Vandræði með að leigja bíl

Allt utan efnis

Höfundur
tonycool9
Nörd
Póstar: 130
Skráði sig: Mið 12. Okt 2005 23:04
Reputation: 7
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vandræði með að leigja bíl

Pósturaf tonycool9 » Sun 06. Jún 2021 18:00

Hæhæ,

Kíkti með fjölskyldunni til Svíþjóðar og áttaði mig á því eftir nokkurra daga dvöl að ég gleymdi ökuskírteininu heima.

Ég er með stafrænt skírteini en mig vantar helst að fá afrit af skírteininu mínu sent í tölvupósti,vitið þið í hvaða stofnun ég get hringt til þess að redda því,Samgöngustofa? Sýslumaður?

Öll aðstoð virkilega vel þegin



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með að leigja bíl

Pósturaf appel » Sun 06. Jún 2021 18:10

Líklega samgöngustofa já.

En finnst ólíklegt að þau geti tekið "ljósmynd" af ökuskírteini sem þau hafa ekki í höndum og sent þér, þau segja bara að rafrænt ökuskírteini er það besta sem þau geta boðið upp á. Svo er ólíklegt að þau sendi svona bara eftir pöntun í símtali til hvers sem er, það eru jú til glæpamenn sem stunda það að ræna persónuupplýsingum og svona....þau hafa enga leið til að staðfesta að þetta sért þú þó þú segist vera þú.

Ef þú veist hvar ökuskírteinið er staðsett fáðu þá bara einhvern til að sækja það og taka mynd af því og senda í pósti eða álíka.
Síðast breytt af appel á Sun 06. Jún 2021 18:10, breytt samtals 1 sinni.


*-*


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með að leigja bíl

Pósturaf kjartanbj » Sun 06. Jún 2021 20:42

Stafræna skírteinið gildir heldur ekki erlendis þannig ef þú ert stoppaður þá ertu ekki með gilt skírteini meðferðis