Sælir,
Ég er með eftirfarandi build:
Ryzen 5 2600
Asrock 450M Pro
Gigabyte 1080 ITX
16GB 3200 mhz
EVGA 600W BQ
Corsair 275Q
Eins og staðan er er ég með Stock Wraith CPU örgjörvakælinguna og 3x PWM viftur sem fylgdy Corsair kassanum.
Nú langar mig að uppfæra kælinguna og athugið að ég ætla ekki í meiriháttar overclocking á örgjörvanum. Einnig er þetta ITX 1080 kort sem á það til að vera aðeins heitara en stærri kortin, en samt fer það ekki yfir 80 gráður við 1080p leikjaspilun.
Nú er ég að spá hvort ég ætti að fá mér: 3-4 gæða kassaviftur frá Noctua eða betri örgjörvakælingu. Hvort myndu þið uppfæra?
Athugið að ég er á budgeti eins og er og ætla ekki að uppfæra bæði í einu.
Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 139
- Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
Síðast breytt af Gunnarulfars á Lau 11. Apr 2020 11:03, breytt samtals 1 sinni.
-
- Gúrú
- Póstar: 549
- Skráði sig: Lau 21. Sep 2019 22:53
- Reputation: 68
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
kassa viftur allan daginn. svo lengi sem þu ert ekki að overclokka svakalega mikið, þá er stock coolerinn alveg nóg. ég er líka með ryzen 5 2600 og er með stock cooler og örgjafinn minn fer aldrei yfir 70 gráður celsius
Edit : Ég las ekki að þú værir semsagt með 3 kassaviftur, þannig já. þær eru alveg nóg, ef maður setur þær upp rétt. mæli með betri örgjörva kælingu upgrade
Edit : Ég las ekki að þú værir semsagt með 3 kassaviftur, þannig já. þær eru alveg nóg, ef maður setur þær upp rétt. mæli með betri örgjörva kælingu upgrade
Síðast breytt af Harold And Kumar á Lau 11. Apr 2020 12:30, breytt samtals 1 sinni.
Ryzen 7 7700x
RX 6700XT 12gb
32gb ddr5 5200mhz
1440p 165hz
RX 6700XT 12gb
32gb ddr5 5200mhz
1440p 165hz
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
Getur keypt mikið betri og lágværari örgjörvakælingu en stock kælinguna og losnað þar við hávaða. Þrjár kassaviftur eru feikinóg í réttri uppsetningu. Að skipta kassaviftum út fyrir rándýrar og hljóðlátari Noctua viftur er það síðasta sem maður gerir í buildi þegar allt annað er nú þegar frábært, ef maður fer í það yfirhöfuð.
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
Myndi samt splæsa í cpu kælingu, stock kæling er sjaldan nóg. Getur skoðað xigmatek kælingarnar, þær eru mjög góðar miðað við 4.5k sem þær kosta imo allavegna.
Síðast breytt af einarn á Lau 11. Apr 2020 15:24, breytt samtals 1 sinni.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
Fara bara í AIO eða custom loop, fyrir mitt leiti hef ég aldrei litið til baka þar sem ég endaði á noctua nh-d15 sem er alltof stór btw.
Síðast breytt af jonsig á Lau 11. Apr 2020 16:02, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 139
- Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
Jæja, keypti mér betri Noctua D15s kælingu og finn strax fyrir mun bæði i hljóði og kælingu, en nú heyri ég að mestu leyti í kassaviftunum mínum. Næsta mál á dagskrá er þá að uppfæra kassaviftur. Takk kærlega fyrir inputið!
-
- Kóngur
- Póstar: 6377
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 459
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
noctua á línuna og málið er dautt!
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 139
- Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
worghal skrifaði:noctua á línuna og málið er dautt!
Ég held það sé ekkert annað í stöðunni. Tekur bara smá tíma
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
Ég myndi taka Noctua kassaviftur og uppfæra síðan örgjörvann í Noctua kælingu seinna. D14 kælingin mín hefur dugað mér í 7 ár, byrjaði á Intel og færði hana svo yfir á AMD eftir 6 ár.
Allar noctua vifturnar mínar eru orðnar mjög gamlar og ganga enn 24/7 algjörlega hljóðlausar.
Þetta fylgir þér eins og góð mubla og er í raun frábær fjárfesting fyrir tölvuna þína.
Allar noctua vifturnar mínar eru orðnar mjög gamlar og ganga enn 24/7 algjörlega hljóðlausar.
Þetta fylgir þér eins og góð mubla og er í raun frábær fjárfesting fyrir tölvuna þína.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Re: Vantar ráðlegginar - Betri Örgjörvakæling eða Kassaviftur
Þessi kassi er með frekar lítið loftflæði (en alveg nóg, gamers nexus revew), þannig að mig grunar að noctua viftur munu ekki gera mikið fyrir hitann, en þær eru mjög hljóðlátar þannig að það væri líklegast aðal ávinningurinn.