Menntaskólafartölva

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Menntaskólafartölva

Pósturaf FriðrikH » Mið 13. Maí 2020 18:52

Nú er frumburðurinn á leið í menntaskóla og við foreldrarnir vildum fara að skoða fartölvukaup.

Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvaða kröfur eru í dag gerðar til fartölva í menntaskólum. Eru krakkarnir mest að vinna í opnum hugbúnaði og þar af leiðandi e.t.v. alveg nóg að vera með góða chromebook fartölvu? Eða munu þau lenda í vandræðum með að geta ekki komist í sama hugbúnað og er windows/makka?




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf ColdIce » Mið 13. Maí 2020 19:47

MacBook Air reyndist best fyrir mig og systir mína.
Hafði prófað tvær aðrar áður.
Air er létt, þunn og rafhlaðan endist daginn hjá mér.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf FriðrikH » Mið 13. Maí 2020 19:58

En eru almennt kröfur um hugbúnað sem ekki er aðgengilegur á chromebook tölvum? Sýnist maður fá töluvert meira fyrir peninginn þar.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Njall_L » Mið 13. Maí 2020 20:07

Ég geri ráð fyrir að hann/hún sé á leiðinni í almennt bóknám en ekki verknám eða slíkt?

Sem einhver sem er nýlega búinn með framhaldsskóla þá get ég fullyrt að nánast öll vinnsla fer fram í Office pakkanum og í vafra, annað er algjör undantekning. Stundum fór hópavinna fram í gegnum Google Docs en það var þá val hópsins að vinna það þannig frekar en einhvern vegin öðruvísi.

Ég myndi ráðleggja ykkur á að horfa á tölvu sem keyrir Windows/MacOS frekar heldur en Chromebook þar sem það er of lokað fyrir minn smekk. Það gæti líka frekar orðið hindrun í háskólanámi ef hann/hún stefnir á slíkt og mjög eðlilegt að áætla að tölva sem keypt er ný í dag geti enst inn í háskóla.

Þegar kemur að því að velja tölvuna myndi ég horfa mest á 13-14" skjástærð, 256GB< disk og sem lengsta rafhlöðuendingu. Ef budget leyfir og hann/hún er hrifin af MacOS þá er Macbook Air 2020 go-to vélin, myndi ekki skoða 2017-2019 týpur þar sem þær eru með butterfly lyklaborðinu sem er þekkt fyrir að bila. Annars er http://laptop.is/ góður vinur þegar maður veit aðeins hvaða kröfur á að gera.


Löglegt WinRAR leyfi


Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Gustaf » Mið 13. Maí 2020 20:15

Ef það þarf bara tölvu til að glósa þá er Ipad pro virkilega góður valkostur. Ég hef notað Ipad síðustu 2 ár í skóla nota Notability til að skrifa glósur. Mest allt sem ég þarf að gera get ég gert á Ipadnum. Það eina sem ég get ekki gert er forritun og Autocad.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Viktor » Mið 13. Maí 2020 20:30

Macbook Air 2020


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf FriðrikH » Mið 13. Maí 2020 20:49

Stefnan er á bóknám, náttúrufræði í MR.
Er annars ekki kominn góður office stuðningur á Chrome OS



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 13. Maí 2020 20:56

FriðrikH skrifaði:Stefnan er á bóknám, náttúrufræði í MR.
Er annars ekki kominn góður office stuðningur á Chrome OS


Það sýnist mér:
https://support.office.com/en-us/article/how-to-install-and-run-microsoft-office-on-a-chromebook-32f14a23-2c1a-4579-b973-d4b1d78561ad

Notes:
To find out which Chromebooks support the Office mobile apps from the Google Play Store, see Chrome OS Systems Supporting Android App.


https://sites.google.com/a/chromium.org/dev/chromium-os/chrome-os-systems-supporting-android-apps


Just do IT
  √


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Mossi__ » Mið 13. Maí 2020 22:06

.. Budget?

Mitt álit á Chromebook..

það er betra að eyða aðeins meira í eitthvað sem maður veit að mun virka (Windows, Mac) heldur en að skapa einhverja óvissu eða vesen (Chromebook.. mögulega).

Ef að munurinn er einhver 25.000, en vélin á að endast í 4 ár.. þá er það 4.250 krónur per önn sem þú ert mögulega að spara.

Það er alveg hægt að fá fínar laptops, sérstaklega svona skrifstofuvélar, fyrir undir 100.000.

T.a.m. https://kisildalur.is/category/28/products/1561

Ég reyndar verð að viðurkenna það að ég hef ekki reynslu á HP tölvum persónulega, en Google hermir að þær séu áreiðanlegar. Ég hef svo góða reynslu á Lenovo.

