Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf rapport » Sun 24. Mar 2019 18:58

Nú stefnir í að WOW fari á kúpuna og að Icelandair haldi áfram að nota vélar sem komist í loftið í gegnum gallað vottunarferli FAA í Bandaríkjunum.

Þá eru Norwegian mikið með þessar MAX 8 vélar.

Þessu öllusaman mun fylgja efnahagslægð sem án efa mun hækka húsnæðislánin okkar um 10-15% til frambúðar og valda kreppuskoti sem enn og aftur gerir það að verkum að þeir sem eiga peninga geta keypt fasteignir ódýrt og leigt öðrum dýrt.

p.s. ég er ekki smeykur við þetta og er ekki að mála skarattann á vegginn, þetta er gangurinn hér á klakanum og maður er nógu gamall til að hafa reynslu af þessum vítahring. Hef nánast meiri áhyggjur af þessum flugvélamálum uppá sumarfríið en efnahagsmálunum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 24. Mar 2019 20:23

Fáum að vita meira á morgun með framtíð Wow Air
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/03/24/wow_air_verdur_endurskipulagt/

Möguleg áhrif brottfalls WOW af flugmarkað
"Samdráttur á landsframleiðslu um allt að 2,7 prósent. Þúsundir myndu missa vinnuna og gengi krónunnar gæti veikst í kjölfarið skv ráðgjafafyrirtækinu Reykjavík Economics"
https://www.visir.is/g/2019190329348/treystu-ser-ekki-til-ad-halda-afram-vidraedum-vegna-fjarhagsstodu-wow

Sjálfur tók ég 60% óverðtryggt og 40% verðtryggt fasteignalán og gaf mér það að það yrðu einhverjar sveiflur í hagkerfinu.

Sjálfur ætla ég líklega að bóka með Norweigian í sumar (hef fína reynslu af þeim hingað til).


Just do IT
  √


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 650
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf agnarkb » Sun 24. Mar 2019 20:53

Bæði Norwegian og Icelandair eru búin að leggja Max 8 vélunum. Finnst líklegt að þær séu ekki að fara aftur í loftið strax, sérstaklega ef DoJ og DoT úti í BNA sé farið að rannsaka vottunarferlið. Svo er líka séns á því að EASA fari fram á sér vottun í Evrópu á þessum vélum.
Nú er bara notast við 757/767 og svo 737-800 og Dreamliner hjá Norwegian.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf DaRKSTaR » Sun 24. Mar 2019 21:35

heyrði það í dag að wow myndi lýsa sig gjaldþrota á þriðjudag.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 650
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf agnarkb » Sun 24. Mar 2019 21:40

DaRKSTaR skrifaði:heyrði það í dag að wow myndi lýsa sig gjaldþrota á þriðjudag.


Hvaðan fékkstu þær upplýsingar?


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf rapport » Fim 28. Mar 2019 09:29

agnarkb skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:heyrði það í dag að wow myndi lýsa sig gjaldþrota á þriðjudag.


Hvaðan fékkstu þær upplýsingar?


Djöfull er fúlt að þett ahafi verið næstum því rétt...




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf Tbot » Fim 28. Mar 2019 09:36

rapport skrifaði:
agnarkb skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:heyrði það í dag að wow myndi lýsa sig gjaldþrota á þriðjudag.


Hvaðan fékkstu þær upplýsingar?


Djöfull er fúlt að þett ahafi verið næstum því rétt...



Því miður var ekki erfitt að sjá þetta. Um leið og flugvélaeigendur voru farnir að óska eftir kyrrsetningu véla á erlendri grundu, þá var stutt eftir.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf rapport » Fim 28. Mar 2019 09:46

Held að þetta MAX8 situation hafi ekki hjálpað, nú er nóg af flugfélögum sem þurfa að fá leigðar vélar ASAP og eru tilbúnar að borga fyrir það.

Ef ég ætti Airbus flugvél sem ég þyrfti að greiða afborganir af, hvort vil ég þá fá hlutabréf í WOW og lenda sjálfur í krísu með afborganir og hugsanlega að fá greidda leigu næstu mánuði... eða leigja hana til t.d. Icelandair þar sem ég get hækkað leiguna vegna ástandsins og ég veit að félagið mun standa í skilum?

