Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Sidious » Sun 14. Jún 2020 19:53

(Örlítil forsaga áður en ég kem að spurningunni)
Mikið er nú gaman að reka bíla.
Erum stödd í bústað í Borgarnesi og Yaris druslan er farinn að vera með sjálfskiptingarvesen. Ég trúi því að það muni kosta alla útlimi að láta laga það hjá Toytoa en ég treysti bílnum ekki í akstri með fjölskyldu eins og er. Vandinn er þannig að bíllinn nær ekki að komast yfir 3 gír og fer í neutral þegar ég reyni að keyra af stað. Þetta er víst eitthvað tengt MMT sjálfskiptingunni í honum.

Planið var að nota hann í sumar og reyna svo við bíllausan lífstíl í vetur. Við erum með nokkrar ferðir bókaðar innanlands sem væri leiðinlegt að þurfa að sleppa. Þá fór ég að hugsa um að að taka bíl í tveggja vikna leigu en það var bara andskoti dýrt. Ég sé að AVIS eru með minni bíla í mánaðarleigu frá 40 þúsund sem er alveg ásættanlegt verð. Það væri auðvitað mikið betra að geta tekið einhvern aðeins stærri þar sem ég er með þrjá krakka, þar af eina í bílstól.

Luma vaktarar á einhverjum góðum dílum/ráðum varðandi langatíma/mánaðarleigur á bílum eða ætti ég bara að skella mér á AVIS



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf audiophile » Sun 14. Jún 2020 20:26

Ég held að til að ná þessu 40þ á mánuði verði þarftu að skuldbinda þig í einhvern tíma. Myndi skoða það vel.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1459
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Lexxinn » Sun 14. Jún 2020 20:45

Bókað hægt að gera eitthvern díl við bílaleigurnar núna, eiga hundruði bíla á lager og engir ferðamenn. Sendu sölufulltrúum þessara helstu bílaleiga tölvupóst og spurðu hvað þeir bjóða upp á sem gæti hentað þér. Færð pottþétt gott svar þannig.

Annars fyrir alla aðra hérna inni mæli ég hiklaust með því að halda sig fjarri MMT skiptingunum í Toyotu, þær koma ónýtar út úr verksmiðjunni samkvæmt starfsmönnum á verkstæði Toyotu.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf mjolkurdreytill » Sun 14. Jún 2020 21:39

Geysir er með langtímaleigu á bílum. Þeir setja verðin fram á heimasíðunni sinni en ekki neitt hvað er innifalið. Þarft að hafa samband við þá til að fá skilmálana.

Minnir að ódýrustu bílarnir séu á 30 þúsund um það bil og það miðast við tveggja vikna leigu (14 dagar). Innifalið er 1250 km akstur. Dýrasta tryggingin þeirra er með sjálfsábyrgð upp á 90 þúsund minnir mig, svo reiknaðu með að þurfa að borga þessar 90 þús ef það finnst ein rispa á bílnum.

https://www.bilaleigur.is/

Brimborg er með mánaðarleigu þar sem hægt er að velja 1-3 mánuði líklegast. Það eru bara innifaldir 500 km á mánuði. Hægt að bóka meira af km en þeir kosta 20-40 krónur eftir því hvaða týpu af bíl þú velur og meira ef þú keyrir umfram það sem er samið um. Hægt að kaupa kaskótryggingu sem virðist mér að losi þig undan sjálfsábyrgðinni að öllu eða mestu. Sjálfsábyrgðin virðist breytileg eftir því hvaða tímabil þú velur.

Mér sýnist Brimborg gera kröfu um að setja 150 þús króna heimild á kreditkort svo leigan sé gild.

https://www.brimborg.is/is/bilaleiga/sumarleiga-a-bil


Það hefur farið framhjá mér ef aðrar leigur eru með svipuð tilboð.

Ég myndi þó alltaf athuga
a) hvað er mikill akstur innifalinn.
b) Er hægt að kaskótryggja án sjálfsábyrgðar.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf rapport » Sun 14. Jún 2020 23:15

Bara kaupa bíl á 200.þ og selja í haust á 100þ.

Selja Yarisinn í parta.

Þessi er nýskoðaður - https://bland.is/til-solu/farartaeki/bi ... 5/4220014/




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Klemmi » Sun 14. Jún 2020 23:52

Það var í síðustu viku einn Suzuki hjá Avis sem var næææstum station, á 42.900kr/mán, en hann er farinn.

