Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?
Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?
Tja, ætti að geta keyrt til ak án þess að hlaða þannig ef maður væri svo óheppin að allir superchargers í Staðarskala væru uppteknir þá myndi maður ekki vera strand, auk þess eru stöðvar á fleiri stöðum sem maður gæti notað frá On, svo sér maður í bílnum hve margir superchargers séu lausir, en auðvitað bætist við hleðslunetið jafnóðum, og er mun ódýrara en að setja upp vetnis stöð, fyrir utan að það þarf að keyra vetnið a milli og það er víst svipað og með metanið, stöðin þarf ákveðið buffer í þrýsting til að geta fyllt á tanka í bílum
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?
Kemur auðvitað bara ekkert einn Supercharger. Þar sem ég hef séð svona stöðvar, þá eru 5-10 stykki kannski
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?
GullMoli skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Það er að minnsta kosti hægt að endurvinna og farga rafhlöðum á skynsamlegan hátt.
Það er ekki hægt við útblástur bíla, við erum bara látin anda þessu að okkur eins og ekkert sé eðlilegra.
Vissulega, sérstaklega á Íslandi þar sem raforkan er unnin úr náttúrunni. Það sama á ekki við um öll önnur lönd, þar sem raforkan er jafnvel unnin út frá kolum.
Ég er aðalega að spá í því hvort að vetnisbílar séu ekki umhverfisvænni kostur, ef litið er á heildarmyndina.
Var ekki búið að drepa vetnishugmyndina fyrir u.þ.b 15 árum síðan?
Þetta er ágætlega sniðugt að nýta metangasið úr sorpinu hér á landi, en ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að vetni sé eitthvað gáfulegt nema í einhverjum undantekningum, þar sem staðbundin mengun væri orðin allt of mikil.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?
chaplin skrifaði:GullMoli skrifaði:Færi nú varlega í að bera saman kostnað við að fylla á bensínbíl án þess að taka inn kostnaðinn við að hlaða rafmagnsbílinn, þó vissulega muni mjög miklu.
Mig minnir að það sé talað um að það kosti 1.000 - 1.500 kr að hlaða rafhlöðuna í rafmagnsbílum, þarf vissulega að taka það inn í reikninginn.GullMoli skrifaði:Svo eru rúmlega 50% af tekjum ríksins, tengt bílum og bílatengdum gjöldum, skatturinn á olíu/bensíni. Skattleggja þarf eitthvað annað í framtíðinni ef sú tekjulind fær of mikið högg á sig (margir skipta yfir í rafmagnsbíla t.d.) og því spurning hvort raforkuverð muni ekki taka þann skattabolta.
Þetta finnst mér alltaf áhugaverð umræða, það er komin ný og betri lausn en ríkið treysti of mikið á tekjur frá gömlu lausninni. Þetta á ekki bara við um þetta umræðuefni. Einnig erum við á þeim stað í dag að við verðum að draga úr CO2 útblæstri, það mun vera dýrkeypt en nauðsynleg fjárfesting.
Eitt sem verður klárlega að skoða betur er hvað það kostar þjóðina í gjaldeyri að kaupa olíu og hver hagurinn væri að nýta raforkuna meira og halda gjaldeyri inn í landinu.GullMoli skrifaði:Edit: Viðhald á bensínvél er eitthvað sem á sér stað jafnt og þétt yfir lífskeið bílsins, á meðan rafhlöðuskipti eru gífurlegur kostnaður seinna á lífskeiði bílsins. Þó svo að rafhlaða sé með 90% nýtni nokkrum árum seinna, þá aukast líkurnar á því að stöku sellur klikki. Veit ekki til þess að verkstæði séu að bjóða upp á annað en alsherjar rafhlöðuskipti þegar þannig vesen kemur upp.
Vissulega, en það er bara svo margt annað sem getur klikkað í bensínbílum. Kúpling, gírkassi, púst, tímareim/keðja, etc. Ég hugsa, án þess að hafa neinar heimildir né hundsvit á því, að viðhaldskostnaður á rafmagnsbílum sé mun lægra en á bensínbílum þegar litið er til langs tíma.
Ég veit til þess að hjá Nissan er hægt að gera við stakar rafhlöður, þekki það ekki hjá öðrum framleiðendum en það væri jú vissulega út í hött ef það þarf að skipta um allar rafhlöðurnar ef ein klikkar.
Kwh kostar um 8 kr, bíllinn sem ég er á er 24kw. Hann er að nota að meðaltaði 18 kwh per 100km. Ef þú hleður heima þá borgar þú bara kwh verð ásamt fastagjaldi per dag sem er um 30 kr. Ef ég hleð þessi 24kw í hraðhleðslustöð þá kostar það um 700 kr ( þú færð afslátt ef þú ert viðskiptavinur ON.
https://www.veitur.is/verdskrar/rafveita
Þannig að það kostar aldrei 1000 til 1500 kr að hlaða bíl heima hjá sér!
Síðast breytt af einarhr á Þri 15. Okt 2019 14:43, breytt samtals 1 sinni.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?
kjartanbj skrifaði:það kostar langt í frá 1000-1500kr að hlaða rafmagnsbíl nema maður hlaði alltaf á hleðslustöðvum , liklega nærri 200-400kr skiptið eftir stærð batterís ef það er hlaðið heima
Ef þú ætlar að fullhlaða bíl (augljóslega sjaldnast sem það er tilfellið en það hlýtur að þurfa að byggja reikningsdæmið á því) þá er Tesla 3 Standard Range Plus 54kWh og m.v. 14 kr/kWh og 100% nýtni á hleðslunni þá kostar það 756 kr. Hins vegar hef ég séð tölur á internetinu um að fólk sé að fá svona 80% nýtni af kWh sem það borgar fyrir inná batteríið sem væri þá 945 kr. (væri 1312 kr. fyrir fullhleðslu á long range m.v. 80% nýtni og 14 kr/kWh). Svo að mér finnst það ekkert fjarri lagi hjá chaplin.
Annars er kannski gagnlegra að tala um hvað kostar að keyra bíl 100 km (þar sem fólk þekkir að eyða t.d. 10l/100km sem kostar þá svona 2000-2300 kr. í dag). Skv. Wikipedia er Tesla 3 að nota svona 16kWh/100km sem er 280kr/100km m.v. 14kr/kWh og 80% nýtni). Alveg helvíti gott að spara tæplega 90% á eldsneytisverði á kílómeter.
Maður borgar bæði fyrir rafmagnið og flutning á því. Það er svona sirka 15 kr/kWh samtals (14-18 kr eftir því hvaða þjónustuaðila þú ert með).einarhr skrifaði:Kwh kostar um 8 kr, bíllinn sem ég er á er 24kw. Hann er að nota að meðaltaði 18 kwh per 100km. Ef þú hleður heima þá borgar þú bara kwh verð ásamt fastagjaldi per dag sem er um 30 kr. Ef ég hleð þessi 24kw í hraðhleðslustöð þá kostar það um 700 kr ( þú færð afslátt ef þú ert viðskiptavinur ON.
https://www.veitur.is/verdskrar/rafveita
Þannig að það kostar aldrei 1000 til 1500 kr að hlaða bíl heima hjá sér!
https://orkusetur.is/reiknivelar/raforka/raforkuverd/