Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Maí 2021 00:51

Ég er nýlega búinn að uppfæra í Samsung Q60T 4K UHD sjónvarp og ég fékk mér einnig Panasonic DP-UB450(EB) 4K UHD blu-ray spilara. Ég hef verið að lenda í því að þegar ég spila 4K kvikmyndir að bæði kemur fram truflun í mynd og einnig í hljóði. Þetta er ekki sjónvarpið þar sem allt sem ég streymi í 4K gerir það eðlilega. Einnig sem að DVD myndir og 1080i blu-ray kvikmyndir og þættir eru án vandamála með hljóðið og þá eru engin myndvandamál.

Ég hef verið að leita að lausn á þessu undarlega vandamáli en ég er ekki að finna neitt sem útskýrir þetta almennilega. Ég er einnig með HDMI kapal sem ræður við 8K/60Hz og 4K/120Hz en það er smá munur á HDMI köplum eftir því sem ég kemst næst (svipað og með ethernet kapla).

Ég er búinn að fara í gegnum allar stillinganar og finn lítið þar. Þetta gæti verið stilling í sjónvarpinu varðandi 4K og HDMI en ég er ekki viss nákvæmlega hvar vandamálið liggur þar sem ég finn það ekki.

Takk fyrir aðstoðina.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf upg8 » Mið 05. Maí 2021 01:07

Er blu-ray spilarinn nokkuð að ofhitna? Búinn að uppfæra firmware í honum?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Maí 2021 01:18

upg8 skrifaði:Er blu-ray spilarinn nokkuð að ofhitna? Búinn að uppfæra firmware í honum?


Það er nýjasti hugbúnaðurinn í honum og var það þegar ég keypti hann. Það er engin sérstakur hiti þegar ég snerti hann eftir spilun á kvikmynd sem er 2:30 mínútur (Avengers: Infinity War).

Ég er ekki að sjá neinar stillingar í spilaranum sem gætu valdið þessu. Spurning hvort að sjónvarpið eigi í vandræðum með að skilja spilarann rétt og því komi þetta vandamál upp.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Maí 2021 09:37

Ég fann á vefsíðu Samsung svipaðan þráð um þetta vandamál. Samkvæmt þeim þræði þá er vandamálið það að sjónvarpið ræður ekki nógu vel við afkóða hljóðið frá Blu-Ray spilaranum. Þannig að stillti blu-ray spilarann hjá mér yfir í PCM frá bitstream. Ég vona að þessi breyting leysi þetta vandamál hjá mér. Ég veit ekki afhverju þetta gerist bara með 4K kvikmyndir en ekki 1080 kvikmyndir og dvd (576p) kvikmyndir. Þetta gæti eitthvað tengst Dolby Atmos en ég fann ekki neitt almennilegt svar varðandi það atriði.

Samsung vefsíðan segir að betra sé að nota PCM ef maður er bara með hátalarana í sjónvarpinu eins og ég er. Sjá hérna.
Síðast breytt af jonfr1900 á Mið 05. Maí 2021 10:20, breytt samtals 2 sinnum.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Maí 2021 10:38

Ég er að spila Avengers: Endgame í 4K með PCM stillingum og það eru engin vandamál með hljóðið eða myndina núna.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6485
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf gnarr » Mið 05. Maí 2021 12:48

Vandamálið er líklega það að örgjörvinn í sjónvarpinu er ekki með afkóðunar vélbúnað fyrir þjappað hljóð og þarf að afkóða hljóðið í hugbúnaði. Örgjörvinn er þar af leiðandi að fá fleiri skipanir en hann ræður við og allt fer að hiksta.
Síðast breytt af gnarr á Mið 05. Maí 2021 12:49, breytt samtals 2 sinnum.


"Give what you can, take what you need."


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf Emarki » Mið 05. Maí 2021 16:57

Grunnhljóðrás á ultraHD 4k diskum er alltaf lossless, en ekki þjöppuð.

Kv. Einar



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6485
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf gnarr » Mið 05. Maí 2021 19:41

Emarki skrifaði:Grunnhljóðrás á ultraHD 4k diskum er alltaf lossless, en ekki þjöppuð.

Kv. Einar


Það er ekkert sama sem merki á milli þess að vera ekki þjappað og að vera lossless. Flest codec sem eru notuð á Blu-ray nota einhverskonar þjöppun.
Síðast breytt af gnarr á Mið 05. Maí 2021 19:44, breytt samtals 1 sinni.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Undarleg vandamál með 4K afspilun af diski

Pósturaf jonfr1900 » Fim 06. Maí 2021 00:00

gnarr skrifaði:Vandamálið er líklega það að örgjörvinn í sjónvarpinu er ekki með afkóðunar vélbúnað fyrir þjappað hljóð og þarf að afkóða hljóðið í hugbúnaði. Örgjörvinn er þar af leiðandi að fá fleiri skipanir en hann ræður við og allt fer að hiksta.


Það er örugglega málið. Ég var ekki að kaupa dýrasta Samsung sjónvarpið á markaðinum þó að það sé með 4K og DVB-S2 móttakara að auki. Þegar ég nota PCM þá sér Panasonic 4K blu-ray spilarinn um þessa vinnslu fyrir sjónvarpið.