Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 09. Maí 2019 15:55

Sælir/Sælar

Eruð þið með einhverja skoðun á þessu máli - Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/05/03/Vegna-umraedu-um-samning-rikisins-vid-Microsoft-/

Stök lýsingarorð eru oft hressandi í almennri umræðu, en ef þú hefur skoðun á þessu máli þá máttu endilega rökstyðja það sem þú hefur að segja um málið. (Eða reyna það allavegana)


Just do IT
  √

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf GuðjónR » Fim 09. Maí 2019 16:27

Alltaf gott þegar reynt er að hagræða og spara. En svo er líka spurning hvað er verið að borga fyrir öll þessi leyfi og er hægt að fá sambærilegar ódýrari eða fríar lausnir?

Maður veltir líka fyrir sér hvort þetta standist og hvað myndi ávinnast með open source kerfum sem kosta ekkert?
Bein hagræðing: 800 m.kr.
Tímasparnaður: 2.700 m.kr (samsvarar 260 ársverkum)
Afleidd áhrif: 2.000 m.kr.
Árlegur ávinningur næmi því 5.500 m.kr sem koma mun fram að fullu á árinu 2023



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf Revenant » Fim 09. Maí 2019 16:44

GuðjónR skrifaði:Alltaf gott þegar reynt er að hagræða og spara. En svo er líka spurning hvað er verið að borga fyrir öll þessi leyfi og er hægt að fá sambærilegar ódýrari eða fríar lausnir?

Maður veltir líka fyrir sér hvort þetta standist og hvað myndi ávinnast með open source kerfum sem kosta ekkert?
Bein hagræðing: 800 m.kr.
Tímasparnaður: 2.700 m.kr (samsvarar 260 ársverkum)
Afleidd áhrif: 2.000 m.kr.
Árlegur ávinningur næmi því 5.500 m.kr sem koma mun fram að fullu á árinu 2023


Kostnaður við að þjálfa fólk að nota nýjan hugbúnað ásamt stuðningi við það er eflaust hærri heldur en leyfiskostnaðurinn. Síðan er oft mjög sérhæfður hugbúnaður sem keyrir aðeins á Windows.
München færði sig yfir í Linux (LiMux) fyrir ca. 10 árum síðan en eru að færa sig aftur yfir í Windows því það er það sem fólk kann.



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 09. Maí 2019 16:50

Er að velta fyrir mér hvort er verið að sýsla með gögn í gegnum Onedrive til að miðla með skjöl í Public cloudinu hjá Microsoft :-k

Er hins vegar ánægður að heyra með að ríkið er að hefja notkun gagnabrautarinnar Straumsins (X-Road) fljótlega.

X-Road er opinn hugbúnaður og hefur verið nýttur í 15 ár af Eistum og Finnum, sem skipað hafa sér í fremstu röð þjóða þegar kemur að veitingu stafrænnar, opinberrar þjónustu. X-Road verður hryggjarstykkið í gagnaflutningi hjá hinu opinbera þegar það kemst í gagnið á næstu mánuðum.


Just do IT
  √


Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf Televisionary » Fim 09. Maí 2019 17:03

Borgin Munchen í Þýskalandi var ein sú fyrsta til að innleiða Linux á allar vinnustöðvar á sínum. Í lok ársins 2017 gáfust þeir upp og boðuðu Windows 10 á allar vinnustöðvar fyrir lok ársins 2020 (30 þúsund útstöðvar). Þetta verkefni var keyrt í 15 ár hjá þeim þannig að þetta var ekki bara 1-2 ár og svo gefist upp. Það segir heilmikið ef að stór aðili eins og þetta gefst upp.

Ég vinn með stórfyrirtækjum víða um heim og ef þú segir fólki að þú sért ekki með hluti eins og Microsoft Project, Microsoft Visio og tala nú ekki um ef þú segðist nota Openoffice. Þá myndu þessi fyrirtæki sparka okkur út á gangstétt hraðar en við gætum blikkað augunum.

Það er nógu erfitt að selja vinnuna sína án þess að þurfa að segja við væntanlega viðskiptavini og núverandi að einn af fólkinu sem vinnur hjá þér getur ekki skilað því sem um var beðið því að wifi reklarnir hans duttu út við "kernel upgrade" eða þegar open source trúboðarnir nota Openoffice og skemma öll skjöl sem búið er að eyða endalausum tíma því að "formatting" skemmdist þegar einhver snillingurinn opnaði skjalið í Openoffice og vistaði það.

Nei takk ég tek því fegins hendi því að greiða Microsoft skattinn. Office 365 er ódýrt og tryggir að allt starfsfólkið sem vinnur með/fyrir mig hefur öll leyfi og allt sitt á tæru og hægt að bæta við leyfum á einfaldan máta.

