búinn að vera að lenda í því ítrekað í ár að seljendur og sölusíður baila eða vilja aukagreiðslur eftir söluna fyrir að senda batterý / hluti með batterý hingað til Íslands, og maður fær allskonar loðin svör þegar maður reynir að spyrjast fyrir um ástæður þess.
flutti inn rafmagnseinhjól frá Englandi í vor, það kom óvæntur eitthvað 90 punda aukakosnaður sem ég borgaði helminginn af.
keypti batterýhulstur fyrir farsímann minn í sumar, fyrsti seljandinn hætti við, þurfti að lokum að kaupa frá öðrum seljanda sem var að selja sama hlutinn á c.a. 50% meira verði. svo núna allra síðast var að panta af ebay 2 lítil batterý í 360 myndavél sem ég keypti nýlega, fyrst var ómögulegt að finna seljanda á amazon sem sendi til íslands, svo núna sendir ebay mér þetta:
"RESTRICTED ITEM
Dear ..
We are writing to inform you that your recent purchase through the Global Shipping Program from [why.leave.home] cannot be completed.
The item in question has been deemed restricted. This could be due to import/shipping restrictions or eligibility requirements within the Global Shipping Program. The item will not be shipped to you nor returned to your seller..
Insta360 One X Cold-Weather Battery, Perfect For Use In A Low Temperature Condit"
virðist hreinlega hafa verið gert upptækt hvorki ég né seljandinn eigum að fá batterýið, get alveg séð fyrir mér seljendur hætta að nenna að senda hluti hingað ef eitthvað óþekkt dæmi er að valda þeim tapi og veseni.
eru eitthvað strangari reglur um innflutning á batteríum til landsins en annarsstaðar eða afhverju er þetta síendurtekið að verða extra erfitt/dýrt þegar er shippað hingað?
Síendurtekið vesen að fá batterý sendingar hingað.
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1339
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 100
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Síendurtekið vesen að fá batterý sendingar hingað.
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Síendurtekið vesen að fá batterý sendingar hingað.
Stutta svarið, það má ekki flytja rafhlöður með flugi.
Lausn, merkja pakka sem batterí og senda með skipi, hvort seljendur nenni því er svo annað mál
Lausn, merkja pakka sem batterí og senda með skipi, hvort seljendur nenni því er svo annað mál
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Síendurtekið vesen að fá batterý sendingar hingað.
russi skrifaði:Stutta svarið, það má ekki flytja rafhlöður með flugi.
Lausn, merkja pakka sem batterí og senda með skipi, hvort seljendur nenni því er svo annað mál
Það er bannað að flytja lithíum rafhlöður með farþegaflugi en það má flytja þær með fraktflugi því þær eru flokkaðar sem hættulegur varningur.
-
- Fiktari
- Póstar: 91
- Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
- Reputation: 52
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síendurtekið vesen að fá batterý sendingar hingað.
Revenant skrifaði:russi skrifaði:Stutta svarið, það má ekki flytja rafhlöður með flugi.
Lausn, merkja pakka sem batterí og senda með skipi, hvort seljendur nenni því er svo annað mál
Það er bannað að flytja lithíum rafhlöður með farþegaflugi en það má flytja þær með fraktflugi því þær eru flokkaðar sem hættulegur varningur.
keyword - "að þær séu flokkaðar sem hættulegur varningur" - þá þarf sá sem sendir að hafa kynnt sér reglurnar og kunni að senda þær. Ég hef verið töluvert í svona racing drones (kappflygildi) - og fyrst þegar bannið kom þá var þetta bara ómögulegt. En það tók þá sem selja rafhöðurnar töluverðan tíma að kynna sér reglurnar etc. DHL eru bestir í þessu - en aftur..sá sem sendir þarf að hafa þetta sem option.
ps. Þú mátt svo taka LiPo / LiIon rafhlöður í handfarangur ef þær eru undir ákveðinni stærð. Tók einusinni 16x 1300mAh 4s í í handfarangur
---
Re: Síendurtekið vesen að fá batterý sendingar hingað.
