Sælir.
Ég er gjaldkeri í vitaómerkilegu húsfélagi sem var stofnað fyrr á síðasta ári, og þarf að gera ársreikning.
Þetta er eiginlega eins einfalt og það getur orðið, ég er bara með nokkrar asnalegar spurningar til að vera viss um að fá ekki pappírinn aftur í fésið frá skattinum út af skilningsleysi mínu. Þarna eru engar skuldir og engar eignir aðrar en pínkulítill hússjóður.
Í efnahagsreikninginum á skuldahlið, skil ég það ekki rétt að hússjóður falli undir óráðstafað eigið fé en ekki skuld húsfélagsins við íbúa?
Ég spyr því ég gúgglaði og fékk upp ársreikning hjá húsfélagi í Hveragerði (aðeins annars og stærra eðlis en hjá okkur) sem var bæði samanburðarárin með núll eigið fé og viðskiptaskuldir dekkuðu allar eignir.
Í rekstrarreikninginum, eru greiðslur í hússjóð flokkaðar sem tekjur sem skatturinn mun svo rukka út frá "hagnaði"? Ef ég kann að lesa í tekjuskattslögin, þá finnst mér eins og svo sé ekki.
Ársreikningur hjá húsfélagi
Re: Ársreikningur hjá húsfélagi
Vá hvað ég myndi ganga í sjóinn frekar en að gerast gjaldkeri hjá húsfélagi. Þú hefur mína vorkunn
*-*
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 594
- Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Re: Ársreikningur hjá húsfélagi
appel skrifaði:Vá hvað ég myndi ganga í sjóinn frekar en að gerast gjaldkeri hjá húsfélagi. Þú hefur mína vorkunn
Takk fyrir samúðina, en þetta er ekki beint neinn samstæðureikningur sem betur fer
-
- Gúrú
- Póstar: 570
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Ársreikningur hjá húsfélagi
Held að skatturinn vilji ekkert vita af húsfélögum. Eina sem þeir er rukka er fjármagnstekjuskatt af inneignum í banka. Ég bjó til lítið exel skjal þar sem ég set inn tekjur og gjöld. Þá sést mjög auðveldlega fyrir aðra íbúa hvernig árið hefur verið.
Re: Ársreikningur hjá húsfélagi
mikkimás skrifaði:Í rekstrarreikninginum, eru greiðslur í hússjóð flokkaðar sem tekjur sem skatturinn mun svo rukka út frá "hagnaði"? Ef ég kann að lesa í tekjuskattslögin, þá finnst mér eins og svo sé ekki.
Húsfélagið greiðir ekki tekjuskatt af félagsgjöldum. Skatturinn mun ekki hafa áhuga á reikningum félagsins. Það sama gildir t.d. um foreldrafélög.
Ástæðan er líklega sú að þessi félög eru ekki í atvinnustarfsemi (skapa ekki ný verðmæti) heldur eru eingöngu félög fólks um tiltekinn persónulegan rekstur. Þannig eru meðlimir húsfélagsins ekki að kaupa þjónustu af húsfélaginu heldur er húsfélagið eingöngu milliliður sem tekur á sig það hlutverk að greiða fyrir sameiginleg útgjöld meðlimanna og gæta þess að allir meðlimir greiði þann hlut sem þeim ber að greiða, í hlutfalli við eignarhlut.
Með öðrum orðum er því ætlað að vera einfaldara en að hver og einn greiði tiltekna prósentu af rafmagnsreikningi sameignarinnar osfrv. Á móti kemur að einhver heppinn fær að sjá um þetta fyrir alla hina.
* Ég er gjaldkeri í foreldrafélagi, formaður í húsfélagi og hef séð um gerð ársreikninga fyrir óskattskyld félög