Sjónvarpsáskriftum fer fækkandi á Íslandi

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Sjónvarpsáskriftum fer fækkandi á Íslandi

Pósturaf jonfr1900 » Mán 17. Maí 2021 23:12

Ég var að lesa skýrslu Póst og Fjarskiptastofnun og stöðuna á íslenska fjarskiptamarkaðinum fyrir árið 2020. Þar kemur fram að áskriftum að sjónvarpsstöðvum fer fækkandi milli 2019 og 2020. Þetta er talsverð fækkun eða 4% árið 2020 og er þetta þriðja árið í röð þar sem áskriftum fækkar.

Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla PFS fyrir árið 2020 komin út (pfs.is)

Ég er svo sem að fara að flytja út frá Íslandi (væntanlega varanlega) þegar covid ástandið skánar, en ég sé ekki fram á að kaupa áskrift að sjónvarpi í framtíðinni ef það er möguleiki að forðast slíkt. Í Danmörku sýnist mér að það sé alveg mjög góður möguleiki á því, þar sem DR er í streymi þar með Android TV svipað og Rúv á Íslandi.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsáskriftum fer fækkandi á Íslandi

Pósturaf appel » Þri 18. Maí 2021 14:58

P&F er með nokkuð brenglaða mynd af sjónvarpsmarkaðnum á Íslandi því þeir mæla doldið skringilega.

Þeir mæla aðeins hefðbundna IPTV myndlykladreifingu, þ.e. þessa hefðbundnu IPTV skilgreiningu, sjónvarpsþjónustu-grunngjald yfir IPTV dreifikerfi ásamt myndlykli þar sem streymt er með multicast/rtsp straumum.

En þú getur verið í OTT þjónustu, með appi, android tv, og einnig með myndlykli sem er þá í "OTT mode" má segja, t.d. myndlykil yfir 4G net. P&F mælir ekki slíkar þjónustu, t.d. einsog Netflix, Spotify eða þvíumlíkt. Þannig að það eru margir sem eru vantaldir þarna útaf því hvað P&F skilgreinir sem sjónvarpsþjónustu eða sjónvarpsáskriftir.
Síðast breytt af appel á Þri 18. Maí 2021 15:00, breytt samtals 2 sinnum.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsáskriftum fer fækkandi á Íslandi

Pósturaf urban » Þri 18. Maí 2021 17:16

appel skrifaði:P&F er með nokkuð brenglaða mynd af sjónvarpsmarkaðnum á Íslandi því þeir mæla doldið skringilega.

Þeir mæla aðeins hefðbundna IPTV myndlykladreifingu, þ.e. þessa hefðbundnu IPTV skilgreiningu, sjónvarpsþjónustu-grunngjald yfir IPTV dreifikerfi ásamt myndlykli þar sem streymt er með multicast/rtsp straumum.

En þú getur verið í OTT þjónustu, með appi, android tv, og einnig með myndlykli sem er þá í "OTT mode" má segja, t.d. myndlykil yfir 4G net. P&F mælir ekki slíkar þjónustu, t.d. einsog Netflix, Spotify eða þvíumlíkt. Þannig að það eru margir sem eru vantaldir þarna útaf því hvað P&F skilgreinir sem sjónvarpsþjónustu eða sjónvarpsáskriftir.


Er ég þá ekki með sjónvarpsáskrift samkvæmt P&F, horfandi á síminn sport í gegnum novatv ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsáskriftum fer fækkandi á Íslandi

Pósturaf appel » Þri 18. Maí 2021 17:32

urban skrifaði:
appel skrifaði:P&F er með nokkuð brenglaða mynd af sjónvarpsmarkaðnum á Íslandi því þeir mæla doldið skringilega.

Þeir mæla aðeins hefðbundna IPTV myndlykladreifingu, þ.e. þessa hefðbundnu IPTV skilgreiningu, sjónvarpsþjónustu-grunngjald yfir IPTV dreifikerfi ásamt myndlykli þar sem streymt er með multicast/rtsp straumum.

En þú getur verið í OTT þjónustu, með appi, android tv, og einnig með myndlykli sem er þá í "OTT mode" má segja, t.d. myndlykil yfir 4G net. P&F mælir ekki slíkar þjónustu, t.d. einsog Netflix, Spotify eða þvíumlíkt. Þannig að það eru margir sem eru vantaldir þarna útaf því hvað P&F skilgreinir sem sjónvarpsþjónustu eða sjónvarpsáskriftir.


Er ég þá ekki með sjónvarpsáskrift samkvæmt P&F, horfandi á síminn sport í gegnum novatv ?


Nei, það telst ekki.


*-*