Ég keypti rafhlöðu á ebay og fékk hana senda heim til mín í UK frá sendanda innan í landinu, þegar hún passaði svo ekki þá fór ég á pósthúsið og ætlaði að senda tilbaka. Þá sagði konan hjá Royal Mail að það er stranglega bannað að senda rafhlöður stakar, þó það sé innanlands og fari aldrei nálægt flugvél eða skipi. Hún sagði mér líka að þessi pólisía sé algjört vesen því það sé herbergi fullt af rafhlöðum á hverju pósthúsi sem enginn veit hvað á að gera við.
Endaði þannig að ég lóðaði tengið og controllerinn af gömlu rafhlöðunni og notaði nýju þannig til að redda mér :/
Þetta var í Október á þessu ári.
Varðandi flug og handfarangur, alltaf þegar ég ferðast með drónann þá tek ég rafhlöðurnar og treð í bakpokann. Sama með farsíma sem ég er að kaupa handa fólki á íslandi þá tek ég þá alltaf með mér í handfarangri.
Endaði þannig að ég lóðaði tengið og controllerinn af gömlu rafhlöðunni og notaði nýju þannig til að redda mér :/
Þetta var í Október á þessu ári.
Varðandi flug og handfarangur, alltaf þegar ég ferðast með drónann þá tek ég rafhlöðurnar og treð í bakpokann. Sama með farsíma sem ég er að kaupa handa fólki á íslandi þá tek ég þá alltaf með mér í handfarangri.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Síendurtekið vesen að fá batterý sendingar hingað.
Lent í þessu á ebay að þeir vilja aukagjald en rukkað er í kaupferlinu ...
Hef þá vanalega cancelað bara en það hefur ekki verið með batterý var t.d að kaupa android spilara í bíl kostaði 300$ og þá vildi hann 100$ í sendingu auka ofaná einhverja 20$ sem voru rukkaðir þannig cancelaði bara
Hef þá vanalega cancelað bara en það hefur ekki verið með batterý var t.d að kaupa android spilara í bíl kostaði 300$ og þá vildi hann 100$ í sendingu auka ofaná einhverja 20$ sem voru rukkaðir þannig cancelaði bara
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1339
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 100
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síendurtekið vesen að fá batterý sendingar hingað.
Dropi skrifaði:Ég keypti rafhlöðu á ebay og fékk hana senda heim til mín í UK frá sendanda innan í landinu, þegar hún passaði svo ekki þá fór ég á pósthúsið og ætlaði að senda tilbaka. Þá sagði konan hjá Royal Mail að það er stranglega bannað að senda rafhlöður stakar, þó það sé innanlands og fari aldrei nálægt flugvél eða skipi. Hún sagði mér líka að þessi pólisía sé algjört vesen því það sé herbergi fullt af rafhlöðum á hverju pósthúsi sem enginn veit hvað á að gera við.
Endaði þannig að ég lóðaði tengið og controllerinn af gömlu rafhlöðunni og notaði nýju þannig til að redda mér :/
Þetta var í Október á þessu ári.
Varðandi flug og handfarangur, alltaf þegar ég ferðast með drónann þá tek ég rafhlöðurnar og treð í bakpokann. Sama með farsíma sem ég er að kaupa handa fólki á íslandi þá tek ég þá alltaf með mér í handfarangri.
þá veit ég hvar brennimerktu "RESTRICTED" batterýin mín eru lol, í bakherbergi á eitthverju pósthúsinu. þetta eru nú bara 2x 1200mah ekkert mikið meira en er í tæki sem heitir Snjallsími og milljarður manna er með svoleiðis tæki þétt upp við andlitið á sér dags daglega án teljandi vandamála..
annars þessi öfgahræðsa við batterý er nú alveg sérstök, sjálfsagt eitthverjir securocratar í pólitík að ofmeta líkurnar á hættum enn eina ferðina, minnir mig á þegar Eyjafjallajökull gaus, og öllu flugi í Evrópu var aflýst, svo var þetta ekkert eins alvarlegt og haldið var og þar af leiðandi eðlilega aðlagað að raunhæfum umhverfisþáttum í kjölfarið.
og alhyglisvert nú kemur "Item does not ship to you" hjá seljandanum, og verðið hefur hækkað, en hvað þetta er fyrirsjáanlegt, seljendinn nennir augljóslega ekki að standa í veseni og frekar hættir bara að senda hingað eftir að brenna sig, þetta verður gaman eftir 10ár þá kemur allt batterý dót með skipi eins og í gamla daga
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack