8K tilraunaútsendingar á 19.2E

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

8K tilraunaútsendingar á 19.2E

Pósturaf jonfr1900 » Þri 10. Sep 2019 18:26

Ég var að skoða breytingar á rásum á 19.2E á lyngsat.com og rakst á þetta. Þetta eru nýlegar tilraunir hjá SES. Ef einhver er með gervihnattadisk og 8K sjónvarp á Íslandi þá er hægt að prufa 8K upplausnina þarna.


SES 8K.png
SES 8K.png (7.89 KiB) Skoðað 3210 sinnum




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 8K tilraunaútsendingar á 19.2E

Pósturaf jonfr1900 » Mið 11. Sep 2019 03:44

Ég var að athuga með bandvíddina sem 8K útsending notar og þessi tilraunaútsending er að nota öll 36Mhz í útsendinguna með HEVC þjöppun (h.265). Þetta er ekki að fara í útsendingu á UHF kerfi á næstunni þar sem hver rás þar er eingöngu 8Mhz bandvídd og mundi þurfa fjórar UHF rásir í eina 8K útsendingu (það er ekki til nóg af rásum í dag vegna 4G/5G á UHF 49 til 69 rásum). Til samanburðar þá notar 4K útsending með sömu uppsetningu aðeins 8Mhz á UHF kerfi. Á gervihnattarásum þá komast fyrir þrjár 4K rásir á einum transponder eða ein 4K útsending og fimm 1080p útsendingar.

Ég veit ekki heldur hvernig þetta ætti að koma 8K merki yfir IPTV kerfi bara vegna bandvíddar kröfunnar einnar og sér. Svona efni kemst að ég held ekki einu sinni á blu-ray disk vegnar stærðarinnar.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 8K tilraunaútsendingar á 19.2E

Pósturaf kiddi » Mið 11. Sep 2019 09:12

Ég fer á iðnsýningu í Amsterdam annaðhvert ár sem kallast IBC (International Broadcasting Convention) og þar eru þeir með svokallað Future Zone þar sem maður fær að gægjast inn í framtíðina í þessum geira. Í fyrra fengum við einmitt að sjá nokkur 8K demo, og meira að segja eitt 8K 120hz(fps) HDR sem var að keyra á rúmlega 100" sjónvarpi - þetta var eins og að horfa í gegnum glugga, ekki hægt að sjá að þetta hafi verið sjónvarp. En hvað sem því líður, þá áttu öll þessi 8K demo það sameiginlegt að myndskeiðin voru keyrð af háværum 10Gbe RAID stæðum - það er ekkert lítið gagnamagn sem 8K þarf ef það á ekki að vera þjappað í drasl. Í desember 2018 áttu að hafa byrjað tilraunaútsendingar á 8K efni í Hong Kong, veit ekki hvernig það kom í ljós.