FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Samkvæmt fréttum í dag þá fékk FRÍSK lögbann á IPTV Iceland frá og með deginum í dag.
FRÍSK hefur fengið lagt lögbann á IPTV Iceland (Vísir.is)
Ég reikna með að fleiri svona þjónustur hverfi í kjölfarið á næstunni (svo sem Thor Telecom og fleiri aðilar).
FRÍSK hefur fengið lagt lögbann á IPTV Iceland (Vísir.is)
Ég reikna með að fleiri svona þjónustur hverfi í kjölfarið á næstunni (svo sem Thor Telecom og fleiri aðilar).
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Það er náttúrulega skondið að það séu íslensk fyrirtæki, með íslenska kennitölu, að reka sjóræningjastarfssemi sem þessa.
Minnir mig á hvernig málum var háttað hérna í hugbúnaðarmálum tölvuverslana c.a. 1995-1999, þar sem þær seldu óhikað pireitaðar útgáfur af Windows 95/98. Gerir enginn það í dag.
Minnir mig á hvernig málum var háttað hérna í hugbúnaðarmálum tölvuverslana c.a. 1995-1999, þar sem þær seldu óhikað pireitaðar útgáfur af Windows 95/98. Gerir enginn það í dag.
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2587
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Þetta mun hafa engin áhrif.
Með þína samlíkingu, að þá eru stýrikerfin orðin ódýrari, og verslanir farið frjálslega með oem og retail.
Með þína samlíkingu, að þá eru stýrikerfin orðin ódýrari, og verslanir farið frjálslega með oem og retail.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Þessi einnokunar stefna með afþreyingu á Íslandi er dásamleg
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Vaktari
- Póstar: 2587
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Alveg æðisleg!
Ég hef gaman að því að horfa á fræðslurásirnar þegar maður hefur tíma, en til að ná þeim hjá íslensku fyrirtækjunum þá kostar sú áskrift tæpar 7000kr. Rásir sem eru uppfullar af auglýsingum. Svo miklum auglýsingum að manni finnst þessi rukkun út úr kú.
Ég er alveg tilbúinn að greiða fyrir að sjá þetta efni, en ekki svona mikið.
Þá fer maður bara aðrar leiðir, nóg er í boði.
Ég hef gaman að því að horfa á fræðslurásirnar þegar maður hefur tíma, en til að ná þeim hjá íslensku fyrirtækjunum þá kostar sú áskrift tæpar 7000kr. Rásir sem eru uppfullar af auglýsingum. Svo miklum auglýsingum að manni finnst þessi rukkun út úr kú.
Ég er alveg tilbúinn að greiða fyrir að sjá þetta efni, en ekki svona mikið.
Þá fer maður bara aðrar leiðir, nóg er í boði.
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Ætli menn kaupi þá ekki bara beint í stað þess að nota milliliðinn. ..en jú það er hálf furðulegt að það sé ekki löngu búið að stoppa þetta.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Moldvarpan skrifaði:Alveg æðisleg!
Ég hef gaman að því að horfa á fræðslurásirnar þegar maður hefur tíma, en til að ná þeim hjá íslensku fyrirtækjunum þá kostar sú áskrift tæpar 7000kr. Rásir sem eru uppfullar af auglýsingum. Svo miklum auglýsingum að manni finnst þessi rukkun út úr kú.
Ég er alveg tilbúinn að greiða fyrir að sjá þetta efni, en ekki svona mikið.
Þá fer maður bara aðrar leiðir, nóg er í boði.
Ég er búin að vera berjast við veikindi í 5 ár og eftir 1 ár af miklu sjónvarpsglápi þá voru Discovery og NatGeo stöðvarnar komnar í hringi, það er alltaf verið að sýna sama ruslið. Einu stöðvarnar með viti í stóra pakkanum hjá Sjónvarpi símans eru Dönsku, Norsku, Sænsku og BBC stöðvarnar. Fræðslustöðvarnar eru rusl
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Vaktari
- Póstar: 2587
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
einarhr skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Alveg æðisleg!
Ég hef gaman að því að horfa á fræðslurásirnar þegar maður hefur tíma, en til að ná þeim hjá íslensku fyrirtækjunum þá kostar sú áskrift tæpar 7000kr. Rásir sem eru uppfullar af auglýsingum. Svo miklum auglýsingum að manni finnst þessi rukkun út úr kú.
Ég er alveg tilbúinn að greiða fyrir að sjá þetta efni, en ekki svona mikið.
Þá fer maður bara aðrar leiðir, nóg er í boði.
