið að henda í endurvinnsluna.
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
Já, er búinn að fá tæki í gegnum Facebook, en þetta minna styður semsé ekki ntsc
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
lekjart skrifaði:Já, er búinn að fá tæki í gegnum Facebook, en þetta minna styður semsé ekki ntsc
Mig minnir að aðeins dýrari og stærri tækin hafi stutt NTSC. Þessi minni og ódýrari tæki voru aldrei með NTSC stuðning.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 229
- Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
- Reputation: 28
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
Er þetta ekki málið fyrir þig? https://www.amazon.co.uk/Nicoone-direct ... 833&sr=8-3
Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
Málið er að svona conversion býr til latency og það er bannorð í speed running samfélaginu (sonur minn er semsé að speed runna Super Mario 64). NTSC útgáfan af N64 keyrir hraðar (syncast á 60Hz frekar en 50Hz) og það er því útgáfan sem menn vilja spila.
Flókinn heimur þessi speed running heimur
Flókinn heimur þessi speed running heimur
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
NTSC and PAL are both analog video formats.
NTSC is 30 frames (60 fields) per second with 525 scann lines.
PAL is 25 frames (50 fields) per second with 625 scan lines.
Before the transition to Digital TV broadcasting NTSC was the TV broadcast standard in the North America, parts of South America, Japan, South Korea, and few other countries.
The rest of world was mostly on the PAL system.
Það kom svo lítið af þessum ameríku tækjum til landsins. Ebay?
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
mig minnir að flest tækin í lok túbutímabilsins hafi verið múltistandard þe pal/ntsc/secam
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
Hizzman skrifaði:mig minnir að flest tækin í lok túbutímabilsins hafi verið múltistandard þe pal/ntsc/secam
Já hugsa að það sé rétt. En það eru bara allir búnir að henda þessu.
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
Hizzman skrifaði:mig minnir að flest tækin í lok túbutímabilsins hafi verið múltistandard þe pal/ntsc/secam
Man einmitt að ég var með voða ómerkilegt SHARP 28-32" túbu sjónvarp fyrir hrun og það var með NTSC stuðning sem maður notaði óspart í denn.
Síðast breytt af gunni91 á Mið 10. Apr 2024 13:28, breytt samtals 1 sinni.
Re: Er að leita að litlu túbu sjonvarpi með ntsc stuðning
já, það hafa sennilega komið IC kubbar sem tóku alla staðlana, þá varð ódýrara að framleiða eitt tæki fyrir alla markaði heldur en að vera með margar týpur eftir markaði