Kíktu á laptop.is :)



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Njall_L » Mið 13. Maí 2020 22:11

Síðan væri líka mjög sterkur leikur, ef það er ekki búið, að heyra í barninu hvort því langi í eitthvað sérstakt og sé búið að mynda sér einhverja skoðun.

Sem dæmi er Chromebook tækni- og fjárhagslega mjög fín lausn en ef barnið sér fram á að vera "þessi gæji" með tölvu sem enginn annar er með og mögulega eitthvað vesen með að senda skjöl og annað á milli, þá væri það nóg til að skoða eitthvað hefðbundnara. Sömu rök má síðan yfirfæra yfir á bæði Windows og Mac tölvur að einhverju leiti.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf GullMoli » Mið 13. Maí 2020 22:15

Það þarf enga massífa vél í neitt en góð rafhlaða og létt vél er golden, Chromebook passa ágætlega í þann flokk.

Spurning hvort þú vilt kaupa vél sem "dugar" núna í dag eða vél sem verður góð næstu árin.

Ég var með Windows tölvur allt minn háskóla nám, notað af Vaktinni eða Bland. Eldgamlan Thinkpad T60/T61 hlunk og T420s minnir mig þar eftir. Allt frekar þykkar vélar og rafhlaðan frekar glötuð. Dugði fínt en ég þurfti alltaf að passa mig að sitja nálægt innstungu (sem betur fer ekki vandamál í sumum skólum). T60 skrímslið er á haugunum, T420s er í geymslunni og ég hef engann áhuga á því að nota hana.

Kærastan mín fékk sér Macbook Air árið 2013 og hún er ennþá notuð daglega, búin að fylgja henni í gegnum 7 ár af háskólanámi. Ótrúleg ending og ræður ennþá við allt sem hún þarf að gera í dag (Office pakkinn, netið, Netflix ofl).
Síðast breytt af GullMoli á Mið 13. Maí 2020 22:15, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Mossi__ » Mið 13. Maí 2020 22:27

Já og svo ég skjóti tvennu inn í:

Karlpúngur Faðir minn á Chromebook, og ég hef aðeins fengið að grukka í henni. Þetta *eru* snilldar vélar.

Eina sem ég óttast er bara compatability vesen, bæði í að senda og fá sent gögn og opna og hópastarf og svona.

En nota bene, þá er ég soldið dottinn út úr svona, svoleiðis störfum þannig að þáðu önnur innlegg um hættur þar.

Þetta er meira paranoia en einhver haldbær rök hjá mér :)

Og svo:

Macbook tölvur eru mjög góðar fjárfestingar ef að verið að hugsa um endingu. Tíu ára gömul Macbook Pro tölva í daglegri notkun er ekkert fátítt.

Getur fengið 13" Macbook Pro með 256gb disk (alveg nóg, sérstaklega fyrir skrifstofustörf) á 250.000

Sem er slatti, en gefum okkur að hún endist í 5-10 ár, þá er þetta 25.000 - 50.000 per ár. Það er myndi ég segja góð fjárfesting.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Tengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Lexxinn » Mið 13. Maí 2020 22:44

ColdIce skrifaði:MacBook Air reyndist best fyrir mig og systir mína.
Hafði prófað tvær aðrar áður.
Air er létt, þunn og rafhlaðan endist daginn hjá mér.


Gömlu Macbook Air vélarnar reyndust virkilega vel og stóðu fyrir sínu.
Ég keypti hinsvegar Air vél síðasta sumar, 2018 týpuna, hvílíkt og annað eins rusl. Er bara að bíða eftir að skólinn hætti hjá mér svo ég geti komið henni upp á verkstæði hjá þeim. Lyklaborðið er ónýtt út úr verksmiðju, takkar festast eða koma 2-3 í staðin fyrir eitt klikk, Apple er reyndar komið með innkölun á þessi lyklaborð. Skjárinn hjá mér hefur verið að blikka inn á milli + batteryendingin var betri í gömlu 2014 Pro retina vélinni. Að lokum hefur hún þrisvar á innan við ári "crashað" og bara drepið á sér við enga vinnslu. Get ekki sagt að ég sé ánægður með þennan 200k.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf GullMoli » Mið 13. Maí 2020 23:15

Lexxinn skrifaði:
ColdIce skrifaði:MacBook Air reyndist best fyrir mig og systir mína.
Hafði prófað tvær aðrar áður.
Air er létt, þunn og rafhlaðan endist daginn hjá mér.


Gömlu Macbook Air vélarnar reyndust virkilega vel og stóðu fyrir sínu.
Ég keypti hinsvegar Air vél síðasta sumar, 2018 týpuna, hvílíkt og annað eins rusl. Er bara að bíða eftir að skólinn hætti hjá mér svo ég geti komið henni upp á verkstæði hjá þeim. Lyklaborðið er ónýtt út úr verksmiðju, takkar festast eða koma 2-3 í staðin fyrir eitt klikk, Apple er reyndar komið með innkölun á þessi lyklaborð. Skjárinn hjá mér hefur verið að blikka inn á milli + batteryendingin var betri í gömlu 2014 Pro retina vélinni. Að lokum hefur hún þrisvar á innan við ári "crashað" og bara drepið á sér við enga vinnslu. Get ekki sagt að ég sé ánægður með þennan 200k.


Já vinnu vélin mín er með þessu umrædda lyklaborði, ekki klikkað ennþá. Mér skilst þó að nýjasta kynslóðin sé með öðruvísi lyklaborði, trúi ekki öðru en að þeir hafi lært af mistökunum.



Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


kagglinn
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Lau 16. Mar 2019 18:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf kagglinn » Fim 14. Maí 2020 17:26

Það mun auðvelda lífið að vera með windows vél bara upp á það að læra á stýrikerfið og compatability issues með forrit.
Ég mundi skoða einhverja Ultrabook vél með 8gb+ minni og 256gb+ ssd. Mér dettur helst í hug https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 103.action en gæti verið litað af því að ég versla mikið við Origo út af vinnunni.
Annars er Macbook Air 2020 að fara að endast út framhalds- og háskólanámið.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Klemmi » Fim 14. Maí 2020 18:54

M.v. spekka og verð myndi ég allavega fara og skoða þessa:

https://elko.is/tolvur/fartolvur/lenovo ... 81vv003dmx

EF þessi tölva er hugsuð eitthvað inn í háskóla, þá myndi er engin spurning í mínum huga að taka Windows vél, alls kyns hugbúnaður sérstaklega í raungreinunum þar sem þú ert líklegri til að lenda í vandræðum annars. Gott að hafa sama stýrikerfi og samnemendur og kennarar ef þú þarft að fá aðstoð...




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Mossi__ » Fim 14. Maí 2020 19:19

FriðrikH. Hvað hafðirðu hugsað þér í budget?




Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Hallipalli » Fim 14. Maí 2020 20:29

kagglinn skrifaði:Það mun auðvelda lífið að vera með windows vél bara upp á það að læra á stýrikerfið og compatability issues með forrit.
Ég mundi skoða einhverja Ultrabook vél með 8gb+ minni og 256gb+ ssd. Mér dettur helst í hug https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 103.action en gæti verið litað af því að ég versla mikið við Origo út af vinnunni.
Annars er Macbook Air 2020 að fara að endast út framhalds- og háskólanámið.


Eða setja bara windows á hana líka :)



Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf FriðrikH » Fim 14. Maí 2020 22:34

Takk fyrir svörin og góða punkta.
Fyrir valinu varð á endanum Asus zenbook 13 (ux331).



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf vesi » Fös 15. Maí 2020 02:00

FriðrikH skrifaði:Takk fyrir svörin og góða punkta.
Fyrir valinu varð á endanum Asus zenbook 13 (ux331).


Bara af forvitni, af hverju?

er einmitt að senda frumburðin í skóla í haust líka.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf FriðrikH » Fös 15. Maí 2020 15:01

vesi skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Takk fyrir svörin og góða punkta.
Fyrir valinu varð á endanum Asus zenbook 13 (ux331).


Bara af forvitni, af hverju?

er einmitt að senda frumburðin í skóla í haust líka.


Var að vísu nokkuð dýrari en ég hafði lagt upp með (pantaði reyndar af amazon, kostar þá tæplega 150 heimkomin).
Helstu kostir:
Mjög létt
Gott batterí
Windows 10
Góður skjár
Internetið vill meina að build quality sé nokkuð gott.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Menntaskólafartölva

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 15. Maí 2020 15:23

FriðrikH skrifaði:
vesi skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Takk fyrir svörin og góða punkta.
Fyrir valinu varð á endanum Asus zenbook 13 (ux331).


Bara af forvitni, af hverju?

er einmitt að senda frumburðin í skóla í haust líka.


Var að vísu nokkuð dýrari en ég hafði lagt upp með (pantaði reyndar af amazon, kostar þá tæplega 150 heimkomin).
Helstu kostir:
Mjög létt
Gott batterí
Windows 10
Góður skjár
Internetið vill meina að build quality sé nokkuð gott.


Vona að þú hafir pantað fartölvu með ISO lyklaborði en ekki ANSI eins og villimenninir í USA nota. Annað ef lyklaborðið er baklýst þá er ekki stuð að þurfa að nota límmiða (ef það er ætlunin).


Just do IT
  √