(ég var svo lengi að skrifa þetta innlegg og sé að Revenant er búin að nefna Munchen)

Ég er kátur að sjá að þessi verkfæri eru til í ölllum skólum og að börnin hafi aðgengi að verkfærum sem eru nýtileg þegar að út í hinn stóra heim er komið. Lausn eins og 365 hefur gert það að verkum að allir hafa jafnan þröskuld að kaupa aðgengi að þessu ég man þá tíð þegar fólk var í gríð og erg að stela bæði Windows og Office leyfum. Einnig grunar mig að ríkið/sveitarfélögin hafi fari ansi frjálslega með leyfin sín og engin leið að gera úttekt á þessu svo að birginn sé glaður. Fögnum þessum samning að hann sé komið í gagnið og allt uppi á borðinu.


GuðjónR skrifaði:Alltaf gott þegar reynt er að hagræða og spara. En svo er líka spurning hvað er verið að borga fyrir öll þessi leyfi og er hægt að fá sambærilegar ódýrari eða fríar lausnir?

Maður veltir líka fyrir sér hvort þetta standist og hvað myndi ávinnast með open source kerfum sem kosta ekkert?
Bein hagræðing: 800 m.kr.
Tímasparnaður: 2.700 m.kr (samsvarar 260 ársverkum)
Afleidd áhrif: 2.000 m.kr.
Árlegur ávinningur næmi því 5.500 m.kr sem koma mun fram að fullu á árinu 2023



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 09. Maí 2019 17:08

Vill samt minna á að Microsoft elskar Linux í dag :megasmile
Mynd


Just do IT
  √

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf rapport » Fim 09. Maí 2019 17:48

Ég er ekki lengur starfsmaður tölvudeildar LSH en get ímyndað mér að þetta valdi auknum kostnaði fyrir LSH um hundruðir milljóna á tímabilinu, líklega hátt í 50 milljónir á ári.

Aðal ástæðan er að á LSH eru líklega um 10.000 notendur en 4.000 clientar og LSH átti sín client leyfi og var ekki að greiða neitt árgjald.

Umsjón hugbúnaðarins var eins einföld og hugsast gat, bara dreifing á hugbúnaði, engin aðgangsstýring og ekkert vesen.

Núna þarf LSH að greiða fyrir alla notendur og hafa umsjón með að aðgengi þeirra og í stað þess að útdeila kostnaði á deildina sem keypti tölvuna, þá þarf að útdeila kostnaði frá mánuði til mánaðar út frá því á hvaða deild starfsmaður starfar og það eru 250 deildir á LSH.

Þannig að ég sé bara að fyrir LSH þá er þetta dýrari leyfi, fleiri leyfi og flóknari rekstur.


EDIT:

ps. hvaða 260 ársverk er verið að spara, hvaða tímasparnaður er við að fara í Office 365?



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 09. Maí 2019 21:21

rapport skrifaði:Ég er ekki lengur starfsmaður tölvudeildar LSH en get ímyndað mér að þetta valdi auknum kostnaði fyrir LSH um hundruðir milljóna á tímabilinu, líklega hátt í 50 milljónir á ári.

Aðal ástæðan er að á LSH eru líklega um 10.000 notendur en 4.000 clientar og LSH átti sín client leyfi og var ekki að greiða neitt árgjald.

Umsjón hugbúnaðarins var eins einföld og hugsast gat, bara dreifing á hugbúnaði, engin aðgangsstýring og ekkert vesen.

Núna þarf LSH að greiða fyrir alla notendur og hafa umsjón með að aðgengi þeirra og í stað þess að útdeila kostnaði á deildina sem keypti tölvuna, þá þarf að útdeila kostnaði frá mánuði til mánaðar út frá því á hvaða deild starfsmaður starfar og það eru 250 deildir á LSH.

Þannig að ég sé bara að fyrir LSH þá er þetta dýrari leyfi, fleiri leyfi og flóknari rekstur.


EDIT:

ps. hvaða 260 ársverk er verið að spara, hvaða tímasparnaður er við að fara í Office 365?


Já sæll.. Það er dágóð upphæð ef rétt reynist
Eflaust er LSH ein af eftirfarandi stofnunum sem komið var inná í blogginu sem fann fyrir hækkunum á leyfiskostnaði.

Ráðuneytinu hafa borist ábendingar vegna hækkunar á leyfakostnaði hjá einstökum stofnunum. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður og er ráðuneytið að skoða hvert tilfelli.


Just do IT
  √

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf Viktor » Fim 09. Maí 2019 21:29

Í augum margra notenda tölvanna geturðu alveg eins sleppt því að bjóða upp á tölvur ef það vantaði Office pakkann.

