GuðjónR skrifaði:Bjarni Ben segir þá ríku ekki eiga erindi í stjórnmál
Er Bjarni samt að segja þetta? Hér er það sem hann sagði:
Bjarni Ben skrifaði:Þetta snýst um það að þeir sem hafa efnast á Íslandi geta beitt sér í krafti auðs. Þá verður að tempra. Sama hvaðan þeir koma, sama hvaðan þeir koma. Og slíkir aðilar eiga ekki að fá að komast upp með það að fara að hafa áhrif á gang stjórnmálanna í landinu, hverjir semja lögin og um hvað þau eru. Það er kjarni málsins.
Hér kemur fram að hann vilji ekki að auðmenn geti haft:
1. áhrif á gang stjórnmála í landinu
2. áhrif á hverjir semja lögin
3. áhrif á um hvað lögin eru
Númer 2 og 3 er sjálfsagðar skoðanir enda er það hvort tveggja löggjafinn (Alþingi) sem á að semja lögin og er stjórnarskrárgjafinn (þ.e. ákveður hverjir semja lögin). Hvað fyrsta atriðið varðar held ég að við verðum að gefa Bjarna að hann eigi við að auðmenn eigi ekki að hafa áhrif á gang stjórnmála í landinu
í krafti auðs síns. Allir þátttakendur í lýðræðissamfélagi hafa tækifæri á að hafa áhrif á stjórnmálin, svo sem með þátttöku í kosningum eða með því að bjóða sig fram. Ég held að það sé mjög langsótt að Bjarni eigi hér við að auðmenn eigi ekki að hafa þessi réttindi eins og aðrir.
Sem sagt - titillinn ætti kannski að vera "Bjarni Ben segir þá ríku ekki eiga að hafa áhrif á stjórnmál í krafti auðs síns".