Ég er búin að vera berjast við veikindi í 5 ár og eftir 1 ár af miklu sjónvarpsglápi þá voru Discovery og NatGeo stöðvarnar komnar í hringi, það er alltaf verið að sýna sama ruslið. Einu stöðvarnar með viti í stóra pakkanum hjá Sjónvarpi símans eru Dönsku, Norsku, Sænsku og BBC stöðvarnar. Fræðslustöðvarnar eru rusl
Ég geri mér grein fyrir því að þetta er oft sama efnið sem verið er að sýna aftur og aftur.
En Discovery er ekki bara Discovery. Það eru til margar útgáfur af þessum rásum, og þær eru ekki allar jafn slæmar og þessi útgáfa sem íslensku fjarskiptafyrirtækin eru að broadcasta.
Til að mynda var að klárast ein æðisleg sería á Nat Geo, One Strange Rock. Hrikalega flottir og fræðandi þættir.
-
- FanBoy
- Póstar: 709
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Tengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Hvar er einokun?
Það er frjáls markaður með fjölmiðla. Þú mátt stofna sjónvarpsstöð ef þú vilt. Ef þú vilt dreifa einhverju efni frá aðila X er þér frjálst að gera við hann samning og semja við Símann og Sýn um dreifingu á því efni fyrir þig.
FRÍSK fékk lögbann fyrir hönd Sýn(ar) sem ætti að hafa gerst löngu fyrr að mínu áliti. Það er merkilegt hvað menn eru til í að teygja sig langt í að sjá "frítt" eða "ódýrt" efni.
Það er frjáls markaður með fjölmiðla. Þú mátt stofna sjónvarpsstöð ef þú vilt. Ef þú vilt dreifa einhverju efni frá aðila X er þér frjálst að gera við hann samning og semja við Símann og Sýn um dreifingu á því efni fyrir þig.
FRÍSK fékk lögbann fyrir hönd Sýn(ar) sem ætti að hafa gerst löngu fyrr að mínu áliti. Það er merkilegt hvað menn eru til í að teygja sig langt í að sjá "frítt" eða "ódýrt" efni.
littli-Jake skrifaði:Þessi einnokunar stefna með afþreyingu á Íslandi er dásamleg
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Fólk getur einnig náð rásum með því að setja upp gervihnattadiska. Áskriftir að þeim rásum er reyndar annað mál.
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
eru þessar innlendu veitur með einkarétt varðandi fræðslu og fréttarásirnar?
hvað (ef eitthvað) skildu þær vera greiða til Discovery&HistoryCh&CNN etc fyrir að dreifa á Íslandi?
hvað (ef eitthvað) skildu þær vera greiða til Discovery&HistoryCh&CNN etc fyrir að dreifa á Íslandi?
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Televisionary skrifaði:Hvar er einokun?
Það er frjáls markaður með fjölmiðla. Þú mátt stofna sjónvarpsstöð ef þú vilt. Ef þú vilt dreifa einhverju efni frá aðila X er þér frjálst að gera við hann samning og semja við Símann og Sýn um dreifingu á því efni fyrir þig.
FRÍSK fékk lögbann fyrir hönd Sýn(ar) sem ætti að hafa gerst löngu fyrr að mínu áliti. Það er merkilegt hvað menn eru til í að teygja sig langt í að sjá "frítt" eða "ódýrt" efni.littli-Jake skrifaði:Þessi einnokunar stefna með afþreyingu á Íslandi er dásamleg
Og afhverju eru íslenskir aðilar með einhvern einkarétt á að sýna hitt og þetta? Afhverju er stöð tvö með einkarétt á að sína íþróttaviðburði? Afhverju má ég ekki bara kaupa mér áskrif af SKY? Afhvjeru má ég ekki vera með USA netflix? Á þetta ekki að vera frjáls markaður? Eða er hann bara frjáls fyrir "stóru aðilana" innan markaðarins
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Þetta gerir það að verkum að fólk slær inn "Kodi box" inná Ebay eða Aliexpress og finnur sér android græjur með preinstalled rásum.
Ekkert sem breytist í rauninni að ég tel.
Ekkert sem breytist í rauninni að ég tel.
Just do IT
√
√
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
littli-Jake skrifaði:Televisionary skrifaði:Hvar er einokun?
Það er frjáls markaður með fjölmiðla. Þú mátt stofna sjónvarpsstöð ef þú vilt. Ef þú vilt dreifa einhverju efni frá aðila X er þér frjálst að gera við hann samning og semja við Símann og Sýn um dreifingu á því efni fyrir þig.
