Besta aðgangsumsýslutólið - Enterprise

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Besta aðgangsumsýslutólið - Enterprise

Pósturaf rapport » Þri 10. Des 2019 18:38

Er að leita að góðri enterprise lausn fyrir afhendingu aðgangsupplýsinga til notenda.

Ein leiðin væri að eiga og reka einhverskonar Vault með öflugri aðgangsstýringu eða tengjast island.is og afhenda notendanöfn og lykilorð í pósthólf notenda þar með öruggum hætti.

En svo datt mér í huga að spyrja hérna, það hlítur einhver hérna að þekkja einhverja snilldar lausn til að halda utanum og sýsla með aðgangsupplýsingar fyrir mikinn fjölda notenda.

Hverju mælið þið með?

Heyrði að PasswordManagerPro væri vinsæll í fjármálageiranum, en sýnist það vera meira fyrir stýringu á kerfisaðgöngum og kerfisstjórarréttindum.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Besta aðgangsumsýslutólið - Enterprise

Pósturaf Revenant » Þri 10. Des 2019 18:54

Ef þetta eru einskiptislykilorð þá hafa mörg fyrirtæki og stofnanir notað rafræn skjöl í heimabanka til að dreifa þeim.
Kosturinn er sá að bankarnir sjá alfarið um auðkenningarferlið og notendur þekkja ferlið, þ.e. fara í heimabanka og þar í rafræn skjöl.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Besta aðgangsumsýslutólið - Enterprise

Pósturaf dori » Þri 10. Des 2019 21:53

Hvað með að senda skjöl með upplýsingunum með þessu tóli? https://transfer.signet.is/

Ég hef fengið aðgangsupplýsingar sendar með því og það var alveg allt í lagi upplifun og virkaði nokkuð öruggt.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Besta aðgangsumsýslutólið - Enterprise

Pósturaf rapport » Mið 11. Des 2019 08:20

Þetta snýr að afhendingu lykilorða, en er ekkert kerfi til sem t.d. þjónustuborð getur unnið með við að resetta lykilorð og veita aðgang m.v. fyrirframskilgreindar role based aðgangsveitingar?

Sértækur eða óskilgreindur aðgangur yrði þá veittur af 2. eða 3. level support, en það sem búið væri að fyriframskilgeina gæti þetta "kerfi" haldið utanum.