Þetta sýnist mér vera það stærsta sem þú færð á þessum prís. Skottið á i30 er lúmskt, en veit ekki hvort það höndli samt 5 manna fjölskyldu á ferðalagi...

https://www.avislangtimaleiga.is/folksbilar/#BJN53
Síðast breytt af Klemmi á Mán 15. Jún 2020 00:25, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf pattzi » Mán 15. Jún 2020 13:33

Bara finna þér beinskipta dísel octaviu á 150-300.000 og selja á sama verði í haust ;)
myndi aldrei leigja bíl haha




straumar
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 21:50
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf straumar » Mán 13. Júl 2020 18:04

pattzi skrifaði:Bara finna þér beinskipta dísel octaviu á 150-300.000 og selja á sama verði í haust ;)
myndi aldrei leigja bíl haha



vinsamlegast komdu með ástæður hvers vegna myndirðu aldrei leigja bíl ?



Skjámynd

Henjo
FanBoy
Póstar: 703
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 249
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Henjo » Mán 13. Júl 2020 19:16

straumar skrifaði:
pattzi skrifaði:Bara finna þér beinskipta dísel octaviu á 150-300.000 og selja á sama verði í haust ;)
myndi aldrei leigja bíl haha



vinsamlegast komdu með ástæður hvers vegna myndirðu aldrei leigja bíl ?


Ég get komið með eina, því að er dýrt. Ert t.d. að borga 600þús á ári fyrir smábíll. Getur fengið svipaðan fimm/sex ára gamlan bíll fyrir sama peninginn. Og þú átt hann eftir eitt ár. Þó þú átt auðvitað eftir að borga tryggingar og bifreiðagjöld. Svona langtímaleiga meikar kannski sense fyrir fólk sem nennir ekki að spá í neinu. Kostir og gallar.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Klemmi » Mán 13. Júl 2020 21:31

Henjo skrifaði:Ég get komið með eina, því að er dýrt. Ert t.d. að borga 600þús á ári fyrir smábíll. Getur fengið svipaðan fimm/sex ára gamlan bíll fyrir sama peninginn. Og þú átt hann eftir eitt ár. Þó þú átt auðvitað eftir að borga tryggingar og bifreiðagjöld. Svona langtímaleiga meikar kannski sense fyrir fólk sem nennir ekki að spá í neinu. Kostir og gallar.


Það er dýrt að eiga og reka bíl, dýrara held ég en fólk þorir að viðurkenna fyrir sjálfu sér.
Tryggingar: 120-150þús
Bifreiðagjöld: 16-20þús
Skoðun: 13þús
Smurning: 15þús
Fjármögnun m.v. 1 milljón á 5% vöxtum: 50þús
Dekkjaskipti: 16þús
Afskrift: 100-150þús
==========
Samtals: 330 - 414þús

Þú getur fengið smábíl á allt niður í ca. 40þús kall á mánuði, sem er þá 480þús á ári.

Viðgerðarkostnaður á 5-6 ára gömlum bíl er fljótur að éta upp þennan mismun og getur auðveldlega gert það að verkum að það er dýrara að eiga bílinn heldur en að leigja hann.

Nota bene, ég leigi ekki bíl heldur á 2013 árgerð af Hyundai i30 og sé ekki fram á að það verði nein breyting þar á næstunni, en ég er akkúrat að lenda í veseni núna, er að fara á Ísafjörð á morgun og það fór gormur við vinstra framdekk í dag sem ég þarf að reyna að græja... Væri gott að geta bara hent bílnum í hausinn á leigusala og fengið nýjan :)




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf mainman » Mán 13. Júl 2020 21:33

Ég er með að jafnaði 6-7 bíla á leigu fyrir vinnuna.
Ég tek ekki ódýrustu bílana en ég var hjá Sixt og gafst upp á þeim.
Bilaði mikið, of gamlir bílar og stóðst aldrei neitt hjá þeim og allt einhvernvegin rekið eins og rassvasafyrirtæki.
Prófaði síðan Enterprice og þá fékk ég nýrri bíla, aldrei neitt vesen, allt lagað helst bara á meðan maður bíður eftir því og maður fær að hafa sinn bíl eins lengi og þú vilt sem er gott því það var t.d. óþolandi hjá Sixt að þegar það voru farnar perur og bremsuklossar þá fékk ég alltaf annan bíl og hinn bíllinn kláraðist ekki fyrr en eftir 1-2 mánuði og þá fékk ég hann með nýjum bremsuklossum og allar perur ennþá ónýtar og ekki búið að smyrja þótt það væri kominn tími á það.
Minnir að ég sé að borga innan við 70 þús fyrir hvern bíl og það er algjörlega allt inn í því.
Nagladekk þegar ég bið um nagla, þurkublöð um leið og þau daprast og góð sumardekk þegar ég bið um það ólíkt sixt sem vildi alltaf bara setja heilsársdekk undir alla bíla því þá þurftu þeir aldrei að skipta.
Ég allavega mæli með Enterprice.