Það er no brainer, ég vil fá fjárstreymið í lag hjá mér og ég hef ekkert að gera með óseljanlegan hlut í WOW.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf Viktor » Fim 28. Mar 2019 09:53

rapport skrifaði:Held að þetta MAX8 situation hafi ekki hjálpað, nú er nóg af flugfélögum sem þurfa að fá leigðar vélar ASAP og eru tilbúnar að borga fyrir það.

Ef ég ætti Airbus flugvél sem ég þyrfti að greiða afborganir af, hvort vil ég þá fá hlutabréf í WOW og lenda sjálfur í krísu með afborganir og hugsanlega að fá greidda leigu næstu mánuði... eða leigja hana til t.d. Icelandair þar sem ég get hækkað leiguna vegna ástandsins og ég veit að félagið mun standa í skilum?

Það er no brainer, ég vil fá fjárstreymið í lag hjá mér og ég hef ekkert að gera með óseljanlegan hlut í WOW.


Það er nú töluvert betra að vera með vélar sem virka ef flugfélag er í vandræðum, svo þetta styrkti klárlega stöðu Wow Air, og allra flugfélaga sem nota Airbus. En það var ekki nóg.

Icelandair hefur ekkert starfsfólk með próf á Airbus vélar. Flugmenn þurfa að læra sérstaklega á hverja vél og öll áhöfn að fara á nokkurra vikna námskeið í þokkabót. Það er ekkert skipt um vélar eins og nærföt :)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf GuðjónR » Fim 28. Mar 2019 10:07

Þá vitum við af hverju verkföllum var frestað í gærkvöldi.
Dollari og Evra voru í síðustu viku 118 og 136 en eru núna 124 og 140 ... æðislegt!
Svo má búast við 1.500.000.- aukareikning á húsnæðislánið.



Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf FuriousJoe » Fim 28. Mar 2019 10:10

GuðjónR skrifaði:Þá vitum við af hverju verkföllum var frestað í gærkvöldi.
Dollari og Evra voru í síðustu viku 118 og 136 en eru núna 124 og 140 ... æðislegt!
Svo má búast við 1.500.000.- aukareikning á húsnæðislánið.



Helduru að það séi bein tenging þar á milli ?


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf Tbot » Fim 28. Mar 2019 10:16

Sallarólegur skrifaði:
rapport skrifaði:Held að þetta MAX8 situation hafi ekki hjálpað, nú er nóg af flugfélögum sem þurfa að fá leigðar vélar ASAP og eru tilbúnar að borga fyrir það.

Ef ég ætti Airbus flugvél sem ég þyrfti að greiða afborganir af, hvort vil ég þá fá hlutabréf í WOW og lenda sjálfur í krísu með afborganir og hugsanlega að fá greidda leigu næstu mánuði... eða leigja hana til t.d. Icelandair þar sem ég get hækkað leiguna vegna ástandsins og ég veit að félagið mun standa í skilum?

Það er no brainer, ég vil fá fjárstreymið í lag hjá mér og ég hef ekkert að gera með óseljanlegan hlut í WOW.


Það er nú töluvert betra að vera með vélar sem virka ef flugfélag er í vandræðum, svo þetta styrkti klárlega stöðu Wow Air, og allra flugfélaga sem nota Airbus. En það var ekki nóg.

Icelandair hefur ekkert starfsfólk með próf á Airbus vélar. Flugmenn þurfa að læra sérstaklega á hverja vél og öll áhöfn að fara á nokkurra vikna námskeið í þokkabót. Það er ekkert skipt um vélar eins og nærföt :)


Þú ræður starfsfólkið með vélinni sem verktaka með þú þjálfar þitt eigið. Eða tekur inn þá sem þú vilt á launaskrá.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf GuðjónR » Fim 28. Mar 2019 10:25

FuriousJoe skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þá vitum við af hverju verkföllum var frestað í gærkvöldi.
Dollari og Evra voru í síðustu viku 118 og 136 en eru núna 124 og 140 ... æðislegt!
Svo má búast við 1.500.000.- aukareikning á húsnæðislánið.



Helduru að það séi bein tenging þar á milli ?


Ekki spurning. Í svona litlu hagkerfi þá hefur allt áhrif.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf rapport » Fim 28. Mar 2019 10:32

Tbot skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
rapport skrifaði:Held að þetta MAX8 situation hafi ekki hjálpað, nú er nóg af flugfélögum sem þurfa að fá leigðar vélar ASAP og eru tilbúnar að borga fyrir það.

Ef ég ætti Airbus flugvél sem ég þyrfti að greiða afborganir af, hvort vil ég þá fá hlutabréf í WOW og lenda sjálfur í krísu með afborganir og hugsanlega að fá greidda leigu næstu mánuði... eða leigja hana til t.d. Icelandair þar sem ég get hækkað leiguna vegna ástandsins og ég veit að félagið mun standa í skilum?

Það er no brainer, ég vil fá fjárstreymið í lag hjá mér og ég hef ekkert að gera með óseljanlegan hlut í WOW.


Það er nú töluvert betra að vera með vélar sem virka ef flugfélag er í vandræðum, svo þetta styrkti klárlega stöðu Wow Air, og allra flugfélaga sem nota Airbus. En það var ekki nóg.

Icelandair hefur ekkert starfsfólk með próf á Airbus vélar. Flugmenn þurfa að læra sérstaklega á hverja vél og öll áhöfn að fara á nokkurra vikna námskeið í þokkabót. Það er ekkert skipt um vélar eins og nærföt :)


Þú ræður starfsfólkið með vélinni sem verktaka með þú þjálfar þitt eigið. Eða tekur inn þá sem þú vilt á launaskrá.


Það styrkir ekki stöðu WOW að eiag engan pening til að borga leigu á sama tíma og það er aukin eftirspurn eftir að fá Airbus vélar leigðar.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf mikkimás » Fim 28. Mar 2019 10:34

rapport skrifaði:Hef nánast meiri áhyggjur af þessum flugvélamálum uppá sumarfríið en efnahagsmálunum.

Hvað um að fara í frí innanlands?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf rapport » Fim 28. Mar 2019 12:35

mikkimás skrifaði:
rapport skrifaði:Hef nánast meiri áhyggjur af þessum flugvélamálum uppá sumarfríið en efnahagsmálunum.

Hvað um að fara í frí innanlands?



Been there done that :guy



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf Viktor » Fim 28. Mar 2019 12:39

rapport skrifaði:Það styrkir ekki stöðu WOW að eiag engan pening til að borga leigu


Er einhver að gefa það í skyn?

Tbot skrifaði:Þú ræður starfsfólkið með vélinni sem verktaka með þú þjálfar þitt eigið. Eða tekur inn þá sem þú vilt á launaskrá.


Ef þetta væri skynsamleg leið þá væri Icelandair búið að þessu - og væri ekki að hætta við að fjölga ferðum í sumar vegna kyrrsetningar á Max 8. Eflaust allt of kostnaðarsamt, ásamt því að flækja rekstur og starfsmannamál til muna.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf Tbot » Fim 28. Mar 2019 13:30

Sallarólegur skrifaði:
rapport skrifaði:Það styrkir ekki stöðu WOW að eiag engan pening til að borga leigu


Er einhver að gefa það í skyn?

Tbot skrifaði:Þú ræður starfsfólkið með vélinni sem verktaka með þú þjálfar þitt eigið. Eða tekur inn þá sem þú vilt á launaskrá.


Ef þetta væri skynsamleg leið þá væri Icelandair búið að þessu - og væri ekki að hætta við að fjölga ferðum í sumar vegna kyrrsetningar á Max 8. Eflaust allt of kostnaðarsamt, ásamt því að flækja rekstur og starfsmannamál til muna.


Icelandiar sér bara Boeing,
Það eru margir möguleikar á leigu, en ef það á að kaupa þarf að koma upp lager af varahlutum og fl. sem kostar.

Þess utan er Icelandair ekkert of vel stætt sjálft. Tap upp á 6.6 milljarða á síðasta ári.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf rapport » Fim 28. Mar 2019 14:26

Sallarólegur skrifaði:
rapport skrifaði:Það styrkir ekki stöðu WOW að eiag engan pening til að borga leigu


Er einhver að gefa það í skyn?

Tbot skrifaði:Þú ræður starfsfólkið með vélinni sem verktaka með þú þjálfar þitt eigið. Eða tekur inn þá sem þú vilt á launaskrá.


Ef þetta væri skynsamleg leið þá væri Icelandair búið að þessu - og væri ekki að hætta við að fjölga ferðum í sumar vegna kyrrsetningar á Max 8. Eflaust allt of kostnaðarsamt, ásamt því að flækja rekstur og starfsmannamál til muna.


https://www.visir.is/g/2019190328811/th ... associates

Vandræði Icelandair vegna þessara nýju Boeing Max, höfðu þau áhrif á að leigusalarnir kyrrsettu vélarnar?

