Blikur á lofti í vaxtamálum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Fim 25. Maí 2023 07:40

Úbbs...
Viðhengi
IMG_8057.jpeg
IMG_8057.jpeg (67.27 KiB) Skoðað 11564 sinnum



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf appel » Fim 25. Maí 2023 11:00

fedora1 skrifaði:
Tbot skrifaði:Óverðtryggt á móti verðtryggðu.
Þessi umræða hefur verið lengi, hver og einn verður að velja fyrir sig.

Það hreint út sagt fyndið að sjá suma tala um að lántakendur eiga að fá að stjórna vöxtum. Það verður aldrei því þeir sem eiga peninga vilja fá ávöxtun á þá og að peningarnir rýrni ekki að verðgildi.
Þetta er einfalt, ef eigendur peninga eiga að taka á sig rýrnun á þeim, þá einfaldlega lána þeir þá ekki heldur fjárfesta í öðru.

En að halda að vextir haldist í 1-2% er draumsýn sem var vitað að gæti aldrei gengið eftir.

Þessi evru umræða er orðin þreytt, skoðið hvernig staðan er t.d. hjá Grikklandi og Ítalíu þar sem allt átti að vera svo æðislegt með því að taka upp Evru.
Evran er draumur Þjóðverja til að stjórna Evrópu, þeir reyndu tvisvar með vopnavaldi á 20. öldinni, þangað til þeir sáu að það er sniðugra að ná þessu með peningavaldi.
Evran og Evópusambandið þjónar hagsmunum þeirra stóru en aldrei minni þjóðum.


Hvað er það sem er svona hræðilegt við stöðuna í Grikklandi og Ítalíu ? Ég held að flestir hér væru amk. sáttari við stýrivextina og verðbólguna sem er td. á Ítalíu.
Einhverntíman heyrði ég að hluti af vanda grikkja væri stórt svart hagkerfi og hvað ferðamenn eru stór hluti af hagkerfinu.
1-2% vextir á húsnæðislánum hefur held ég bara verið normið í EU hafa reyndar hækkað nokkuð með verðbólgunni og eru skriðnir rétt yfir 3%

Þó þjóðverjum gangi vel, þá skil ég ekki þetta bull að þeir séu að stjórna evrópu eitthvað sérstaklega.
Ísland er nokkuð ríkt land og upptaka evru yrði bara til þess að stjórnvöld verða að taka sig á, hafa ekki þetta vald lengur að velta vandanum á launþega eins og hefur verið gert í gegnum tíðina hvort heldur það hafi verið gert með gengisfellingum eða óðaverðbólgu.


Já, hvað er svona slæmt?

Atvinnuleysi meðal ungs fólks í Grikklandi var yfir 50% 2013, og á síðasta ári 2022 var það yfir 30%.
Einnig 30% atvinnuleysi meðal ungs fólks á Ítalíu. Um 28% á Spáni.

En hvað er svona slæmt við það, þau eru nú með evru, hvaða máli skiptir að ungt fólk geti fengið vinnu og byggt upp heimili og fjölskyldu?

Það er engin furða að þessar þjóðir eru að eldast hratt, unga fólkið fær ekki tækifæri til að koma undir sig fótunum í lífinu og sleppir barneignum.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks á Íslandi er nær ekkert.
Síðast breytt af appel á Fim 25. Maí 2023 11:00, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf rapport » Fim 25. Maí 2023 11:42

Það er fátt dýrara fyrir íslenskt samfélag en að bjóða upp á ISK fyrir banka og aðra erlenda aðila til að braska með.

Ef við værum með trúverðugra efnahagskerfi þá væri líklega meira fjárfest hérna af erlendum fjárfestum.

ISK er girðing (e.hedge) sem er óhagstætt fyrir utanaðakomandi = heftir samkeppni ogskapar ójöfnuð.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 94
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf KristinnK » Fim 25. Maí 2023 12:01

Staðreyndin er sú að sameiginlegur gjaldmiðill hefur algjörlega rústað efnahagi þeirra landa á Evrusvæðinu þar sem framleiðni er minni. Minni framleiðni þýðir hærri framleiðslukostnaður og að útflutningsgreinar í viðkomandi löndum geta ekki keppt við samsvarandi greinar í löndum með meiri framleiðni. Undir venjulegum kringumstæðum myndi gjaldmiðill viðkomandi landa lækka þangað til jafnvægi næst og útflutningsgreinar verða samkeppnishæfar. Með Evruna getur slíkt ekki gerst, og útflutningsgreinar leggjast af og afleiðingin er þetta gífurlega atvinnuleysi í þessum löndum.