FRÍSK fékk lögbann fyrir hönd Sýn(ar) sem ætti að hafa gerst löngu fyrr að mínu áliti. Það er merkilegt hvað menn eru til í að teygja sig langt í að sjá "frítt" eða "ódýrt" efni.littli-Jake skrifaði:Þessi einnokunar stefna með afþreyingu á Íslandi er dásamleg
Og afhverju eru íslenskir aðilar með einhvern einkarétt á að sýna hitt og þetta? Afhverju er stöð tvö með einkarétt á að sína íþróttaviðburði? Afhverju má ég ekki bara kaupa mér áskrif af SKY? Afhvjeru má ég ekki vera með USA netflix? Á þetta ekki að vera frjáls markaður? Eða er hann bara frjáls fyrir "stóru aðilana" innan markaðarins
Íslensku aðilarnir bjóða væntanlega framleiðanda/upprunalega rétthafa góðan pening fyrir einkarétt til að sýna á Íslandi. Þeir geta greitt vel vegna þess að þeir hafa aðstöðu til að okra á Íslenskum áhorfendum. Vegna þess eru þeir líka fúlir við þá sem eru að pota í þetta plott!
-
- Gúrú
- Póstar: 570
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
littli-Jake skrifaði:Televisionary skrifaði:Hvar er einokun?
Það er frjáls markaður með fjölmiðla. Þú mátt stofna sjónvarpsstöð ef þú vilt. Ef þú vilt dreifa einhverju efni frá aðila X er þér frjálst að gera við hann samning og semja við Símann og Sýn um dreifingu á því efni fyrir þig.
FRÍSK fékk lögbann fyrir hönd Sýn(ar) sem ætti að hafa gerst löngu fyrr að mínu áliti. Það er merkilegt hvað menn eru til í að teygja sig langt í að sjá "frítt" eða "ódýrt" efni.littli-Jake skrifaði:Þessi einnokunar stefna með afþreyingu á Íslandi er dásamleg
Og afhverju eru íslenskir aðilar með einhvern einkarétt á að sýna hitt og þetta? Afhverju er stöð tvö með einkarétt á að sína íþróttaviðburði? Afhverju má ég ekki bara kaupa mér áskrif af SKY? Afhvjeru má ég ekki vera með USA netflix? Á þetta ekki að vera frjáls markaður? Eða er hann bara frjáls fyrir "stóru aðilana" innan markaðarins
Ekkert sem bannar þér að versla þér SKY áskrift. Evrópudómstóllinn dæmdi fyrir nokkrum árum að það væri í lagi að kaupa sjónvarpsáskrift frá öðru landi td voru Bretar að versla gervihnattaáskrift frá Grikklandi. Þeir eru ekki að gera þér auðvelt að gera þetta en þeir horfa framhjá þessu því þetta er peningur í kassan og þú ert í raun að borga öll gjöld meðal annars stefgjöld. IPTV er alltannars eðlis og ég er hissa hvað þetta er búið að vera í gangi lengi. Ég væri reyndar ekkert hissa að notendur hjá td Vodafone og Símanum fái fljótlega að finna fyrir því ef þeir eru að horfa mikið á ólölegt IPTV, ætti ekki að vera erfitt fyrir þessar internetveitur að fylgjast með því hvað traffíkin er að fara
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
roadwarrior skrifaði: Ég væri reyndar ekkert hissa að notendur hjá td Vodafone og Símanum fái fljótlega að finna fyrir því ef þeir eru að horfa mikið á ólölegt IPTV, ætti ekki að vera erfitt fyrir þessar internetveitur að fylgjast með því hvað traffíkin er að fara
Ekkert fjarskiptafyrirtæki á Íslandi stundar slíkt. Það væri einfaldlega ólöglegt. Mér finnst þessi athugasemd vera alveg út úr kú, en er reyndar í takt við mjög svo fáfróða umræðu almennt sem ég hef séð hér og annarsstaðar um um höfundarétt, dreifingarétt og annað.
Það er ljóst að menn vilja búa til Grýlu úr íslenskum fyrirtækjum og blammera þau um "einokun". Það er ljóst að það hefur aldrei verið jafn mikil samkeppni á þessu sviði, erlendir miðlar eru í mikilli sókn, og íslenskir miðlar eru á miklu undanhaldi.
Íslensk fyrirtæki bjuggu ekki til þessi módel sem stúdíóin erlendu fara eftir, að selja dreifingarétt eftir markaðssvæðum. Þau vilja hafa þetta svona því þau fá mestu tekjurnar þannig. En þetta gæti hinsvegar breyst á næstu árum þar sem stúdíóin munu líklega fara selja áskriftir beint til fólks einsog Netflix gerir.
*-*
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
pepsico skrifaði:Af hverju má ég ekki bara opna McDonalds stað?
Ætla að gefa mér að þú sért að svara mér.
