Bandaríkin banna sölu til ZTE, #2 kínversks fjarskiptafyrirtækis

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Bandaríkin banna sölu til ZTE, #2 kínversks fjarskiptafyrirtækis

Pósturaf appel » Fös 20. Apr 2018 20:34

Þetta er áhugavert, líklega partur af stærri sögu, en bandaríkin bönnuðu núna á mánudaginn sölu á bandarískum vörum og tækni til kínverska fjarskiptarisans ZTE.

https://www.economist.com/news/business ... de-dispute

Þetta þýðir að hlutir einsog örgjörvar, frá Qualcomm, og stýrikerfi frá Google, android, má ekki lengur selja til ZTE.

Þetta virðist þýða að ZTE er búið að vera, þurfi að selja sig í "scrap", enda ekkert annað sem getur komið í stað android stýrikerfisins og google þjónusta, svo og örgjörva frá bna.

Kínverska ríkið á ZTE.


Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á Apple, þeir hafa mikla hagsmuni í Kína. Ef Kína bannar Apple vörur sem svar, þá er ljóst að þetta viðskiptastríð er byrjað fyrir alvöru.


*-*

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Bandaríkin banna sölu til ZTE, #2 kínversks fjarskiptafyrirtækis

Pósturaf Revenant » Fös 20. Apr 2018 22:10

ZTE getur notað Android stýrikerfið (því það er open source) en geta ekki fengið certification frá Google til að nota Google þjónusturnar (Play store, maps, gmail o.s.frm.)

Það eru til aðrar þjónustur sem gera það sama (sbr. Samsung/Galaxy apps í Samsung símum).
Fyrir kínverska viðskiptavini ZTE þá skiptir það litlu máli hvort að google þjónusturnar séu eða ekki því þeir nota kínverskar útgáfur frá kínverskum framleiðundum.

M.ö.o. þá er bandaríski markaðurinn lokaður fyrir ZTE (eins og er að gerast með Huawei) þannig þeir munu annað hvort herja á evrópumarkað eða halda sig við kínamarkaðinn.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Bandaríkin banna sölu til ZTE, #2 kínversks fjarskiptafyrirtækis

Pósturaf appel » Fös 20. Apr 2018 22:26

Þetta er ekki svo einfalt.

Stærstu markaðir ZTE eru utan kína, ekki innan kína. Ef ZTE fær ekki aðgang að play store né gmail þá geta þeir ekki selt síma utan kína, neinsstaðar.

Þar að auki ef þeir fá ekki qualcomm tækni þá eru símar þeirra læstir í low-budget samkeppni, $100-$200 dollara síma, ekki $400-$500 dollara síma þar sem mesti ávinningurinn fyrir hardware framleiðendur er.

Greinendur segja að miðað við þetta sé ZTE einfaldlega búið að vera, það fer í partasölu.


*-*

Skjámynd

Blues-
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Bandaríkin banna sölu til ZTE, #2 kínversks fjarskiptafyrirtækis

Pósturaf Blues- » Fös 20. Apr 2018 22:32

Ég væri til í að sjá Kínverska ríkið stoppa kaup á þeim Boeing vélum sem kínverks flugfélög hafa þegar pantað.
Yrði gaman að sjá hvernig kaninn myndi bregðast við því, það eru engir smáaurar sem um ræðir þar,
fínt að fá þessa peninga í EU hagkerfið í staðinn.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Bandaríkin banna sölu til ZTE, #2 kínversks fjarskiptafyrirtækis

Pósturaf appel » Lau 21. Apr 2018 11:48

Blues- skrifaði:Ég væri til í að sjá Kínverska ríkið stoppa kaup á þeim Boeing vélum sem kínverks flugfélög hafa þegar pantað.
Yrði gaman að sjá hvernig kaninn myndi bregðast við því, það eru engir smáaurar sem um ræðir þar,
fínt að fá þessa peninga í EU hagkerfið í staðinn.


Já, ég hef heyrt þessu fleygt fram í umræðunni. Ég hef líka séð aðra sérfræðinga um þessi mál segja að þetta sé ekki svona auðvelt. Airbus einfaldlega hafi ekki framleiðslugetu til að framleiða þetta í staðinn, og kínverjar ekki heldur. Við erum að tala um að það tekur flugvélaframleiðendur mörg mörg ár að afhenda vél sem er pöntuð. Ég held að t.d. með Icelandair að þessi process að fá nýjar vélar hafi tekið meira en 10 ár, og fyrsta nýja vélin var afhent nýverið. Við erum að tala um þörf kínverja fyrir nýjum vélum á næstu örfáum árum, og ef þeir loka úti boeing þá eru þeir einfaldlega að herða á sultarólinni hvað flugvélar varða í svona 10 ár.


*-*