Ákvað að henda í þráð til að veiða uppúr ykkur hvaða leiðir þið farið til að passa uppá ykkar eigin rafrænu fótspor á internetinu og stafræna heiminum?
Bara svona í ljósi Cambridge Analytica umræðunnar og vitundarvakningar almennra fjölmiðla og almennings sem hefur skapast í kjölfarið, t.d um fyrirtæki eins og Google og fleiri álíka fyrirtæki.
http://thefreethoughtproject.com/the-pe ... o-stop-it/
http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/ ... puter.html
Stóri bróðir - Persónuvernd - Facebook - Google - etc..
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Stóri bróðir - Persónuvernd - Facebook - Google - etc..
Ég blokkaði Mark Zuckerberg á Facebook.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Stóri bróðir - Persónuvernd - Facebook - Google - etc..
ZiRiuS skrifaði:Ég blokkaði Mark Zuckerberg á Facebook.
Hmmm..skrítið
Just do IT
√
√
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Stóri bróðir - Persónuvernd - Facebook - Google - etc..
En samt svona án djóks, allt þetta gagnasöfnunardót er scary as shit, sérstaklega þar sem öllum virðist vera alveg sama, eða allavega ekki átta sig á alvarleika málsins. Hvernig er hægt að stöðva þessi fyrirtæki þegar flestum er alveg sama og/eða virðast ekki átta sig á alvarleika málsins?
Eina leiðin til að losna alveg við gagnasöfnun er að henda tölvunni, símanum og sjónvarpinu í ruslið og það er enginn að fara að gera það.
Þyrfti ekki að uppfæra persónuverndarlög svo þetta sé ekki hægt? Að fyrirtæki geti bara sett fram einhverja skilmála fyrir fólk að samþykja sem enginn les er bara fáránlegt.
Eina leiðin til að losna alveg við gagnasöfnun er að henda tölvunni, símanum og sjónvarpinu í ruslið og það er enginn að fara að gera það.
Þyrfti ekki að uppfæra persónuverndarlög svo þetta sé ekki hægt? Að fyrirtæki geti bara sett fram einhverja skilmála fyrir fólk að samþykja sem enginn les er bara fáránlegt.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Vaktari
- Póstar: 2587
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Stóri bróðir - Persónuvernd - Facebook - Google - etc..
ZiRiuS skrifaði:Eina leiðin til að losna alveg við gagnasöfnun er að henda tölvunni, símanum og sjónvarpinu í ruslið og það er enginn að fara að gera það.
Það fer að nálgast þann stað já, það eru reyndar til stofnanir eins og fsf.org sem bendir fólki á hvað er hægt að gera til að passa uppá þessa hluti.
Sjálfur er ég ekki fullkominn í þessum heimi, öruggast væri t.d að keyra distro eins og Trisquel og nota eldgamalt hardware til að passa uppá að Bios-inn sé "Free" eins og Richard Stallman rúllar.
Maður gerir sitt besta í að gera þessum trackerum erfitt fyrir að gera nákvæman profile um mann
Just do IT
√
√
Re: Stóri bróðir - Persónuvernd - Facebook - Google - etc..
Ég er aldrei loggaður inn í þessar þjónustur einsog facebook og google, nota alltaf sér glugga (private/incognito) fyrir það og loka honum eftir notkun, nota þetta af nauðsyn frekar en annað.
En svo sér maður að þeir eru með aðferðir að tracka þig þrátt fyrir það, þannig að þeir geta einhvernveginn fingerprintað þig og loggað notkun þannig.
Farsíminn er annað mál þar sem þú ert nauðbeygður að vera sífellt loggaður inn í þetta til að nota símann, sem ætti að vera bannað. Spurning hvort maður finni sér gamlan nokia síma.
Svo treystir maður því ekki að þeir virði þessar stillingar, privacy stillingar og location o.s.frv. Það er erfitt að treysta svona aðilum.
T.d. er Windows 10 martröð hvað privacy varðar. Það er bara ENGIN leið til að koma í veg fyrir að gögn um þig og þína notkun séu ekki send til Microsoft, nema bara að slökkva á tölvunni.
Þetta er svoldið bara einsog að vera í fangelsi þar sem eru fangaverðir sem fylgjast með öllu. Það er ekkert persónufrelsi lengur.
Svo smitast þessi dystópía, þessir hugsunarháttur að tracka allt, njósna um allt, yfir í allt annað í samfélaginu. T.d. eru tölvur sem starfsmenn fá frá fyrirtæki sínu, og farsímar, með innbyggð eftirlitstæki sem fyrirtækið hefur aðgang að. Þú getur ekki keypt þér sjónvarp í dag nema þau séu nettengd og sendi gögn um notkun til framleiðandanna.
Svo það versta er að þú veist ekkert hvernig öryggismálum er háttað hjá þessum aðilum. Þau gætu verið hökkuð á morgun og öllum viðkvæmustu gögnum um þig lekið á netið.
