Hvað er kynningabréf?

Allt utan efnis
Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 14. Nóv 2021 20:39

Held að aðalatriðið sé að ef það eru lögð verkefni fyrir umsækjanda að ferlið er skýrt og það komi fram í atvinnuauglýsingu.
Fór í atvinnuviðtal hjá Amazon fyrir ekki svo löngu síðan og maður gat alveg undirbúið sig fyrir viðtalið ,maður fékk ekki einhverjar random spurningar.

https://www.amazon.jobs/en/landing_pages/interviewing-at-amazon
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 14. Nóv 2021 20:41, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Njall_L » Sun 14. Nóv 2021 20:41

Skemmtilegur þráður og pælingar með svona ráðningarferli. Til að stela honum aðeins hef ég spurningu til ykkar sem sitjið oftar ráðningarmegin við borðið. Hvað getur umsækjandi gert til að vekja athygli á sér (á jákvæðan hátt) umfram aðra og hvað er það helsta sem þið leytið að á ferilskrám?


Löglegt WinRAR leyfi


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Klemmi » Sun 14. Nóv 2021 22:26

dadik skrifaði:Heimaverkefni eru vonlaus. Þú hefur enga tryggingu fyrir því að viðkomandi vinni verkefnið sjálfur. Það er fullt af liði á fiverr.com sem er reiðubúið að gera svona fyrir þig. En hver myndi vera svona vitlaus að láta einhvern annan vinna verkefnið fyrir sig, fá svo vinnuna og vita svo ekkert um hvað vinnan snýst. Jú, við lentum í svoleiðis tilfelli líka. Maður sem sendi okkur CV. Tikkaði í öll boxin, leit allt vel út þannig að hann var ráðinn. Svo mætir hann og fær eitthvað verkefni, minnir að hann hafi átt að gera einhverjar skýrslur. Einhver sem sat við hliðina á honum fannst þetta eitthvað skrítið, hann var bara að skoða einhverja hluti en ekkert að vinna í skýrslunum. Þannig að hann er spurður, veistu eitthvað hvað þú ert að gera? Svarið var nei, hann ætlaði bara að komast í vinnuna og reyna að redda sér einhvernvegin, sem gekk augljóslega ekki í þessu tilfelli.


Tjah, þarna ertu einfaldlega með einhvern siðlausan einstakling, og hefðir ekkert verið mikið betur settur með hann í vinnu þó svo að hann hefði vitað hvað hann væri að gera.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf rapport » Mán 15. Nóv 2021 14:27

Njall_L skrifaði:Skemmtilegur þráður og pælingar með svona ráðningarferli. Til að stela honum aðeins hef ég spurningu til ykkar sem sitjið oftar ráðningarmegin við borðið. Hvað getur umsækjandi gert til að vekja athygli á sér (á jákvæðan hátt) umfram aðra og hvað er það helsta sem þið leytið að á ferilskrám?


Hjá Opinberum aðila:

1) Að öllum kröfum í auglýsingu sé mætt, eftir það er "hæfi" tékk, í raun finnst er rangt að segja að einhver sé "hæfari" út frá prófgráðum umfram kröfur.

2) Reynsla finnst mér skipta máli og að fólk sé stolt af því sem það hefur gert, það þýðir yfirleitt að það hefur lagt sig 100% fram. Mér finnst alltaf spennandi að lesa um hvaða verkefni fólk hefur unnið eða komið að og spyr svo um þau í viðtalinu og kanna þá hversu "invested" þau voru. Að tiltaka verkefni á ferilskrá sem það rétt snerti á er fráhrindandi = skreyta sig með stolnum fjöðrum.

3) Í UT þá er möst að kunna á Word ef þú notað það fyrir CV. Hef séð geggjuð CV sem sett eru nánast upp í notepad en líka CV sem spara pláss með því að hafa tímalínur á spássíu og alskonar. Sjálfur þá notaði ég seinast bara CV maker (minnir mig) ókeypis úgáfuna, vistaði sem HTML og editaði svo að vild og útbjó PDF til að senda.

4) Ég er linka sjálfur í Linkedin prófílinn minn en verðö að játa að ég er feiminn við að fara inn á prófílinn hjá öðrum þegar ég er að ráða því ég vil ekki að það sjáist að ég hafi skoðað hann, allar upplýsingar VERÐA að vera í umsókninni hjá hinu opinbera.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf jonfr1900 » Mán 15. Nóv 2021 21:54

dadik skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þegar fyrirtæki eru farin að vera með kerfi sem hafa þann tilgang til þess að koma í veg fyrir að fólk fái störf. Þá er eitthvað mikið að. Kynningarbréf og önnur svona ferli hafa þann eina tilgang að koma í veg fyrir að umsóknir 95% þeirra sem sækja um starfið fái það. Alveg óháð því hvort að viðkomandi er hæfur í starfið eða ekki.

Bréf segir ekkert til um hæfileika viðkomandi. Það er hægt að falsa allt saman og hæfni ræðst ekki á einu atriði í ferlisumsókninni. Kapítalisminn eins og hann er í dag er orðinn ruglaður.

