Kerfisstjóri/NTv

Allt utan efnis

Höfundur
Nafalim
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 22. Maí 2020 18:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Kerfisstjóri/NTv

Pósturaf Nafalim » Fös 22. Maí 2020 18:33

Sælir
Þetta er örruglega eitthvað sem buin að ræða um herna, en það breytist allt svo hratt í þessum heimi sérstaklega allt sem snýst um UT..

Langar aðeins að forvitnast um hvað menn halda um nám "Kerfis/Netsjóra" sem NTV (eða Promennt) skóli er að bjóða uppá.
http://www.ntv.is/is/kerfisnam/kerfis-o ... diplomanam

Nú eftir sumar nánast allir Microsoft gráður eru að fara, og virðist vera að UT heimur er að færa sig í skýjaumhverfi Azure eða Aws.. Er þetta nám enþá eitthvað sem gæti hjalpað manni að fá vinnu sem kerfisstjóri/tæknimaður núna á næstu árum. Eða er þetta bráðum verða ómögulegt vegna skýjið og allir mun leita háskólamenntaða forritara til þess að vera "cloud administrator" eða DevOps.

Maður les margar sögur um hverning menn komust inn í UT atvinnumarkað eftir nám hjá þessum skólum, but is it still thing í 2020? Væri gaman að fá skoðannir frá mönnum sem er í þessum bransa, sjálfur er langt frá því, því miður.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7596
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Kerfisstjóri/NTv

Pósturaf rapport » Fös 22. Maí 2020 20:57

Ég held að Microsoft sé bara að elta þróunina, hvernig nám hefur verið að þróast.

í stað þess að taka gráður með sem innihalda haug af kúrsum, þá handpickar þú núna kúrsana beint og færð hvern og einn þeirra á skírteinið þitt, hálfgert einkunnaspjald.

Þetta er meira frelsi og leyfir fólki að velja það sem það er sterkt í og sleppa því sem það er lélegt í.

Að fá að taka stúdent og sleppa dönsku og íþróttum og velja eitthvað annað í staðinn.

Nema aðrir taka extar skammt í íþróttum og sleppa efnafræði.

In the long run þá verður auðveldara að símennta sig og skírteinin representa betur raunverulega hæfni og trackrecord.

Ég held að IT geirinn sé sá geiri sem fókusar einna mest á hæfni en ekki hæfi, en það virkar þannig að fólkið með mestu hæfnina er headhuntað og fær nóg að gera óháð menntun. Þeir sem eru ekki þar, þeir þurfa að fara í gegnum atvinnuumsóknaferlið og þá eru gráðurnar skoðaðar til að meta umsækjendur og bera þá saman.

Hafa í huga að góð umsögn frá traustum aðila (t.d. kennara) er samt alltaf gulls í gildi og þeir sem ráða án þess að hringja í umsagnaraðila eru fáir.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjóri/NTv

Pósturaf natti » Sun 24. Maí 2020 12:00

Nafalim skrifaði:virðist vera að UT heimur er að færa sig í skýjaumhverfi Azure eða Aws.. Er þetta nám enþá eitthvað sem gæti hjalpað manni að fá vinnu sem kerfisstjóri/tæknimaður núna á næstu árum. Eða er þetta bráðum verða ómögulegt vegna skýjið og allir mun leita háskólamenntaða forritara til þess að vera "cloud administrator" eða DevOps.


Fínt innlegg frá rapport varðandi þróun á námi oþh.

Ég var búinn að skrifa langa ritgerð með additional punktum, sem enginn hefði nennt að lesa, en basically:

* Það er ekki allt fara í skýið, og ekki strax. <- Það tapar enginn á því að þekkja windows stýrikerfi, AD, SQL, netkerfi eða whatnot.
* Sumt af því sem er gert í skýinu er alveg eins on-premises. <- Aftur, þekkingin flyst yfir.
* Það er klárlega value-add að bæta svo við sig þekkingu sem snýr að skýjaþjónustum. (gráður og námsleiðir varðandi aws og azure)
* Ef þú ferð í námið... for the love of dog, ekki sleppa því að klára prófin.
* DevOps nálgun og skilgreining er misjöfn milli einstaklinga. En forritarar koma inn í reksturinn á öðrum forsendum, ekki til að taka hann yfir, né hafa áhuga á því.


Mkay.