Áhrifin verða svo hin öfugu í löndum með mikla framleiðni, svo sem Þýskaland og Holland. Undir venjulegum kringumstæðum myndi hin mikla framleiðni í útflutningsgreinum og því lægri framleiðslukostnaður verða til þess að gjaldmiðill landanna styrkist og útflutningsgreinar verði minna samkeppnishæfar þangað til jafnvægi næst.

Ísland er eitt af þessum löndum með mjög mikla framleiðni. Sérstaklega þegar vel gengur í ferðamannaiðnaðinum. Við sáum áhrifin af því á árunum fyrir Covid þegar Evrugildi krónunnar jókst gríðarlega. Afleiðingin af því er að samkeppnishæfni þessa ,,útflutningsgreinar", þ.e. hversu álitlegur kostur íslandsferð er fyrir útlendinga, minnkar. Áhrifin eru að það temprar greinina, fjöldi ferðamanna hefði aukist miklu meir ef við hefðum ekki haft gjaldmiðil sem varð dýrari á þessum árum.

Við sáum dæmi um hið öfuga á árunum eftir hrun þegar verðgildi krónunnar rýrnaði mikið. Það varð til þess að útflutningsgreinar styrktust, hvort sem um er að ræða ferðamannaiðnaðinn, sjávarútveginn eða hátækniiðnaðinn.

Að lokum hefur gjaldmiðillinn líka áhrif á það hvernig verðmætasköpun dreifist. Þegar útflutningsgreinar í Þýskalandi eða Hollandi styrkjast vegna hárrar framleiðni þjóðarinnar, en gjaldmiðillinn styrkist ekki að sama skapi, fer allur gróðinn af sterkri samkeppnisstöðu greinanna beint í vasa fjármagnseigandanna. Ef hins vegar gjaldmiðillinn styrkist í takt við gæfu útflutningsgreina þá takmarkar það gróðafæri greinanna, en eykur á móti kaupmátt fólksins sem notar gjaldmiðilinn á innfluttar vörur.

Svo ég taki saman í lokin þá verður sameiginlegur gjaldmiðill til þess að útflutningsgreinar verða gríðarsterkar í löndunum með mikla framleiðni, án þess að bæta mikið kaupmátt fólksins í landinu, og að útflutningsgreinar missa rekstrargrundvöll sinn í löndunum með minni framleiðni, sem leiðir til mikils atvinnuleysis.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 25. Maí 2023 12:39

Eins og ég skil hlutina.

Ríkisstjórnin er ekki ábyrg í fjármálum og efnahagsmálum og seðlabankinn neyðist til að hækka stýrivexti til að bregðast við verðbólgu.

Annan gjaldmiðil já takk.


Just do IT
  √

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf rapport » Fim 25. Maí 2023 13:05

KristinnK skrifaði:Staðreyndin er sú að sameiginlegur gjaldmiðill hefur algjörlega rústað efnahagi þeirra landa á Evrusvæðinu þar sem framleiðni er minni. Minni framleiðni þýðir hærri framleiðslukostnaður og að útflutningsgreinar í viðkomandi löndum geta ekki keppt við samsvarandi greinar í löndum með meiri framleiðni. Undir venjulegum kringumstæðum myndi gjaldmiðill viðkomandi landa lækka þangað til jafnvægi næst og útflutningsgreinar verða samkeppnishæfar. Með Evruna getur slíkt ekki gerst, og útflutningsgreinar leggjast af og afleiðingin er þetta gífurlega atvinnuleysi í þessum löndum.


Þegar þú segir framleiðni, ertu þá að meina "opportunity cost" og þá í samhengi hlutfallslegra yfirburða (comparative advantage) ?

Lönd þurfa ekki að vera "ódýrust" í sinni framleiðslu, þau þurfa bara að vera ódýrari en tækifæriskostnaður annarra við að gera eitthvað ábatsamara. s.s. Þýskaland getur framleitt VW fyrir 100 og selt á 200 eða framleitt Benz á 150 og selt á 600. Pólland getur framleitt VW á 150 og selt á 200 og Þýskaland ákveður að framleiða bara Benz því það skilar mestum hagnaði fyrir Þýskaland... Pólland græðir helling á að framleiða VW en bara ekki jafn mikið og Þýskaland.

Ein leiðin til að stilla þessa jöfnu af er að stjórna framleiðsluverði = t.d. veiða fisk á sem ódýrastan hátt og sem mest magn.
Önnur leið er að stjórna söluverðinu = t.d. gera út á sérstöðu og hreinleika íslensk fisks.

KristinnK skrifaði:Áhrifin verða svo hin öfugu í löndum með mikla framleiðni, svo sem Þýskaland og Holland. Undir venjulegum kringumstæðum myndi hin mikla framleiðni í útflutningsgreinum og því lægri framleiðslukostnaður verða til þess að gjaldmiðill landanna styrkist og útflutningsgreinar verði minna samkeppnishæfar þangað til jafnvægi næst.


Það er ekki krafa EU að það sé sama verðlag í öllum löndum, hamborgari má kosta 5 evrur í einu landi og 1 evru í öðru og árslaun í einu geta verið 10x hærri í DE en í Búlgaríu.

Í stað þess að hafa gengi tveggja gjaldmiðla sem flöktir og veldur vandræðum þvert á efnahaginn, þá er miklu eðlilegra að hafa bara sérsniðið verð en allt í sama gjaldmiðli + eitt efnahagssvæði = það er geggjað að geta keypot olívuolíu beint frá bónda í Ítalíu án gjaldmiðlafokks og hafa sömu löggjöf um póstsendingar, neytendavernd og gæði framleiðslunnar.


KristinnK skrifaði:Ísland er eitt af þessum löndum með mjög mikla framleiðni. Sérstaklega þegar vel gengur í ferðamannaiðnaðinum. Við sáum áhrifin af því á árunum fyrir Covid þegar Evrugildi krónunnar jókst gríðarlega. Afleiðingin af því er að samkeppnishæfni þessa ,,útflutningsgreinar", þ.e. hversu álitlegur kostur íslandsferð er fyrir útlendinga, minnkar. Áhrifin eru að það temprar greinina, fjöldi ferðamanna hefði aukist miklu meir ef við hefðum ekki haft gjaldmiðil sem varð dýrari á þessum árum.


Ferðamenn hata hvað Ísland er dýrt og það mundi án efa gagnast okkur miklu betur að vera ódýrari og stabílli, að því meira sem er flutt inn eða framleitt fyrir ferðamenn því meiri staærðarhagkvæmni er fyrir alla aðra verslun og þjónustu.

KristinnK skrifaði:Við sáum dæmi um hið öfuga á árunum eftir hrun þegar verðgildi krónunnar rýrnaði mikið. Það varð til þess að útflutningsgreinar styrktust, hvort sem um er að ræða ferðamannaiðnaðinn, sjávarútveginn eða hátækniiðnaðinn.


Í stað þess að leiðrétta verð þá var gjaldmiðillinn leiðréttur = haugur af óhagræði og "arbitrage" möguleikum fyrir ýmsa aðila sem hefðu ekkert þurft að hækka verð.


KristinnK skrifaði:Að lokum hefur gjaldmiðillinn líka áhrif á það hvernig verðmætasköpun dreifist. Þegar útflutningsgreinar í Þýskalandi eða Hollandi styrkjast vegna hárrar framleiðni þjóðarinnar, en gjaldmiðillinn styrkist ekki að sama skapi, fer allur gróðinn af sterkri samkeppnisstöðu greinanna beint í vasa fjármagnseigandanna. Ef hins vegar gjaldmiðillinn styrkist í takt við gæfu útflutningsgreina þá takmarkar það gróðafæri greinanna, en eykur á móti kaupmátt fólksins sem notar gjaldmiðilinn á innfluttar vörur.


Að neyða almenning til að taka þátt í "market speculations" og vera græða/tapa á gengi gjaldmiðils er ekki draumur, það er martröð. Almenningur þarf stöðugleika.

KristinnK skrifaði:Svo ég taki saman í lokin þá verður sameiginlegur gjaldmiðill til þess að útflutningsgreinar verða gríðarsterkar í löndunum með mikla framleiðni, án þess að bæta mikið kaupmátt fólksins í landinu, og að útflutningsgreinar missa rekstrargrundvöll sinn í löndunum með minni framleiðni, sem leiðir til mikils atvinnuleysis.


Sami gjaldmiðill og sama efnahagssvæði á að auðvelda viðskipti milli landa = þeir sem eiga peninga getið auðveldlega stundað verslun við ódýrari svæði og strykt þeirra efnahag. Að allir hafi sitt hvorn gjaldmiðilinn er óþarfa flækja sem skapar ekkert virði, bara vandræði.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GullMoli » Fim 25. Maí 2023 13:12

KristinnK skrifaði:Staðreyndin er sú að sameiginlegur gjaldmiðill hefur algjörlega rústað efnahagi þeirra landa á Evrusvæðinu þar sem framleiðni er minni. Minni framleiðni þýðir hærri framleiðslukostnaður og að útflutningsgreinar í viðkomandi löndum geta ekki keppt við samsvarandi greinar í löndum með meiri framleiðni. Undir venjulegum kringumstæðum myndi gjaldmiðill viðkomandi landa lækka þangað til jafnvægi næst og útflutningsgreinar verða samkeppnishæfar. Með Evruna getur slíkt ekki gerst, og útflutningsgreinar leggjast af og afleiðingin er þetta gífurlega atvinnuleysi í þessum löndum.

Áhrifin verða svo hin öfugu í löndum með mikla framleiðni, svo sem Þýskaland og Holland. Undir venjulegum kringumstæðum myndi hin mikla framleiðni í útflutningsgreinum og því lægri framleiðslukostnaður verða til þess að gjaldmiðill landanna styrkist og útflutningsgreinar verði minna samkeppnishæfar þangað til jafnvægi næst.

Ísland er eitt af þessum löndum með mjög mikla framleiðni. Sérstaklega þegar vel gengur í ferðamannaiðnaðinum. Við sáum áhrifin af því á árunum fyrir Covid þegar Evrugildi krónunnar jókst gríðarlega. Afleiðingin af því er að samkeppnishæfni þessa ,,útflutningsgreinar", þ.e. hversu álitlegur kostur íslandsferð er fyrir útlendinga, minnkar. Áhrifin eru að það temprar greinina, fjöldi ferðamanna hefði aukist miklu meir ef við hefðum ekki haft gjaldmiðil sem varð dýrari á þessum árum.

Við sáum dæmi um hið öfuga á árunum eftir hrun þegar verðgildi krónunnar rýrnaði mikið. Það varð til þess að útflutningsgreinar styrktust, hvort sem um er að ræða ferðamannaiðnaðinn, sjávarútveginn eða hátækniiðnaðinn.

Að lokum hefur gjaldmiðillinn líka áhrif á það hvernig verðmætasköpun dreifist. Þegar útflutningsgreinar í Þýskalandi eða Hollandi styrkjast vegna hárrar framleiðni þjóðarinnar, en gjaldmiðillinn styrkist ekki að sama skapi, fer allur gróðinn af sterkri samkeppnisstöðu greinanna beint í vasa fjármagnseigandanna. Ef hins vegar gjaldmiðillinn styrkist í takt við gæfu útflutningsgreina þá takmarkar það gróðafæri greinanna, en eykur á móti kaupmátt fólksins sem notar gjaldmiðilinn á innfluttar vörur.

Svo ég taki saman í lokin þá verður sameiginlegur gjaldmiðill til þess að útflutningsgreinar verða gríðarsterkar í löndunum með mikla framleiðni, án þess að bæta mikið kaupmátt fólksins í landinu, og að útflutningsgreinar missa rekstrargrundvöll sinn í löndunum með minni framleiðni, sem leiðir til mikils atvinnuleysis.


Ágætis útskýring á þessu, þetta er eitthvað sem fólk gerir sér ekki grein fyrir. Ein af ástæðum þess að Ísland jafnaði sig ágætlega eftir hrunið var hversu hagstætt það var fyrir útlendinga að koma hingað vegna gengis krónunnar.

Ég hugsa að ef Evran yrði tekin upp eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu, þá myndi þetta enda eins og fólkið sem kaus Brexit en gerði sér ekki grein fyrir afleiðingunum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf appel » Fim 25. Maí 2023 15:11

rapport skrifaði:Það er fátt dýrara fyrir íslenskt samfélag en að bjóða upp á ISK fyrir banka og aðra erlenda aðila til að braska með.

Ef við værum með trúverðugra efnahagskerfi þá væri líklega meira fjárfest hérna af erlendum fjárfestum.

ISK er girðing (e.hedge) sem er óhagstætt fyrir utanaðakomandi = heftir samkeppni ogskapar ójöfnuð.

Efnahagslegur raunveruleiki breytist ekkert við upptöku evru.
En það sem gerist er að allar þessar evrur sem eru innanlands munu leita til útlanda, og lítið verður um evrur í landinu sökum þess. Hvaðan koma þessar evrur? Jú við seljum til útlanda og fáum evrur þaðan. En ef við kaupum jafn harðan allt frá útlöndum þá verður lítið eftir í landinu. Innanlandshagkerfið mun bara hrynja, 30-40% atvinnuleysi og volæði og byltingar.