Þú ferð ekki að halda námskeið fyrir tugþúsundir manns til að læra á eitthvað nýtt “open source” kerfi, það væri eflaust tíu til hundrað sinnum dýrara þegar upp væri staðið.

Frábært ef það er hægt að minnka heildarkostnaðinn.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf jonfr1900 » Fim 09. Maí 2019 22:29

Vandamálið með Linux (allar útgáfur) er að það er alvarlegur skortur á stöðlum aðferðum til að gera hluti. Þetta þýðir að fyrirtæki og ríki eiga í vandræðum með að vinna með slíkt. Þetta er einfaldara með Windows og tengda hluti. Þrátt fyrir almennt þá sé vesen með Windows 10 og tengd forrit.

Staðan er betri þegar það kemur að notkun *BSD. Þar er bara að velja útgáfu og hefja notkun en þar er alvarlegur skortur á notendavænum kerfum. Þó svo að það sé verið að reyna að breyta því. Það gengur bara mjög illa eins og er og ég held að það verði raunin í lengri tíma.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf appel » Fim 09. Maí 2019 22:40

Þetta er síbreytilegt.

Linux var svona hype í stofnanarekstri fyrir 10-15 árum síðan, ódýrari valkostur miðað við Windows og Office.

Svo kom BYOD hugarfarið, þ.e. "Bring Your Own Device" snemma í snjalltækjabyltingunni. Þá hafði fólk bara frelsi til að nota sín eigin tæki í vinnunni, allskonar tæki, þótti voða kúl concept þá.

Það hefur svo vikið fyrir skýjabyltingunni og að öllum tækjum sé miðstýrt. Helsta ástæðan fyrir því var að BYOD gengur ekki upp út frá öryggissjónarmiðum, en mörg fyrirtæki hafa innleitt ISO staðla hvað öryggi varðar og hert á öllu öryggi tengdu net og tölvum, ekkert tæki má lengur vera bara þitt eigið og tengjast fyrirtækjanetinu.

Næst verður þetta allt saman virtualizað, öll tæki verða dummy terminals og keyra allt saman í skýjinu. Við erum að stefna í þá átt ansi hratt. Sala á laptops og öðrum slíkum tölvum á eftir að hrynja. Ég vil ekki eiga hlutabréf í Intel.


*-*

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 09. Maí 2019 23:05

jonfr1900 skrifaði:Vandamálið með Linux (allar útgáfur) er að það er alvarlegur skortur á stöðlum aðferðum til að gera hluti. Þetta þýðir að fyrirtæki og ríki eiga í vandræðum með að vinna með slíkt. Þetta er einfaldara með Windows og tengda hluti. Þrátt fyrir almennt þá sé vesen með Windows 10 og tengd forrit.

Staðan er betri þegar það kemur að notkun *BSD. Þar er bara að velja útgáfu og hefja notkun en þar er alvarlegur skortur á notendavænum kerfum. Þó svo að það sé verið að reyna að breyta því. Það gengur bara mjög illa eins og er og ég held að það verði raunin í lengri tíma.


Eflaust eitthvað til í þessu, framtíðin er hins vegar mjög björt í Linux heiminum þegar kemur að smátölvum og container málum.
Þarft bara að skoða Docker hub til að átta þig á þeirri sprengingu sem er í gangi þar.
Á Fartölvum/PC vélum hafa þó mál skánað til muna eftir að Systemd var innleitt og Gnome var skipt út fyrir Unity á Ubuntu distroinu (Buggar lagaðir og þess háttar í mun meiri mæli en áður hefur verið gert).Mín reynsla í dag er að maður þarf að installa meira af driverum og updateum á Windows vélum á fresh installi heldur en á Linux desktop vélum í dag og það er ekki fyrr en þú reynir að nota Nvidia GPU sem þú þarft í raun og veru að installa sér driverum fyrir vélbúnað. Meira að segja fullt af leikjum að koma út sem er hægt að spila á Linux í dag.
En auðvitað notar fólk það stýrikerfi og hugbúnað sem hentar hverju sinni, en ég þarf ekkert að fíla það hins vegar \:D/


Just do IT
  √


zurien
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Vegna umræðu um samning ríkisins við Microsoft

Pósturaf zurien » Fös 10. Maí 2019 08:21

Samræmd innkaup til þess að spara pening er fínt, en þessi framhvæmd er algert fiasco!

1. Samningur var undurritaður 2017 - júní minnir mig.
2. Engin þarfagreining eða annar undibúningur virðist hafa verið framhvæmd.
3. Innleiðing er á byrjunarstigi nú tveim árum eftir undirskrift.
4. Stofnanir eru farnar að fá reikning fyrir leyfum sem þær eru ekki komnar með. Þrátt fyrir að vera með eigin MS samning sem er virkur og sniðinn að þeirra þörfum.