Óheiðarlegur verktaki

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf izelord » Sun 06. Mar 2022 20:21

Sælir

Sumir af okkur eldri meðlimum höfum líklega nýtt okkur verktaka, pípara, smiði ofl. í hin og þessi verk. Og sumir okkar hafa kannski fussað yfir reikningnum, kannski gert athugasemdir og ég er þar ekki undanskilinn. Oftast er það á misskilningi byggt, vegna lélegrar verklýsingar og þess háttar.

Núna er ég aftur á móti að lenda í einum sem er að svindla á mér. Þetta er ekki eins og þetta að ofan, heldur er þetta svo langt yfir strikið að ég er eiginlega bara impressed að hann skuli halda þessu til streytu. Ég ætla mér nú ekki að fara nákvæmlega yfir þetta heldur snýst þetta um verk í tímakaupi þar sem viðkomandi er að rukka um rúmlega tvöfalt fleiri tíma en voru unnir.

Það er enginn formlegur verksamningur utan við tölvupóst samskipti þar sem ég samþykki tímakaup og upphaf verksins.

Þegar viðkomandi hefur verið inntur eftir útskýringum á þessum auka tímum hefur svarið verið "snúningar, sækning á efni, förgun á efni, málning efnis utan verkstaðs ofl". Við erum að tala um 20 klukkustundir á 4 daga tímabili.

Ég reyndi að leysa málið með því að koma á móts við viðkomandi á sanngjarnan hátt að mínu mati, jafnvel þótt ég væri með óbragð í munninum vegna óheiðarleikans. Greiddi ég viðkomandi hluta af reikningnum og bað um að fá breyttan reikning.

Nú er komin krafa á mig vegna eftirstöðva og mun hún auðvitað aldrei verða greidd.

Spyr ég því ykkur verktaka og lögfróða hér á síðunni, hvað hefur maðurinn í höndunum til að halda málinu áfram. Má búast við að svona fari í lögfræði innheimtu eða álíka? Ég er svo óendanlega ekki að nenna þessu.
Að sama skapi, hvernig stend ég gagnvart því að fá vsk endurgreiðslu vegna vinnunar, hafandi rangan reikning frá vikðomandi?




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 06. Mar 2022 20:27

Satt best að segja ertu því miður í veikri stöðu. Það er ömurlegt að lenda í óheiðarlegum verktaka en lög og dómaframkvæmd á Íslandi eru á þann veg að oftast hefur verktakinn þig "by the balls". Ég sting upp á að þú leitir fyrst til Neytendasamtakanna um aðstoð.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Sun 06. Mar 2022 20:28, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf izelord » Sun 06. Mar 2022 20:44

Sinnumtveir skrifaði:Satt best að segja ertu því miður í veikri stöðu. Það er ömurlegt að lenda í óheiðarlegum verktaka en lög og dómaframkvæmd á Íslandi eru á þann veg að oftast hefur verktakinn þig "by the balls". Ég sting upp á að þú leitir fyrst til Neytendasamtakanna um aðstoð.


En væntanlega hvílir sönnunarbyrði á viðkomandi að hafa unnið þessa tíma?




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Dúlli » Sun 06. Mar 2022 21:39

Vantar talsvert meiri upplýsingar hér, hvað var gert ? það getur alveg vel verið rétt hjá vertakanum, oft fer mikil vinna fram á verkstæði og í undirbúningi.

Ég sem verktaki þoli ekki verkkaupa sem eru á skeiðklukkunni og hún er eingöngu í gangi meðan verkkaupi sér mann.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf jonfr1900 » Sun 06. Mar 2022 21:52

Tölvupósturinn er skriflegur samningur. Væntanlega gilda þessi lög (lög um samningsgerð) frekar en lög um neytendasamninga.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/1936007.html




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 06. Mar 2022 22:19

Dúlli skrifaði:Vantar talsvert meiri upplýsingar hér, hvað var gert ? það getur alveg vel verið rétt hjá vertakanum, oft fer mikil vinna fram á verkstæði og í undirbúningi.

Ég sem verktaki þoli ekki verkkaupa sem eru á skeiðklukkunni og hún er eingöngu í gangi meðan verkkaupi sér mann.


Þetta er líka rétt. Stundum er raunin sú að verkkaupi er svíðingur. Ég er þó ekki á nokkurn hátt að gefa í skyn að svo sé í því tilviki sem hér er rætt um. En í íslenskum rétti er verktakinn sá sem sterkari stöðuna hefur ef en aðeins ef hann nennir að sækja þann rétt. Fyrir nokkra tíma til eða frá, spurning, ...
Síðast breytt af Sinnumtveir á Sun 06. Mar 2022 22:21, breytt samtals 1 sinni.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Dúlli » Sun 06. Mar 2022 22:45

Sinnumtveir skrifaði:
Dúlli skrifaði:Vantar talsvert meiri upplýsingar hér, hvað var gert ? það getur alveg vel verið rétt hjá vertakanum, oft fer mikil vinna fram á verkstæði og í undirbúningi.

Ég sem verktaki þoli ekki verkkaupa sem eru á skeiðklukkunni og hún er eingöngu í gangi meðan verkkaupi sér mann.


Þetta er líka rétt. Stundum er raunin sú að verkkaupi er svíðingur. Ég er þó ekki á nokkurn hátt að gefa í skyn að svo sé í því tilviki sem hér er rætt um. En í íslenskum rétti er verktakinn sá sem sterkari stöðuna hefur ef en aðeins ef hann nennir að sækja þann rétt. Fyrir nokkra tíma til eða frá, spurning, ...


Nkl, ómögulegt að koma með afstöðu hér.

Þetta endar í raun þannig að þetta fer í innheimtu og verktakinn gleymir þessu þá, með verkkaupinn fer á vanskilaskrá og fær verra lánstraust.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 07. Mar 2022 00:06

Dúlli skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
Dúlli skrifaði:Vantar talsvert meiri upplýsingar hér, hvað var gert ? það getur alveg vel verið rétt hjá vertakanum, oft fer mikil vinna fram á verkstæði og í undirbúningi.

Ég sem verktaki þoli ekki verkkaupa sem eru á skeiðklukkunni og hún er eingöngu í gangi meðan verkkaupi sér mann.


Þetta er líka rétt. Stundum er raunin sú að verkkaupi er svíðingur. Ég er þó ekki á nokkurn hátt að gefa í skyn að svo sé í því tilviki sem hér er rætt um. En í íslenskum rétti er verktakinn sá sem sterkari stöðuna hefur ef en aðeins ef hann nennir að sækja þann rétt. Fyrir nokkra tíma til eða frá, spurning, ...


Nkl, ómögulegt að koma með afstöðu hér.

Þetta endar í raun þannig að þetta fer í innheimtu og verktakinn gleymir þessu þá, með verkkaupinn fer á vanskilaskrá og fær verra lánstraust.


Verktakinn getur sótt málið fyrir dómi og mun í 90% tilfella vinna málið. Það er ekki víst að verktakinn nenni því en ég þekki að sumir nenna því.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 07. Mar 2022 00:09

izelord skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:Satt best að segja ertu því miður í veikri stöðu. Það er ömurlegt að lenda í óheiðarlegum verktaka en lög og dómaframkvæmd á Íslandi eru á þann veg að oftast hefur verktakinn þig "by the balls". Ég sting upp á að þú leitir fyrst til Neytendasamtakanna um aðstoð.


En væntanlega hvílir sönnunarbyrði á viðkomandi að hafa unnið þessa tíma?


Eiginlega ekki. Það er meira svona að verkkaupin þarf að sanna að verktakinn hafi svindlað. Það er ekki létt verk, ekki einu sinni þó verktakinn hafi svindlað.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Mán 07. Mar 2022 00:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf rapport » Mán 07. Mar 2022 09:16

Ég mundi fara með þetta strax til kærunefndar lausafjár og þjónustukaupa - https://kvth.is/#/

Það er farvegurinn sem ég ráðlegg öllum að fara með allar sínar kvartanir um óheiðarleg viðskipti.

Hræódýrt og málefnalegir úrskurðir sem oftast er ekki hnekkt fyrir dómi, líka nokkur hröð málsmeðferð.

Það skiptir eins og alltaf miklu máli að afhenda þeim eins mikið af gögnum og hægt er svo þau hafi sem mest til að byggja sína ákvörðun á.

Dæmi um úrskurð þar sem féll verktaka í vil - https://kvth.is/servlet/MediaServlet/?w ... ileId=2338

En það er rökstutt helvíti vel og þú gætir þá metið þínar aðstæður.
Síðast breytt af rapport á Mán 07. Mar 2022 09:20, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf worghal » Mán 07. Mar 2022 09:32

ég er eiginlega skít hræddur við að þurfa að kaupa vinnu af verktaka, ég heyri allt of oft að verktaki sé að rukka allt of mikið og af ástæðu lausu.
félagi minn keypti sér íbúð og þurfti að fá mann til að laga til í baðherberginu, annar vinur okkar er pípari svo það var engin lagnavinna til hins verktakans, en þessi verktaki ætlaði að rukka hann um 900þ fyrir að flísaleggja gólf og upp hálfann vegg á frekar litlu baðherbergi.
svo þegar félagi minn fór að spurjast um hitt og þetta þá allt í einu lækkaði reikningurinn um 300þ.
þetta er klikkun!


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf izelord » Mán 07. Mar 2022 10:02

Takk fyrir góð svör, er búinn að leita til NS og ætla að skoða kærunefndina.

Í mínum huga er enginn vafi um þetta og þetta er ekki spurning um nokkra tíma til eða frá. Sem dæmi þá var eitt verkið að losa gluggalista og kítta meðfram glerjum. Einnig að pulsa og kítta undir gluggann. Í þessu tilviki er efnið skrúfur og kítti, sem lá reyndar alveg fyrir að þyrfti. Viðkomandi var á staðnum í 3 tíma og ég gef honum 1 klst í efniskaup/snúninga, samtals 4 klst. Engin vinna utan verkstaðs, enda voru gluggalistarnir bara losaðir og settir aftur á. Hann rukkaði 10 klst.

Ég þráspurði hann hvað í ósköpunum hann var að gera í 6 klst sem ég ætti að greiða honum fyrir og eina svarið var að það þurfti að sækja efni og hitt og þetta og snúast og fara og kaupa og snúast...semsagt ekkert svar.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf brain » Mán 07. Mar 2022 10:29

Finnst að fólk eigi alltaf að gera skriflegt samkomulag um svona verk.
Má hafa klausu um auka ef eitthvað óvænt kemur upp.

Hægt að rífa blaðið þegar verkið er búið, ef greiða á svart.




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Peacock12 » Mán 07. Mar 2022 11:36

Ég myndi hringja í fagfélag mannsins. Ef þetta er húsasmiður þá sennilega meistarafélag húsasmiðameistara. Þeir ættu að þekkja ferlið við svona ágreining. Mjög líklega þarftu að greiða fyrir að smiður kemur og metur verkið, en þá áttu hugsanlega kröfu á að verktakinn greiði amk hluta þess kostnaðar ef matsmaðurinn er þér hliðhollur.

Innheimtuferlið er þetta:
Hann býr til kröfu sem er í banka. Eftir ákveðin frest getur hann sent hana í innheimtu. Það sem skiptir máli fyrir þig er að mótmæla með rökum hverju sinni þegar þú færð bréf eða hringingu. Ef hringt þá biður þú um póstfang og sendir staðfestingu á símtalinu og rökin fyrir hvers vegna er ekki greitt.
Ég myndi senda verktakanum tölvupóst eða sms þar sem þú útskýrir þitt sjónarmið og býður lausn – t.d. að greiða 60% eða helming af því sem er útistandandi. EKKI greiða NEITT nema krafan sé dottinn út og nýr reikningur upp á endanlega upphæð er komin til þín. Skráðu á greiðsluna „lokagreiðsla samkvæmt samkomulagi“.
Lykillinn af þessu er að hafa rekjanlega sögu sem sýnir að það er ágreiningur.

Þú getur jafnvel stofnað sér bankareikning þar sem þú setur mismuninn inná og vísað til að það vanti ekki greiðslugetu. Þetta gæti skipt máli svo að innheimtufyrirtækið getur ekki sett þig á vanskilaskrá (stundum er þetta skilyrtur reikningur hjá lögfræðingnum eða innheimtufyrirtækinu þar sem þeir mega EKKI láta kröfuhafa fá fyrr en er komið samkomulag).

Ef hann heldur þessu til streitu þá fer þetta í lögfræðing. Þá kemur rekjanleikinn að gagni. Flest mál eru töpuð vegna sinnuleysi og skort á rökum.

Svo er það spurning hvort þú hreint og beint nennir að standa í svona.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Viktor » Þri 08. Mar 2022 07:34

jonfr1900 skrifaði:Tölvupósturinn er skriflegur samningur. Væntanlega gilda þessi lög (lög um samningsgerð) frekar en lög um neytendasamninga.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/1936007.html


Held þú sért eitthvað að ruglast

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000042.html


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf codemasterbleep » Þri 08. Mar 2022 10:53

Peacock12 skrifaði:
Innheimtuferlið er þetta:
Hann býr til kröfu sem er í banka. Eftir ákveðin frest getur hann sent hana í innheimtu. Það sem skiptir máli fyrir þig er að mótmæla með rökum hverju sinni þegar þú færð bréf eða hringingu. Ef hringt þá biður þú um póstfang og sendir staðfestingu á símtalinu og rökin fyrir hvers vegna er ekki greitt.


Myndi bara undirstrika þetta við alla sem fá hótunarbréf frá innheimtufyrirtækjum. Ef krafa er innistæðulaus þá er ólöglegt að innheimta kröfuna. Innheimtufyrirtækið mun hafa varann á gagnvart því sérstaka máli og mögulega ekki grípa til aðgerða sem geta skaðað þau. Sérstaklega ef þið segið þeim að "í samráði við lögfræðing minn" munið þið íhuga að leita réttar ykkar gagnvart þeim.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf vesley » Þri 08. Mar 2022 12:16

Nú er erfitt að dæma hve óheiðarlegur tiltekinn verktaki getur verið.

Var hann búinn að koma áður en verkið hófst og taka út verkefnið og tilheyrandi, þar gæti legið 1klst í það minnsta.
Vitum ekkert hvað hann var að gera fyrir þig og hvort það þurfti að stoppa á einum stað að sækja efni eða fimm og hvort það var út um allan bæ sem dæmi. Allt er þetta vinnutími sem rukkað er fyrir.
Þar sem þetta snýst um 10klst vs 20klst. Tekur þú saman að hann hafi verið 10klst á staðnum og spurning hvar restin liggur.
Miðað við þetta þá ofrukkar hann þig ekki um 10 klst heldur einhvað minna en það.




Mondieu
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 24. Apr 2017 00:19
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Mondieu » Þri 08. Mar 2022 12:21

Ég hef þurft að nýta mér vinnu rafvirkja og pípara nýlega. Í hvert skipti áður en framkvæmdir hefjast þá lýsi ég því sem þarf að vinna nákvæmlega, sendi viðkomandi jafnvel myndir eða fæ viðkomandi heim til mín að kíkja á aðstæður. Síðan bið ég um áætlað verðmat á þessum framkvæmdum. Auðvitað getur það verið svolítið rúmt því það geta komið upp á óvæntir hnökrar við verkið. Ef þú gerir þetta þá ertu a.m.k. kominn með ákveðið viðmið um áætlaðan kostnað. Þetta ætti að minnka líkur á því að kostnaðurinn við verkið komi þér mjög á óvart. Ég hef a.m.k. ekki lent enn í því að fá reikning sem er mikið dýrari en það sem um var rætt fyrir fram.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf KristinnK » Þri 08. Mar 2022 13:14

rapport skrifaði:Dæmi um úrskurð þar sem féll verktaka í vil - https://kvth.is/servlet/MediaServlet/?w ... ileId=2338

En það er rökstutt helvíti vel og þú gætir þá metið þínar aðstæður.


Hérna féllst ágreiningurinn í því að verkkaupinn skilji ekki hið augljósa að ,,tímagjald" vísar í gjald fyrir hverja unna klukkustund eins starfsmanns, og að ef verktaki álíti verkið best unnið með tvemur mönnum á staðnum þá ,,tvöfaldast" tímagjaldið.

Nema upphafsmaður þessa innleggs sé svona vitlaus þá er þessi úrskurður ekki mjög gagnlegur til að átta sig á sínu máli.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf jonfr1900 » Þri 08. Mar 2022 15:39

Viktor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Tölvupósturinn er skriflegur samningur. Væntanlega gilda þessi lög (lög um samningsgerð) frekar en lög um neytendasamninga.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/1936007.html


Held þú sért eitthvað að ruglast

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000042.html


Það gæti verið að þetta falli undir bæði þessi lög. Ég er ekki viss en það eru einhverjir dómar um svona svipuð mál sem hafa skorið út um þetta.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Tbot » Þri 08. Mar 2022 15:55

Hérna er verið að tala um tvo ólíka hluti,

Tilboð eða verð miðað við grófa áætlun á móti vinnu á tímagjaldi.

Einhver hættulegasti gjörningur sem hægt er að gera er að semja um verk í tímagjaldi. Nema aðilar þekkist mjög vel / mjög góð reynsla að þessum aðila.
Það sem gerist hjá flestum sem vinna eftir tímagjaldi er að þeir reyna að fylla daginn með því að skrifa tímana sem upp á vantar í tímagjaldsverkið.

Þetta lyktar því miður af því, það er alveg klárt að í upphafi vissi viðkomandi hvað verkið tæki langan tíma, jú með smá tíma til viðbótar vegna einhvers óvænts.
10 tímar vegna útréttinga og fleira. Það er vel í lagt.
Á ansi mörgum stöðum getur þú hringt inn pantanir og þær séu tilbúnar þegar komið er að ná í þær.



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf izelord » Þri 08. Mar 2022 20:58

vesley skrifaði:Nú er erfitt að dæma hve óheiðarlegur tiltekinn verktaki getur verið.

Var hann búinn að koma áður en verkið hófst og taka út verkefnið og tilheyrandi, þar gæti legið 1klst í það minnsta.
Vitum ekkert hvað hann var að gera fyrir þig og hvort það þurfti að stoppa á einum stað að sækja efni eða fimm og hvort það var út um allan bæ sem dæmi. Allt er þetta vinnutími sem rukkað er fyrir.
Þar sem þetta snýst um 10klst vs 20klst. Tekur þú saman að hann hafi verið 10klst á staðnum og spurning hvar restin liggur.
Miðað við þetta þá ofrukkar hann þig ekki um 10 klst heldur einhvað minna en það.



Í dæminu hjá mér þá vissi hann hvað hann þyrfti, sem var skrúfupakki og nokkrar túpur af kítti sem hann keypti á leiðinni, og reiknaði ég þann tíma inn í þessa 4 tíma. Hann gæti jú hafa ákveðið að sækja 10 skrúfur í einu á nokkrum stöðum víðsvegar á Reykjanesinu...en 6 tímar er ansi mikið rugl.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Dúlli » Þri 08. Mar 2022 21:21

izelord skrifaði:Takk fyrir góð svör, er búinn að leita til NS og ætla að skoða kærunefndina.

Í mínum huga er enginn vafi um þetta og þetta er ekki spurning um nokkra tíma til eða frá. Sem dæmi þá var eitt verkið að losa gluggalista og kítta meðfram glerjum. Einnig að pulsa og kítta undir gluggann. Í þessu tilviki er efnið skrúfur og kítti, sem lá reyndar alveg fyrir að þyrfti. Viðkomandi var á staðnum í 3 tíma og ég gef honum 1 klst í efniskaup/snúninga, samtals 4 klst. Engin vinna utan verkstaðs, enda voru gluggalistarnir bara losaðir og settir aftur á. Hann rukkaði 10 klst.

Ég þráspurði hann hvað í ósköpunum hann var að gera í 6 klst sem ég ætti að greiða honum fyrir og eina svarið var að það þurfti að sækja efni og hitt og þetta og snúast og fara og kaupa og snúast...semsagt ekkert svar.


Skil þig, láttu hann senda þér sundurliðun, þú sem neytandi átt rétt á sundurliðun sem lýsir í grófum dráttum í hvað tímarnir fyóru.

Ef þetta er eins og þú lýsir þessu þá er þetta því miður vitleysingur.

Þetta getur verið ömurlegt, er sjálfur iðnaðarmaður og það eru því miður allt of margir svartir sauðir á markaðinum.




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Peacock12 » Mið 09. Mar 2022 09:24

Annars heyrði ég sanna sögu frá vini mínum.
Hann var með lögfræðing til að reka fyrir sig mál. Að máli loknu fékk hann reikning upp á 10 tíma. Honum fannst það frekar mikið, þannig að hann bað um sundurliðun. Stuttu seinna fékk hann nýjan reikning upp á 11 tíma. Hver tími með skýringu. Sá síðasti og ellefti: Reikningur sundurliðaður að beiðni verkkaupa…

Vinur minn bara borgaði…




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Óheiðarlegur verktaki

Pósturaf Dúlli » Mið 09. Mar 2022 14:48

Peacock12 skrifaði:Annars heyrði ég sanna sögu frá vini mínum.
Hann var með lögfræðing til að reka fyrir sig mál. Að máli loknu fékk hann reikning upp á 10 tíma. Honum fannst það frekar mikið, þannig að hann bað um sundurliðun. Stuttu seinna fékk hann nýjan reikning upp á 11 tíma. Hver tími með skýringu. Sá síðasti og ellefti: Reikningur sundurliðaður að beiðni verkkaupa…

Vinur minn bara borgaði…


Það er reyndar galið, verkkaupi á alltaf rétt á sundurliðuðum reikning, það á að vera í verðinu svo að reikningurinn sé talinn löglegur