*-*


fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 260
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf fhrafnsson » Fim 25. Maí 2023 16:49

appel skrifaði:
rapport skrifaði:Það er fátt dýrara fyrir íslenskt samfélag en að bjóða upp á ISK fyrir banka og aðra erlenda aðila til að braska með.

Ef við værum með trúverðugra efnahagskerfi þá væri líklega meira fjárfest hérna af erlendum fjárfestum.

ISK er girðing (e.hedge) sem er óhagstætt fyrir utanaðakomandi = heftir samkeppni ogskapar ójöfnuð.

Efnahagslegur raunveruleiki breytist ekkert við upptöku evru.
En það sem gerist er að allar þessar evrur sem eru innanlands munu leita til útlanda, og lítið verður um evrur í landinu sökum þess. Hvaðan koma þessar evrur? Jú við seljum til útlanda og fáum evrur þaðan. En ef við kaupum jafn harðan allt frá útlöndum þá verður lítið eftir í landinu. Innanlandshagkerfið mun bara hrynja, 30-40% atvinnuleysi og volæði og byltingar.


Gætirðu útskýrt þetta nánar? Hvernig myndi upptaka evru hér á landi valda 30-40% atvinnuleysi og byltingu?

Finnst engum athyglisvert að líkja Íslandi við Grikkland í stað nágrannalanda í norður Evrópu? Er einhver ástæða fyrir því að Grikkland verður fyrir valinu en ekki lönd sem eru svipuð okkur menningarlega?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf hagur » Fim 25. Maí 2023 16:57

fhrafnsson skrifaði:
appel skrifaði:
rapport skrifaði:Það er fátt dýrara fyrir íslenskt samfélag en að bjóða upp á ISK fyrir banka og aðra erlenda aðila til að braska með.

Ef við værum með trúverðugra efnahagskerfi þá væri líklega meira fjárfest hérna af erlendum fjárfestum.

ISK er girðing (e.hedge) sem er óhagstætt fyrir utanaðakomandi = heftir samkeppni ogskapar ójöfnuð.

Efnahagslegur raunveruleiki breytist ekkert við upptöku evru.
En það sem gerist er að allar þessar evrur sem eru innanlands munu leita til útlanda, og lítið verður um evrur í landinu sökum þess. Hvaðan koma þessar evrur? Jú við seljum til útlanda og fáum evrur þaðan. En ef við kaupum jafn harðan allt frá útlöndum þá verður lítið eftir í landinu. Innanlandshagkerfið mun bara hrynja, 30-40% atvinnuleysi og volæði og byltingar.


Gætirðu útskýrt þetta nánar? Hvernig myndi upptaka evru hér á landi valda 30-40% atvinnuleysi og byltingu?

Finnst engum athyglisvert að líkja Íslandi við Grikkland í stað nágrannalanda í norður Evrópu? Er einhver ástæða fyrir því að Grikkland verður fyrir valinu en ekki lönd sem eru svipuð okkur menningarlega?


Væntanlega bara af því að fyrir þá sem halda því fram að allt fari í kalda kol við að ganga í ESB, þá hentar Grikkland ágætlega sem dæmi, frekar en lönd þar sem allt er í lukkunnar velstandi, eða því sem næst.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Tbot » Fim 25. Maí 2023 19:09

hagur skrifaði:
fhrafnsson skrifaði:
appel skrifaði:
rapport skrifaði:Það er fátt dýrara fyrir íslenskt samfélag en að bjóða upp á ISK fyrir banka og aðra erlenda aðila til að braska með.

Ef við værum með trúverðugra efnahagskerfi þá væri líklega meira fjárfest hérna af erlendum fjárfestum.

ISK er girðing (e.hedge) sem er óhagstætt fyrir utanaðakomandi = heftir samkeppni ogskapar ójöfnuð.

Efnahagslegur raunveruleiki breytist ekkert við upptöku evru.
En það sem gerist er að allar þessar evrur sem eru innanlands munu leita til útlanda, og lítið verður um evrur í landinu sökum þess. Hvaðan koma þessar evrur? Jú við seljum til útlanda og fáum evrur þaðan. En ef við kaupum jafn harðan allt frá útlöndum þá verður lítið eftir í landinu. Innanlandshagkerfið mun bara hrynja, 30-40% atvinnuleysi og volæði og byltingar.


Gætirðu útskýrt þetta nánar? Hvernig myndi upptaka evru hér á landi valda 30-40% atvinnuleysi og byltingu?

Finnst engum athyglisvert að líkja Íslandi við Grikkland í stað nágrannalanda í norður Evrópu? Er einhver ástæða fyrir því að Grikkland verður fyrir valinu en ekki lönd sem eru svipuð okkur menningarlega?


Væntanlega bara af því að fyrir þá sem halda því fram að allt fari í kalda kol við að ganga í ESB, þá hentar Grikkland ágætlega sem dæmi, frekar en lönd þar sem allt er í lukkunnar velstandi, eða því sem næst.


Vegna þess að við inngöngu í Evrópusambandið, hverfa yfirráð okkar yfir einni grunnstoðum efnahagslífs okkar.

Þ.e. fiskimiðin.
Þess vegna er miðað við Grikkland þar sem allt of mikið er treyst á túrista.

Ekki reyna að koma með það bull við höldum yfirráðum yfir fiskveiðum.
Hátt settir embættismenn hjá EU hafa gefið það út að það er einungis hægt að fá undanþágu frá reglum EU í mjög skamman tíma.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hizzman » Fim 25. Maí 2023 19:25

GullMoli skrifaði:
Ágætis útskýring á þessu, þetta er eitthvað sem fólk gerir sér ekki grein fyrir. Ein af ástæðum þess að Ísland jafnaði sig ágætlega eftir hrunið var hversu hagstætt það var fyrir útlendinga að koma hingað vegna gengis krónunnar.

Ég hugsa að ef Evran yrði tekin upp eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu, þá myndi þetta enda eins og fólkið sem kaus Brexit en gerði sér ekki grein fyrir afleiðingunum.


Já en krónan var mikill orsakavaldur hrunsins ásamt slöku *íslensku* regluverki og eftirliti




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 26. Maí 2023 07:36

Tbot skrifaði:
hagur skrifaði:
fhrafnsson skrifaði:
appel skrifaði:
rapport skrifaði:Það er fátt dýrara fyrir íslenskt samfélag en að bjóða upp á ISK fyrir banka og aðra erlenda aðila til að braska með.

Ef við værum með trúverðugra efnahagskerfi þá væri líklega meira fjárfest hérna af erlendum fjárfestum.

ISK er girðing (e.hedge) sem er óhagstætt fyrir utanaðakomandi = heftir samkeppni ogskapar ójöfnuð.

Efnahagslegur raunveruleiki breytist ekkert við upptöku evru.
En það sem gerist er að allar þessar evrur sem eru innanlands munu leita til útlanda, og lítið verður um evrur í landinu sökum þess. Hvaðan koma þessar evrur? Jú við seljum til útlanda og fáum evrur þaðan. En ef við kaupum jafn harðan allt frá útlöndum þá verður lítið eftir í landinu. Innanlandshagkerfið mun bara hrynja, 30-40% atvinnuleysi og volæði og byltingar.


Gætirðu útskýrt þetta nánar? Hvernig myndi upptaka evru hér á landi valda 30-40% atvinnuleysi og byltingu?

Finnst engum athyglisvert að líkja Íslandi við Grikkland í stað nágrannalanda í norður Evrópu? Er einhver ástæða fyrir því að Grikkland verður fyrir valinu en ekki lönd sem eru svipuð okkur menningarlega?


Væntanlega bara af því að fyrir þá sem halda því fram að allt fari í kalda kol við að ganga í ESB, þá hentar Grikkland ágætlega sem dæmi, frekar en lönd þar sem allt er í lukkunnar velstandi, eða því sem næst.


Vegna þess að við inngöngu í Evrópusambandið, hverfa yfirráð okkar yfir einni grunnstoðum efnahagslífs okkar.

Þ.e. fiskimiðin.
Þess vegna er miðað við Grikkland þar sem allt of mikið er treyst á túrista.

Ekki reyna að koma með það bull við höldum yfirráðum yfir fiskveiðum.
Hátt settir embættismenn hjá EU hafa gefið það út að það er einungis hægt að fá undanþágu frá reglum EU í mjög skamman tíma.


Það er nú ekki eins og að við höfum yfirráð yfir þessum fisk í dag. Þetta fer allt í vasann á Samherja :thumbsd



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf rapport » Fös 26. Maí 2023 08:30

Hizzman skrifaði:
GullMoli skrifaði:
Ágætis útskýring á þessu, þetta er eitthvað sem fólk gerir sér ekki grein fyrir. Ein af ástæðum þess að Ísland jafnaði sig ágætlega eftir hrunið var hversu hagstætt það var fyrir útlendinga að koma hingað vegna gengis krónunnar.

Ég hugsa að ef Evran yrði tekin upp eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu, þá myndi þetta enda eins og fólkið sem kaus Brexit en gerði sér ekki grein fyrir afleiðingunum.


Já en krónan var mikill orsakavaldur hrunsins ásamt slöku *íslensku* regluverki og eftirliti


Tek undir með Hizzman hér.

Lágt gengi er í raun almennur afsláttur af öllu sem framleitt er á Íslandi.

Ef evra yrði tekin upp þá mundu sú framleiðsla sem er ofmetin þurfa að lækka sín verð til að vera samkeppnishæf og þá mundi það ekki bitna á öllum í landinu lágu gengi og verðbólgu.

s.s. Ísland gerir sig samkeppnishæft með "forræðsihyggju" þar sem gengi gjaldmiðilsins er látið sveiflast og valda öllu samfélaginu skaða með verðbólgu.

Rétta leiðin er að einstaka fyrirtæki og framleiðendur lækki sín verð sjálfir eða taki til sínum rekstri til að vera í samkeppni.

Þetta er hugsanlega ástæðan fyrir því hvað það virðist oft lítil áhersla á rekstrarstjórnun (operations management) hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Sannarlega er erfiðara að viðhalda samkeppnishæfi og ná fram miklum ábata í rekstrarstjórnun þegar aðfangakeðjan er háð stöpulum skipaflutningum til örhagkerfis úti á miðju ballarhafi.
Síðast breytt af rapport á Fös 26. Maí 2023 08:30, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf RassiPrump » Fim 29. Jún 2023 22:43

rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er húsasmíðameistari og hef rekið verktakafyrirtæki á því sviði síðan á síðustu öld og keypt timbur fyrir tugi milljóna þannig að ég stend við fyrri fullyrðingu, nema 500% var vanáætlun. Húsasmiðjan er þekkt fyrir að hækka verð án þess að minnst á það og lækka svo aftur og æða með það í fjölmiðla. Þið getið treyst því að þetta fyrirtæki er ekki Hrói höttur.


Ég var birgðastjóri Húsasmiðjunnar um tíma og var því beinn þátttakandi í að ákveða "beitur" og tilboð, ég get staðfest að þetta er kjaftæði. Að hækka verð til að lækka það aftur er svo dýrt spaug fyrir fyrirtæki að þau taka ekki sénsinn að fá sektirnar og fréttirnar.

Þá var ég stöðugt að vinna í að skammast yfir því að verð á vörum væri ekki hækkað fyrr en í óefni væri komið... og það eru líklega þessi dæmi um miklar hækkanir upp úr þurru því maður var stundum að finna vinsælar vörur sem verið var að selja undir kostnaðarverði.

Húsasmiðjan er með skemmtilegri vinnustöðum sem ég hef unnið hjá og ég mun alltaf elska Húsasmiðjuna, þau komu einstaklega vel fram við mig á erfiðum tímum.

En ég veit líka að mikið af fagsöluliðinu í BYKO er grenjandi sárt yfir samráðsmálinu fyrir c.a. 10 árum því að Húsasmiðjan hreinlega játaði sök og greiddi sína sekt en BYKO er búið að vera hálf siðlaust fyrir dómstólum að berjast fyrir því að komast undan sekt sem þeir sannarlega eiga skilið.



Húsasmiðjan má eiginlega bara fokka sér...
https://www.visir.is/g/20232434166d/vor ... -i-vikunni


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Fös 30. Jún 2023 00:01

RassiPrump skrifaði:
rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er húsasmíðameistari og hef rekið verktakafyrirtæki á því sviði síðan á síðustu öld og keypt timbur fyrir tugi milljóna þannig að ég stend við fyrri fullyrðingu, nema 500% var vanáætlun. Húsasmiðjan er þekkt fyrir að hækka verð án þess að minnst á það og lækka svo aftur og æða með það í fjölmiðla. Þið getið treyst því að þetta fyrirtæki er ekki Hrói höttur.


Ég var birgðastjóri Húsasmiðjunnar um tíma og var því beinn þátttakandi í að ákveða "beitur" og tilboð, ég get staðfest að þetta er kjaftæði. Að hækka verð til að lækka það aftur er svo dýrt spaug fyrir fyrirtæki að þau taka ekki sénsinn að fá sektirnar og fréttirnar.

Þá var ég stöðugt að vinna í að skammast yfir því að verð á vörum væri ekki hækkað fyrr en í óefni væri komið... og það eru líklega þessi dæmi um miklar hækkanir upp úr þurru því maður var stundum að finna vinsælar vörur sem verið var að selja undir kostnaðarverði.

Húsasmiðjan er með skemmtilegri vinnustöðum sem ég hef unnið hjá og ég mun alltaf elska Húsasmiðjuna, þau komu einstaklega vel fram við mig á erfiðum tímum.

En ég veit líka að mikið af fagsöluliðinu í BYKO er grenjandi sárt yfir samráðsmálinu fyrir c.a. 10 árum því að Húsasmiðjan hreinlega játaði sök og greiddi sína sekt en BYKO er búið að vera hálf siðlaust fyrir dómstólum að berjast fyrir því að komast undan sekt sem þeir sannarlega eiga skilið.



Húsasmiðjan má eiginlega bara fokka sér...
https://www.visir.is/g/20232434166d/vor ... -i-vikunni


Þetta staðfestir það sem ég sagði áður og hef upplifað óteljandi sinnum á eigin skinni sama hvaða „skoðun“ rapport eða aðrir kunna að hafa.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf rapport » Fös 30. Jún 2023 00:06

Þetta ætla ég ekki að reyna að afsaka, ég varð aldrei vitni að svona þegar ég vann þarna 2017-2018.

Elska Húsó fyrir annað en verðið en þetta er sannarlega mjög slæmt og lélegir viðskiptahættir ef þetta er raunin.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 01. Júl 2023 12:30

Loksins jákvæðar fréttir :)
Tólf mánaða verðbólga mæl­ist nú 8,9% og minnk­ar frá maí­mánuði þegar verðbólg­an mæld­ist 9,5%.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/06/28/verdbolgan_minnkar/

Sjáum hvað setur, vona innilega að seðlabankinn verði búinn að lækaa stýrivextina eitthvað fyrir sept 2024 þegar ég þarf að endurfjármagna.


Just do IT
  √

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Daz » Lau 01. Júl 2023 13:13

Hjaltiatla skrifaði:Loksins jákvæðar fréttir :)
Tólf mánaða verðbólga mæl­ist nú 8,9% og minnk­ar frá maí­mánuði þegar verðbólg­an mæld­ist 9,5%.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/06/28/verdbolgan_minnkar/

Sjáum hvað setur, vona innilega að seðlabankinn verði búinn að lækaa stýrivextina eitthvað fyrir sept 2024 þegar ég þarf að endurfjármagna.

Það var samt 0,89% verðbólga í júní, sem þýðir höfuðstóls hækkun upp á 267 þúsund í júní fyrir 30 miljón króna verðtryggt lán. Bara mánaðar verðbólgan í júní í fyrra var methá (1,5% minnir mig) svo ársverðbólgan "lækkar".




agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf agust1337 » Mið 23. Ágú 2023 12:16

Smá gjöf fyrir okkur frá seðlabankanum https://www.visir.is/g/20232453588d/hag ... fir-spennt

Úps sagði ég gjöf?


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 644
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 110
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf agnarkb » Mið 23. Ágú 2023 14:26

Ekki píp heyrist fra Bjarnaverndarnefnd sem eru ennþá í "sumarfríi" . Er Ísland í alvöru núna eina vestræna landið með enga hagstjórn? Sýnist það.....


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf jonfr1900 » Mið 23. Ágú 2023 14:57

Þetta er nú ljóta bullið. Ýta öllum í verðtryggð lán sem framleiða peninga í hagkerfið, þar sem þessir peningar standa ekki undir neinu og eru síðan hissa á því að verðbólgan sé orðin stjórnlaus á Íslandi.

Gætu þurft að hækka vexti meira (mbl.is)



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Mið 23. Ágú 2023 16:37

agnarkb skrifaði:Ekki píp heyrist fra Bjarnaverndarnefnd sem eru ennþá í "sumarfríi" . Er Ísland í alvöru núna eina vestræna landið með enga hagstjórn? Sýnist það.....

Er það ekki búið að vera þannig síðan við rændum völdum árið 1944? :face




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 644
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 110
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf agnarkb » Mið 23. Ágú 2023 18:05

GuðjónR skrifaði:
agnarkb skrifaði:Ekki píp heyrist fra Bjarnaverndarnefnd sem eru ennþá í "sumarfríi" . Er Ísland í alvöru núna eina vestræna landið með enga hagstjórn? Sýnist það.....

Er það ekki búið að vera þannig síðan við rændum völdum árið 1944? :face


Tjah...jú kannski.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hizzman » Mið 23. Ágú 2023 19:49

Skemmtileg tilviljun að þessir háu vextir eru einnig berandi 22% fjármagnstekjuskatt.
Síðast breytt af Hizzman á Mið 23. Ágú 2023 19:49, breytt samtals 1 sinni.