Skjámynd

Henjo
FanBoy
Póstar: 703
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 249
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Henjo » Mán 13. Júl 2020 23:12

Klemmi skrifaði:
Henjo skrifaði:Ég get komið með eina, því að er dýrt. Ert t.d. að borga 600þús á ári fyrir smábíll. Getur fengið svipaðan fimm/sex ára gamlan bíll fyrir sama peninginn. Og þú átt hann eftir eitt ár. Þó þú átt auðvitað eftir að borga tryggingar og bifreiðagjöld. Svona langtímaleiga meikar kannski sense fyrir fólk sem nennir ekki að spá í neinu. Kostir og gallar.


Það er dýrt að eiga og reka bíl, dýrara held ég en fólk þorir að viðurkenna fyrir sjálfu sér.
Tryggingar: 120-150þús
Bifreiðagjöld: 16-20þús
Skoðun: 13þús
Smurning: 15þús
Fjármögnun m.v. 1 milljón á 5% vöxtum: 50þús
Dekkjaskipti: 16þús
Afskrift: 100-150þús
==========
Samtals: 330 - 414þús

Þú getur fengið smábíl á allt niður í ca. 40þús kall á mánuði, sem er þá 480þús á ári.

Viðgerðarkostnaður á 5-6 ára gömlum bíl er fljótur að éta upp þennan mismun og getur auðveldlega gert það að verkum að það er dýrara að eiga bílinn heldur en að leigja hann.

Nota bene, ég leigi ekki bíl heldur á 2013 árgerð af Hyundai i30 og sé ekki fram á að það verði nein breyting þar á næstunni, en ég er akkúrat að lenda í veseni núna, er að fara á Ísafjörð á morgun og það fór gormur við vinstra framdekk í dag sem ég þarf að reyna að græja... Væri gott að geta bara hent bílnum í hausinn á leigusala og fengið nýjan :)


Það kostar auðvitað alltaf helling að eiga bíll. Og ef þú ert með bílalán þá þarftu líka að hafa hann í kaskó. Sem er helling af pening auka. Mæli með hvorugu (nema kaskó, ef þú átt nýjan eða dýran bíll)

Persónulega þá er ég með sex ára gamlan Citigo sem ég keypti fyrir tveimur árum á 500þús (bílaleigubíll). Er búin að eyða algjört max 850þús í viðhald og tryggingar. Hluti eins og dekkjaskipti er ekki einhvað sem ég stunda þar sem ég keyri mest innabæjar (heilsársdekk) Bílar geta auðvitað alltaf bilað eins og allt, en ég held að þú sért á ansi lélegum bíll ef sex/sjö ára gamall bíll er sífellt að bila. Hef allavega sjálfur verið heppinn upp að þessu.

Ef ég hefði tekið sambærilegan bíll á langtímaleigu væri ég búin að borga 1200þús. Og á næsta ári væri ég búin að borga meira en 1500þús (ef ég hefði tekið þriggja ára samning, annars meira) Og á slíku btw, er max 15.000km keyrsla á ári.

Fólk verður bara að skoða og ákveða hvað hentar þeim.
Síðast breytt af Henjo á Mán 13. Júl 2020 23:13, breytt samtals 1 sinni.




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Cascade » Þri 14. Júl 2020 11:34

Hvar sérð þú svona bíl fyrir 40k á manuði
Ég var að skoða sixt og það var 45 þús fyrir 2016 árgerð af spark
Og það er bara fyrir 1000km á mánuði
Fyrir 1500km á mánuði er það komið í 55þus



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf natti » Þri 14. Júl 2020 21:10

Ef einhver að pæla í að fara í langtímaleigu á bíl, þá eru nokkrir hlutir sem ég er ekki sjá rædda á þessum þræði...

Umboðin, bílaleigurnar og lánastofnanir hafa "historically" séð ekki verið með sambærilega skilmála.
Af persónulegri reynslu myndi ég segja að bílaleigurnar eru yfirleitt sanngjarnastar, og umboðin almennt verst.

Hlutir sem þarf að huga að í skilmálunum er t.a.m.:
Hver ber ábyrgð á viðgerðarkostnaði sem er ekki hluti af verksmiðjuábyrgð en getur stafað af almennri notkun?
Hver ber ábyrgð á kostnaði í kringum reglubundna skoðun og smurningu?
Hver ber ábyrgð á dekkjarkostnaði ef að dekk springur eða það þarf að skipta um vegna slits?

Margir áætla að þetta sé allt eðlilega inn í mánaðarverðinu, en það er ekki sjálfgefið.
(Edit: Og þegar þú tekur 40þ bíladæmið hans Klemma, og bætir árlegu skoðuninni við upp á 30-50þ, viðhaldi á dekkjum & bremsum, mögulega viðgerðarkostnaði, kostnaðinn við að láta massa bílinn áður en honum er skilað, annað tilfallandi... þá er þetta ekkert lengur 40þ á mánuði.)

Og þegar bílnum er skilað eftir 3 ár í notkun, má notkunin "sjást" eða þarf hann að líta út fyrir að vera ónotaður?
(Og ertu tilbúin(nn) til að borga allt að 6-700þúsund í "sekt" ef það sést svo mikið sem ein minniháttar rispa eftir grjótkast?)
Síðast breytt af natti á Þri 14. Júl 2020 21:15, breytt samtals 1 sinni.


Mkay.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Klemmi » Þri 14. Júl 2020 21:13

Cascade skrifaði:Hvar sérð þú svona bíl fyrir 40k á manuði
Ég var að skoða sixt og það var 45 þús fyrir 2016 árgerð af spark
Og það er bara fyrir 1000km á mánuði
Fyrir 1500km á mánuði er það komið í 55þus


Hyundai i10 2018 á 41.500kall, lægsta sem ég hef séð var Nissan Micra 2016 á 35þús

https://www.avislangtimaleiga.is/folksbilar



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf pattzi » Fim 16. Júl 2020 11:43

straumar skrifaði:
pattzi skrifaði:Bara finna þér beinskipta dísel octaviu á 150-300.000 og selja á sama verði í haust ;)
myndi aldrei leigja bíl haha



vinsamlegast komdu með ástæður hvers vegna myndirðu aldrei leigja bíl ?



Dýrt? 70þ á mánuði er svakalegt ef ekki meira...

Meðan maður á sinn bíl kannski skuldlaust?

Reyndar til 4 bílar á mínu heimili en tveir þeirra eru fornbílar..

En erum með tvær octaviur

2006 og 2012 árgerð

Keypti 2006 bílinn á 100þ núna um daginn og virðist bara vera fínn og 2012 á 650þ fyrir ári síðan og ekkert bilað... Keyrum að jafnaði 30þ á ári svo bílaleigubílar myndu aldrei henta mér svo fór avis að væla yfir einhverju lánshæfismatskjaftæði sem skiptir engu en ég fékk kortalán fyrir þessum 2012 skoda easy sem ég er reyndar búinn að borga upp

En efast að við leigjum bíl einhvertíma svosem tel það ekki borga sig
Síðast breytt af pattzi á Fim 16. Júl 2020 11:44, breytt samtals 2 sinnum.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Tbot » Fim 16. Júl 2020 13:12

Það er alveg sama hvernig men ætla að reikna þá er alltaf kostnaðurinn meiri að leigja.

Einföld ástæða, sá sem leigir hlutinn vill fá allan kostnað, afskriftir og fleira borgaðann í leigunni + ákveðinn hagnað.

Þetta hentar fyrirtækjum sem halda úti ákveðnum bílaflota, eða eru með samninga við starfsmenn að skaffa bíla undir þá(stjórnendur).

Þetta er umræða á sömu nótum og um húsaleigu.

Ef þetta væri svona hagstætt að leigja húsnæði þá væru allir að gera það en ekki kaupa.



Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta mánaðarleiga á bíl?

Pósturaf Sidious » Fim 16. Júl 2020 14:22

Ákvað að það væri galið að leigja bíl. Fékk 2009 Opel Astra á 300 þúsund og hann hefur virkað vel, meðal annars búinn að fara hringinn.

Viðgerðin á Yaris var 120.000. Ótrúlegt verð fyrir skipti á einhverjum skynjurum... ](*,)