„Já, alveg klárlega. Það er gríðarleg eftirspurn eftir flugvélum núna. Verðið hefur verið að fara upp. Hættan er sú; ók, eiga þessir leigusalar að taka áhættuna á því að félagið fari í þrot og vélarnar verði kyrrsettar hér á Keflavíkurflugvelli vegna skulda eða eiga þeir að koma þeim í önnur verkefni sem eru betur borguð? Þetta var alltaf ákveðin hætta.“


En já, ég held þú hafir misskilið mig. Ég tók bara Icelandair sem dæmi um flugfélag sem vantar flugvélar, var ekki að meina að þeir væru eitthvað sérstaklega heitir fyrir þessum vélum.

Núna er tækifærið fyrir flugfélög sem reka Airbus vélar að kasta akkerum á markaðinum og koma sér vel fyrir til frambúðar með því að slá rækilega í gegn með traustri og góðri þjónustu og vilja þá líka fá vélar leigðar, það eru alskonar vinklar á aukinni eftirspurn eftir þessum vélum.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf DaRKSTaR » Fim 28. Mar 2019 18:58

rapport skrifaði:
agnarkb skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:heyrði það í dag að wow myndi lýsa sig gjaldþrota á þriðjudag.


Hvaðan fékkstu þær upplýsingar?


Djöfull er fúlt að þett ahafi verið næstum því rétt...


þetta voru réttar upplýsingar, skúli náði einhvernveginn að ljúga sig áframm í 2 daga.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf appel » Fim 28. Mar 2019 20:11

Ætli Eimskip fari ekki bara aftur að bjóða upp á farþegasiglingar milli Evrópu og Ameríku?


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf GuðjónR » Fim 28. Mar 2019 20:40

appel skrifaði:Ætli Eimskip fari ekki bara aftur að bjóða upp á farþegasiglingar milli Evrópu og Ameríku?

:wtf




Molfo
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Fim 19. Feb 2009 15:02
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf Molfo » Fim 28. Mar 2019 20:45

Fór og kíkti inn á Icelandair núna í kvöld.
Athugaði með ferð til Köben 12. apríl og heim 22.
Ég keypti ferð hjá þeim fyrir nokkrum mánuðum.
Fram og tilbaka kostaði 24 þús. Engin taska.

Sama ferð kostar núna tæpar 160 þús.
Það er greinilegt að það er ekki lengur samkeppni... þetta er algert rugl.


Fuck IT

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf hagur » Fim 28. Mar 2019 20:53

Molfo skrifaði:Fór og kíkti inn á Icelandair núna í kvöld.
Athugaði með ferð til Köben 12. apríl og heim 22.
Ég keypti ferð hjá þeim fyrir nokkrum mánuðum.
Fram og tilbaka kostaði 24. þús. Engin taska.

Sama ferð kostar núna tæpar 160 þús.
Það er greinilegt að það er ekki lengur samkeppni... þetta er algert rugl.


Ekki að ég sé eitthvað að verja Icelandair, en þá er þetta ekkert nýtt. Alltaf ódýrara að kaupa flug með góðum fyrirvara. Að flugsæti sé dýrara þegar nær dregur brottför er bara eins og verðlagning á flugsætum hefur alltaf verið.

Hlustaði á viðtal við forstjóra Icelandair seinnipartinn í dag og hann fullyrti að engar verðbreytingar hafi verið gerðar á fargjöldum Icelandair í kjölfar brotthvarfs Wow air. Svo er spurning hvort hægt sé að trúa þessu hjá honum en bara m.v. eigin reynslu í gegnum tíðina þá er þetta bara eins og verðlagning flugfargjalda virðist vera háttað almennt.

Svo má ekki gleyma því að það er ennþá bullandi samkeppni í gangi, það eru enn einhver 15-20 félög að fljúga til og frá Íslandi þrátt fyrir allt.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 650
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á maður að komast í fríið og er allt að fara í fokk?

Pósturaf agnarkb » Fim 28. Mar 2019 20:55

Molfo skrifaði:Fór og kíkti inn á Icelandair núna í kvöld.
Athugaði með ferð til Köben 12. apríl og heim 22.
Ég keypti ferð hjá þeim fyrir nokkrum mánuðum.
Fram og tilbaka kostaði 24 þús. Engin taska.

Sama ferð kostar núna tæpar 160 þús.
Það er greinilegt að það er ekki lengur samkeppni... þetta er algert rugl.


Kíkti hjá SAS. Sama ferð þar á 106 þús


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic