Reglugerðin er hér -
https://island.is/reglugerdir/nr/0606-2023Ég sem pési sem er búinn að vera í opinbera geiranum túlka þessa reglugerð sem frekar veika.
Fjárhagsupplýsingastofu er óheimilt að skrá og miðla upplýsingum um kröfu ef réttmætur vafi leikur á um lögmæti hennar.
Hvað er "réttmætur vafi" ? Eru það öll gengistengdu og ólöglegu lánin sem voru endurreiknuð hægri vinstri eftir hrun? Eru það lán með skilmálum sem ganga gegn EU löggjöf t.d. þar sem tölurm um áætlaðan heildarkostnað hafa ekki staðist?
Þetta ákvæði ætti að vera skýrt og í raun upptalning á því sem þeim er heimilt að skrá en ekki heimild til að skrá allt nema það sem er iffy.
Hver er refsing þeirra fyrir að skrá iffy upplýsingar?
Til samanburðar þá hef ég verið að vinna sem ritari í hóp sem er að endurskoða byggingareglugerð og það er búið að vera mjög áhugavert að fylgjast með hvernig svona vinna fer fram.
Þar er mikil áhersla lögð á að ákvæðin séu skýr, skýrari en í eldri reglugerð og að komið sé í veg fyrir tvítekningar eins og kostur er, s.s. vísa í annað regluverk og staðla í stað þess að skapa óvart misræmi, t.d. milli reglugerðar um byggingarvörur (framleiðsla og innflutningur á byggingavörum) og svo byggingareglugerðar.
Svo er þetta:
Fjárhagsupplýsingastofa ber ábyrgð á því að þær upplýsingar sem hún vinnur með séu áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum og skal eyða eða leiðrétta án tafar upplýsingum sem eru rangar, villandi eða ófullkomnar eða hafi þær að öðru leyti ekki verið skráðar samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eða skilmálum starfsleyfis.
Það er því alveg spurning hvort að maður eigi ekki að biðja um afrit af þeim gögnum sem þeir eru með um mann og svo fá útlistun á því hvaða heimild lá að baki og ef eitthvað stendur útaf, þá er þeim skylt að eyða því.
En það sem er svo klikkað er að þeir eru með skotleyfi á að safna hverju sem er um hvern sem er, jafnvel þó það sé "iffy" og að það verður bara að koma í ljós eftirá...
Það væri réttara að þeir þyrftu að útbúa einhverskonar gagnaskema sem sýndi samhengi gagnanna og hvert þau yrðu sótt og fá skemað samþykkt af Persónuvernd áð'ur en nokkur gagnaöflun færi fram.
Ef það kæmi svo í ljós að þeir hefðu aflað nokkurra annarra gagna = svipting starfsleyfis eða sekt og/eða skaðabætiur til hinna skráðu ef þeirra viðskiptafrelsi takmarkaðist í kjölfar rangrar upplýsingamiðlunar.