Þetta er ekki það sem. McDonalds er skrásett vörumerki. Einkaeign. Það eru ímsir að sjónvarpa íþróttum og afþreyingu og ég vil hafa val við hvern ég á viðskipti alveg eins og ég vel mér símafyrirtæki.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
littli-Jake skrifaði:pepsico skrifaði:Af hverju má ég ekki bara opna McDonalds stað?
Ætla að gefa mér að þú sért að svara mér.
Þetta er ekki það sem. McDonalds er skrásett vörumerki. Einkaeign. Það eru ímsir að sjónvarpa íþróttum og afþreyingu og ég vil hafa val við hvern ég á viðskipti alveg eins og ég vel mér símafyrirtæki.
Það væri enginn að spila fótbolta fyrir þig að horfa á af áhuga nema það væri í einkaeign. Ertu að horfa á fótboltann í Túrkmenistan? Hann er ókeypis.
*-*
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Þú svaraðir hárrétt. Einhver á þessar útsendingar sem þú ert að tala um og enginn má selja þér þær án leyfis. McDonalds er að því leyti alveg sama hvort þér líkar ekki við útibúið þitt eða verðin þar. Það má enginn annar opna McDonalds án þeirra leyfis bara til að þú hafir val.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
appel skrifaði:littli-Jake skrifaði:pepsico skrifaði:Af hverju má ég ekki bara opna McDonalds stað?
Ætla að gefa mér að þú sért að svara mér.
Þetta er ekki það sem. McDonalds er skrásett vörumerki. Einkaeign. Það eru ímsir að sjónvarpa íþróttum og afþreyingu og ég vil hafa val við hvern ég á viðskipti alveg eins og ég vel mér símafyrirtæki.
Það væri enginn að spila fótbolta fyrir þig að horfa á af áhuga nema það væri í einkaeign. Ertu að horfa á fótboltann í Túrkmenistan? Hann er ókeypis.
Ertu semsagt að seigja það að ef tekjur stærstu liðana af sjónvarpstekjum mundu snarminka að atvinnu knatspyrna mundi líða undir lok? Þér getur ekki verið alvara.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
pepsico skrifaði:Þú svaraðir hárrétt. Einhver á þessar útsendingar sem þú ert að tala um og enginn má selja þér þær án leyfis. McDonalds er að því leyti alveg sama hvort þér líkar ekki við útibúið þitt eða verðin þar. Það má enginn annar opna McDonalds án þeirra leyfis bara til að þú hafir val.
Þetta er ekki það sama. Ef við ætlum að vera með alvöru frjálsan markað er fáránlegt að vera með lokuð markaðssvæði. Þetta er eins og þú búir í köben en þér sé óheimilt að fara á Burgerking því að McDonalds sé með einkarétt á að selja þér börger.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Í hvaða "frjálsa markaði" getur rétthafi ekki ráðið hvernig efninu hans er dreift? Þetta er nota bene líkara því að einhver fái heimild til að opna Burger King í Köben en laumist líka til að byggja Burger King í Reykjavík. Þá myndi umboðsaðili Burger King í Reykjavík auðvitað rölta til dómsstóla og fá lagt lögbann. Sem er það sem gerðist í þessu tilfelli.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
pepsico skrifaði:Í hvaða "frjálsa markaði" getur rétthafi ekki ráðið hvernig efninu hans er dreift? Þetta er nota bene líkara því að einhver fái heimild til að opna Burger King í Köben en laumist líka til að byggja Burger King í Reykjavík. Þá myndi umboðsaðili Burger King í Reykjavík auðvitað rölta til dómsstóla og fá lagt lögbann. Sem er það sem gerðist í þessu tilfelli.
Í fyrsta lagi viltu fara að nota Quote takkan svo það sé hægt að traca samræðurnar. Þetta er ekki chat eða FB
Við erum í raun að bera saman jarðaber og bláber með burger og sjónvarpsútsendingum. Það á ekkert að vera umboðsaðili í köben og annar í Reykjavík. Þetta á að vera alþjóðlegt. Fólkið í danmörku má fyrir mér versla við stöð tvö ef það vill. Kannski er það að fíla íslensku þulina. Eða kannski vill það horfa á Audda og Sveppa. En ég vil verlsa við Sky eða BT sports og það á ekki að vera einhver landamæra höft á því. Það er bara gamaldags. Við erum með þetta allt saman stafrænt svo það er engin ástæða fyrir því að vera að takmarka áskriftarmöguleika fólks eftir því hvar það bír.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland
Í grunninn ertu að mæla með því að sumir rétthafar fáil að veita svæðisbundin--og jafnvel staðarbundin--leyfi til að stunda viðskipti, en mæla gegn því að aðrir rétthafar fái að gera nákvæmlega það sama. Það er ekki sannfærandi málsflutningur.