Það er mismunandi hversu langt er síðan það gaus á þessum svæðum. Sum eldfjöll hafa ekki gosið síðustu 12.000 ár. Gott dæmi um slíkt er Hofsjökull sem hefur ekki gosið í meira en 12.000 ár. Það hafa orðið einhver smágos þar á nútíma en hvenær þau urðu er ekki vitað. Síðan er eldstöðin Kerlingafjöll sem hefur einnig ekki gosið á nútíma svo vitað sé (12.000 ár).
Hvenær gaus Hofsjökull síðast? (Vísindavefurinn)
Það gaus síðast á Hveravöllum árið 950 og er sú eldstöð hugsanlega að nálgast næsta eldgosaskeið.
Langjökull (Global Volcanism Program)
Það gaus síðast í Presthnjúkum sem tilheyra eldstöð í suðurhluta Langjökuls fyrir um 5370 árum síðan (3350 BCE)
Prestahnúkur (Global Volcanism Program).
Síðan er ekki vitað hvenær eldstöðin (
Grenidalur) sem Hveragerði stendur á gaus síðast eða eldstöðin þar sem
Geysir er. Það er nefnilega fullt af litlum en mjög virkum eldstöðum meðfram öllu rekbeltinu og þessar eldstöðvar geta byrjað nýtt virknitímabil án nokkursfyrirvara og það eru ekkert endilega öll eldgos þar róleg hraungaus.
Hérna er kort yfir allar eldstöðvar á Íslandi.
Það þarf ekki nema að koma eitt kvikuinnskot inn í þessar eldstöðvar til að setja allt af stað og þegar það gerist þá er ekki víst að það stoppi fyrr en eftir langan tíma og langvinnt eldgos. Síðan þurfa eldstöðvar ekkert að vera rosalega stórar til þess að skapa meiriháttar vandræði ef röng gerð af eldgosi kemur fram (ekki hraungos).