Það var ævintýralegt að heyra hvernig gögnum um sjúkrasögu íslendinga var komið til advania. Þarna er einkafyrirtæki út í bæ allt í einu komið með viðkvæmustu gögn um sjúkrasögu íslendinga.
https://www.personuvernd.is/efst-a-baug ... 017-1195-1
Það er stigsmunur á því hvort opinber starfsmaður misnotar svona gagnasafn eða starfsmaður einkafyrirtækis. Opinber starfsmaður er held ég með miklu meiri ábyrgð og gæti fengið fangelsisdóm, en starfsmaður í einkafyrirtæki gæti mest orðið fyrir atvinnumissi og hugsanlega fengið skaðabótakröfu á sig.
Ef advania stendur sig ekki í stykkinu með öryggið á þessum gögnum, og þau leka út, þá er advania gjaldþrota daginn eftir, því skaðabótakröfur yrðu ansi margar. Ég skil ekki hví þeir tóku þetta að sér og þessa áhættu.
En svo sér maður að þeir eru með aðferðir að tracka þig þrátt fyrir það, þannig að þeir geta einhvernveginn fingerprintað þig og loggað notkun þannig.
Farsíminn er annað mál þar sem þú ert nauðbeygður að vera sífellt loggaður inn í þetta til að nota símann, sem ætti að vera bannað. Spurning hvort maður finni sér gamlan nokia síma.
Svo treystir maður því ekki að þeir virði þessar stillingar, privacy stillingar og location o.s.frv. Það er erfitt að treysta svona aðilum.
T.d. er Windows 10 martröð hvað privacy varðar. Það er bara ENGIN leið til að koma í veg fyrir að gögn um þig og þína notkun séu ekki send til Microsoft, nema bara að slökkva á tölvunni.
Þetta er svoldið bara einsog að vera í fangelsi þar sem eru fangaverðir sem fylgjast með öllu. Það er ekkert persónufrelsi lengur.
Svo smitast þessi dystópía, þessir hugsunarháttur að tracka allt, njósna um allt, yfir í allt annað í samfélaginu. T.d. eru tölvur sem starfsmenn fá frá fyrirtæki sínu, og farsímar, með innbyggð eftirlitstæki sem fyrirtækið hefur aðgang að. Þú getur ekki keypt þér sjónvarp í dag nema þau séu nettengd og sendi gögn um notkun til framleiðandanna.
Svo það versta er að þú veist ekkert hvernig öryggismálum er háttað hjá þessum aðilum. Þau gætu verið hökkuð á morgun og öllum viðkvæmustu gögnum um þig lekið á netið.
Það var ævintýralegt að heyra hvernig gögnum um sjúkrasögu íslendinga var komið til advania. Þarna er einkafyrirtæki út í bæ allt í einu komið með viðkvæmustu gögn um sjúkrasögu íslendinga.
https://www.personuvernd.is/efst-a-baug ... 017-1195-1
Það er stigsmunur á því hvort opinber starfsmaður misnotar svona gagnasafn eða starfsmaður einkafyrirtækis. Opinber starfsmaður er held ég með miklu meiri ábyrgð og gæti fengið fangelsisdóm, en starfsmaður í einkafyrirtæki gæti mest orðið fyrir atvinnumissi og hugsanlega fengið skaðabótakröfu á sig.
Ef advania stendur sig ekki í stykkinu með öryggið á þessum gögnum, og þau leka út, þá er advania gjaldþrota daginn eftir, því skaðabótakröfur yrðu ansi margar. Ég skil ekki hví þeir tóku þetta að sér og þessa áhættu.
*-*
-
- /dev/null
- Póstar: 1455
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Stóri bróðir - Persónuvernd - Facebook - Google - etc..
Held að það skipti ekki máli inn á hvað þú skráir þig, hvar eða hvernig, þeir deila allir "basic" hlutum um þig fram og til baka og geta trackað flest allt sem þú gerir á þeim tólum sem þú hefur skráð þig inn í. Held að það eina sem þú getir gert til að sleppa við þetta er að nota ekki neitt nettengt.
Það eina sem ég geri er að nota mismunandi lykilorð á öllum síðum sem ég nota. Og að gera ekki neitt sem að ég myndi ekki þora að sýna alheiminum
Það eina sem ég geri er að nota mismunandi lykilorð á öllum síðum sem ég nota. Og að gera ekki neitt sem að ég myndi ekki þora að sýna alheiminum
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Stóri bróðir - Persónuvernd - Facebook - Google - etc..
nidur skrifaði:Held að það skipti ekki máli inn á hvað þú skráir þig, hvar eða hvernig, þeir deila allir "basic" hlutum um þig fram og til baka og geta trackað flest allt sem þú gerir á þeim tólum sem þú hefur skráð þig inn í. Held að það eina sem þú getir gert til að sleppa við þetta er að nota ekki neitt nettengt.
Það eina sem ég geri er að nota mismunandi lykilorð á öllum síðum sem ég nota. Og að gera ekki neitt sem að ég myndi ekki þora að sýna alheiminum
Verður áhugavert að sjá hvernig þetta þróast í framtíðinni í kjölfar GDPR.
https://eureka.eu.com/gdpr/the-right-to-be-forgotten/
Þ.e ef fyrirtæki eru böstuð við þessa iðju án þess að fólk samþykki EULA og þess háttar (fólk reyndar samþykkir EULA án þess að pæla í því hverju er safnað um það). Allavegana að safna upplýsingum um einstaklinga án þeirra vitneskju finnst mér það allra versta.
Just do IT
√
√