Vandamál Ryzen 2970wx, Asus 399-a, RTX2060, GTX1070, Asus Hyper M.2 pcie 16x


Höfundur
sghphoto
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Lau 03. Mar 2012 02:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandamál Ryzen 2970wx, Asus 399-a, RTX2060, GTX1070, Asus Hyper M.2 pcie 16x

Pósturaf sghphoto » Fös 19. Feb 2021 13:59

Góðan daginn.

Ég er með eins og ég nefni að ofa Asus Prime 399-A, með Ryzen Threadripper 2970wx, RTX2060 og á GTX1070 ásamt Asus hyper M.2 X16 card (með 4x M.2 SSD með RAID0) og að lokum 2xM.2 SSD tengda beint í MB. Ég lendi í vandræðum með þetta ef ég reyni að tengja bæði skjákortin og Hyper kortið. Mig langar til að hafa bæði skjákortin fyrir CUDA kjarnana, leikir eru ekki í forgangi hjá mér.

Þegar ég treð öllu þessu í kassann koma skjákortin eðlilega fram en RAID controllerinn skynjar ekki alla 4 diskana eins og hann á að gera. Það dettur yfirleitt einn diskur stundum 2. Til að koma skjákortinu fyrir þarf ég að færa RAID controllerinn í annað slot og það slot er 16x, en um leið og ég sting GTX kortinu í vélina fara að detta út diskar af RAID kortinu.

Mér gengur illa að gúggla þetta en eg velti því fyrir mér hvort þetta geti verið tengt því að ég sé að reyna að nota fleiri PCI lanes en örrinn og móðurborðið styðja. Skjákortin og Raid kortið taka 48 lanes, 2 m.2 diskar tengdir við mobo taka 2 lanessemsagt 50 og örrin er með 60. Svo veit ég ekki hvað hlutir eins og hraðvirkustu USB3 portin taka en þau tengjast beint við PCIe.

Er einhver hér sem hefur lent í svipuðu eða lesið um svipað og á kannski link, allar upplýsingar væru mjög vel þegnar.

Steinþór




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál Ryzen 2970wx, Asus 399-a, RTX2060, GTX1070, Asus Hyper M.2 pcie 16x

Pósturaf Klemmi » Fös 19. Feb 2021 16:13

Samkvæmt specs á móðurborðinu er stuðningurinn eftirfarandi:
Screenshot_20210219-160916.png
Screenshot_20210219-160916.png (248.22 KiB) Skoðað 936 sinnum


Þannig ég myndi giska á að skjákortin séu að taka x16 hvort og það skilur bara eftir x8 fyrir RAID kortið þitt, með tilheyrandi vandamálum.

Myndi athuga hvort þú getir stillt í BIOS hvaða kort fær hvað, og láta þá GTX 1070 kortið keyra á x8, svo RAID kortið geti fengið x16.
Síðast breytt af Klemmi á Fös 19. Feb 2021 16:14, breytt samtals 1 sinni.




emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál Ryzen 2970wx, Asus 399-a, RTX2060, GTX1070, Asus Hyper M.2 pcie 16x

Pósturaf emil40 » Lau 20. Feb 2021 20:57

Já þetta virðist passa, ef ég er með öll kortin í þá koma bara 2 af 4 SSD diskum í RAIDinu. Og ég sem var að vonast eftir meira CUDA. Takk fyrir að kíkja á þetta fyrir mig og staðfesta grun minn.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál Ryzen 2970wx, Asus 399-a, RTX2060, GTX1070, Asus Hyper M.2 pcie 16x

Pósturaf Klemmi » Lau 20. Feb 2021 23:41

emil40 skrifaði:Já þetta virðist passa, ef ég er með öll kortin í þá koma bara 2 af 4 SSD diskum í RAIDinu. Og ég sem var að vonast eftir meira CUDA. Takk fyrir að kíkja á þetta fyrir mig og staðfesta grun minn.


Emil? Steinþór?

Ég skil ekkert.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál Ryzen 2970wx, Asus 399-a, RTX2060, GTX1070, Asus Hyper M.2 pcie 16x

Pósturaf SolidFeather » Lau 20. Feb 2021 23:42

Ég er Klemmi.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál Ryzen 2970wx, Asus 399-a, RTX2060, GTX1070, Asus Hyper M.2 pcie 16x

Pósturaf SolidFeather » Sun 21. Feb 2021 00:26

En ég meina, skiptir einhverju máli varðandi cuda cores hvort kortið keyri á x8 eða x16?

edit: Double post.
Síðast breytt af SolidFeather á Sun 21. Feb 2021 00:27, breytt samtals 1 sinni.




emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál Ryzen 2970wx, Asus 399-a, RTX2060, GTX1070, Asus Hyper M.2 pcie 16x

Pósturaf emil40 » Sun 21. Feb 2021 14:54

steinþór vinur minn hefur ábyggilega óvart post að inn á mínu


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |