Í sameiginlegri umsögn fjögurra samtaka höfundarréttarhafa er óskað eftir því að í lagasetningu verði stjórnvöldum heimilt að afskrá lén ef þar fer fram ólögleg starfsemi. Þar er bent á að erlend vefsvæði þar sem höfundarréttarvörðu efni er dreift án heimildar hafi verið skráð með .is-lén auk þess sem hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við islamskt ríki höfðu fengið skráð lén hér. Lén hryðjuverkamannanna var afskráð árið 2014 á þeim forsendum að upplýsingar um eiganda þess hafi augljóslega rangar í skráningunni.
Höfundaréttarhafar óska eftir því að lénaskráningin verði bundin opinberu leyfi, með sama hætti og fjarskiptarekstur eða tíðnisvið útvarpsrása.
Tekið úr þessari hérna frétt. Vilja að stjórnvöld geti afskráð .is lén