Það þýðir lítið leita af neikvæðum áhrifum þessa kerfis á internetinu ennþá. Það eru allir svo fastir í þessu kerfi að fólk sér ekki hvernig þetta kerfi er að fara með það. Það verða nokkrir áratugir þangað til að það mun koma í ljós.

Ég vona að Fennimar002 fái vinnu í kerfi sem vinnur skipulega á móti honum.


Æ, þetta er nú meira ruglið í þér drengur. Ertu virkilega að halda því fram að fyrirtæki séu að auglýsa stöður til að koma svo í veg fyrir að fólk sé ráðið? Þetta meikar ekkert sens hjá þér.

Eins og GullMoli bendir á, ef það eru 100 umsækjendur um eitt starf gefur auga leið að það er bara einn ráðinn. Hvað ertu að leggja til, að allir séu ráðnir? Af hverju ætti svo fyrirtækið að ráða einhvern sem er vitað að er ekki hæfur í starfið? Þú ert farinn að gera fólkinu sem starfar við ráðningar upp einhverjar annarlegar kenndir.

Það er hægt að falsa allskonar bréf já en til þess eru ráðningarviðtölin, til að skoða hvort að þekking viðkomandi passi við það sem stendur í ferilsskránni.

Hvernig hefur þér annars gengið í ráðningarviðtölum?


Ég skal segja þér það þegar ég er búinn að stofna fyrirtæki og ráða 5000 manns í vinnu.



Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 329
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Fennimar002 » Mán 29. Nóv 2021 11:04

Fennimar002 skrifaði:Oft koma upp auglýsingar sem þurfa kynningabréf þegar sótt er um starf.
Hvað þarf að koma fram og hvernig er það uppsett? Þarf að nefna fyrirtækin í bréfinu?

Fyrirfram þakkir :D


Smá followup spurning á original postinu. Þegar ekki kemur fram hver fer yfir umsóknirnar eða slíkt í auglýsingum. Hvað á þá að setja í staðinn þar sem nafn framkvæmdastjórans eða annað í kynningabréfinu?


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Pandemic » Mán 29. Nóv 2021 11:15

Ég get ímyndað mér að þessi aukning á að fyrirtæki biðji um kynningarbréf sé til þess að minnka magnið af bótasvikaumsóknum.
Ég auglýsti starf um daginn og fékk 150 umsóknir. ~95% af þeim voru umsóknir þar sem fólk hafði ekki einu sinni lesið auglýsinguna. Hringdum í ~15 manns og 10 af þeim voru að stunda bótasvik. Ef þú setur kröfu um kynningarbréf þá er hægt að henda þeim umsóknum sem það fylgir ekki.



Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 329
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Fennimar002 » Mán 29. Nóv 2021 11:36

Jáokei. Takk fyrir það.

En hvað myndi ég setja í stað fyrir nafn framkvæmdastjóra ef ég hef ekki þær upplýsingar?
https://imgur.com/a/VE4s5fy


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf dadik » Mán 29. Nóv 2021 11:41

Fennimar002 skrifaði:
Fennimar002 skrifaði:Oft koma upp auglýsingar sem þurfa kynningabréf þegar sótt er um starf.
Hvað þarf að koma fram og hvernig er það uppsett? Þarf að nefna fyrirtækin í bréfinu?

Fyrirfram þakkir :D


Smá followup spurning á original postinu. Þegar ekki kemur fram hver fer yfir umsóknirnar eða slíkt í auglýsingum. Hvað á þá að setja í staðinn þar sem nafn framkvæmdastjórans eða annað í kynningabréfinu?


Notar "Kæri/Ágæti viðtakandi" - þarft ekki að stíla þetta á ákveðinn einstakling


ps5 ¦ zephyrus G14


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Tbot » Mán 29. Nóv 2021 12:21

Koma með aðeins annan vinkil á þetta kynningarbréf.

Ef það er lesið með hlutlausum hætti, þá snýst þó nokkur hluti bréfanna um sjálfshól, sem flestu fólki er ekki eðlislægt.

Ef cv er gert á einfaldan og skýran máta þá segir það ansi mikið um viðkomandi.
Síðast breytt af Tbot á Mán 29. Nóv 2021 12:22, breytt samtals 1 sinni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Klemmi » Mán 29. Nóv 2021 12:52

Fennimar002 skrifaði:Jáokei. Takk fyrir það.

En hvað myndi ég setja í stað fyrir nafn framkvæmdastjóra ef ég hef ekki þær upplýsingar?
https://imgur.com/a/VE4s5fy


Einfaldast að taka bara út framkvæmdastjóri, og setja "Kæri viðtakandi," sem fyrstu línu í bréfinu.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf dadik » Mán 29. Nóv 2021 14:07

Tbot skrifaði:Koma með aðeins annan vinkil á þetta kynningarbréf.

Ef það er lesið með hlutlausum hætti, þá snýst þó nokkur hluti bréfanna um sjálfshól, sem flestu fólki er ekki eðlislægt.

Ef cv er gert á einfaldan og skýran máta þá segir það ansi mikið um viðkomandi.


Ef þú setur þig í spor atvinnurekandans. Auglýsir starf og færð 150 umsóknir (raunverulegt dæmi). Ef helmingurinn af umsóknunum er bara generic CV en hinn helmingurinn CV + kynningarbréf þar sem kemur fram af hverju umsækjandinn ætti að vera gott fit (og sýnir að viðkomandi hefur lesið auglýsinguna) - hvorn bunkann myndirðu fókusa á?

Þetta er ekki spurning um hvort að vel upp sett CV er nóg - þetta er líka spurning um hvað hinir sem eru lika að sækja um starfið eru að gera.


ps5 ¦ zephyrus G14


njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf njordur9000 » Mán 29. Nóv 2021 14:58

Klemmi skrifaði:
dadik skrifaði:Hún var að sækja um sem forritari. Við sendum hana upp að töflunni og báðum hana að leysa nokkur dæmi. 0. Það var ekkert sem hún gat. Ekkert.


dadik skrifaði:Finnst þér ljótt að spyrja fólk út í þá reynslu sem það segist hafa í CV? Ef þú segist kunna gagnasafnsfræði er þá óeðlilegt að spyrja þig út í þá þekkingu?

Það var enginn neyddur til að skrifa einhvern kóða, ef þú getur lýst því í orðum hvernig þú nálgast vandamálin þá er það fínt. Ef þú vilt skrifa sauðakóða upp á töflu er það fínt líka.


Það er stór munur milli þessara pósta hjá þér, þ.e. hvernig þetta hæfnismat á að hafa farið fram :)

En ég er enn þeirrar skoðunar að heimaverkefni sé umtalsvert betri leið til að kanna hæfni einstaklings, heldur en einhverjar on the spot spurningar um töflustrúktur eða reiknirit. [...]


Jeminn eini hvað ég er ósammála. Það er fátt sem lætur mig finnast meira eins og lítil virðing sé borin fyrir tíma mínum og að vera látinn hafa einhver heimaverkefni til að leysa. Ef verkefnið er of langt til að rúmast í viðtali á það að mínu mati ekki heima í ráðningarferlinu nema kannski í tæknistjóra eða annars konar yfirmannastöður og þá bara á allra seinustu stigum þegar búið er að grisja niður í mest kannski 3 umsækjendur til að sóa tíma sem fæstra. Svo mörg störf eru bara einhverjar Asp.net, NodeJS eða React apastöður og það ætti alveg að vera hægt að meta umsækjendur út frá ferilsskrá, sýniverkefnum á GitHub eða sambærilegu og svo tæknilegum spurningum í viðtölum og stuttum töfluverkefnum.

Ég skal reyndar fúslega viðurkenna að ég hafi aldrei setið ráðningarmegin borðsins en ef fyrirtækið þitt heitir ekki Google eða Apple fer ég að endurskoða umsóknina þegar beðið er um einhverra klukkustunda heimavinnu.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er kynningabréf?

Pósturaf Klemmi » Mán 29. Nóv 2021 16:10

njordur9000 skrifaði:og þá bara á allra seinustu stigum þegar búið er að grisja niður í mest kannski 3 umsækjendur til að sóa tíma sem fæstra


Það hefur líklega ekki komið fram hjá mér hér framar, en ég er að sjálfsögðu ekki að mæla með þessu sem síu fyrir alla umsækjendur, þetta á einungis við á síðustu stigum ráðningaferlis.

Væri líka algjör tímasóun fyrir fyrirtækið að fara í gegnum heimaverkefnin ef allir ættu að leysa þau...

njordur9000 skrifaði:Ég skal reyndar fúslega viðurkenna að ég hafi aldrei setið ráðningarmegin borðsins en ef fyrirtækið þitt heitir ekki Google eða Apple fer ég að endurskoða umsóknina þegar beðið er um einhverra klukkustunda heimavinnu.


Hef sjálfur prófað bæði, reyndar einungis einu sinni í hvort skipti. Heimaverkefnið fannst mér mikið áhugaverðara, og sýndi betur hvað ég hafði fram að færa, og veitti mér einnig smá innsýn inn í stöðuna sem verið var að auglýsa. Það er svo annað mál hvort að það mætti greiða mönnum fyrir að leysa svona heimaverkefni, væri líklega það sanngjarnasta í stöðunni, þar sem vissulega er á gráu svæði að fara fram á að fólk gefi vinnuna sína.

Töfluverkefni og sambærileg spot test finnst mér bara ekki sanngjarnt matstæki í forritun, og ætla ekkert að útlista það aftur að öðru leyti en að endurtaka, að það á lítið sem ekkert sameiginlegt við dagleg störf forritara.

Það er svo alveg annað mál hvort að það sé almennt þörf á öðru hvoru af þessu, eða hvort að reynsla og fyrri störf gefi nægilega góða mynd.