Íslenskan okkar

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2587
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Íslenskan okkar

Pósturaf Moldvarpan » Þri 27. Feb 2018 18:31

Það er ýmislegt sem að kemur upp í hugann á manni, oftast gleymir maður því en stundum situr það í manni.

Orðið EGGVOPN.

Hvaðan kemur þetta orð, og afhverju er það notað yfir exi,sveðjur og hnífa?

Búinn að biðja fröken google um hjálp, en hún bara er ekki með svarið handa mér.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 957
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskan okkar

Pósturaf arons4 » Þri 27. Feb 2018 18:41

Að eggja er úr forn íslensku og þýðir að brýna skv. þessu
https://en.wiktionary.org/wiki/eggja
Beitti parturinn á hnífnum nefnist einmitt egg.



Skjámynd

joekimboe
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskan okkar

Pósturaf joekimboe » Þri 27. Feb 2018 19:11

En að "nenna" ?
Td.Ég nenni ekki þessu rugli



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2587
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskan okkar

Pósturaf Moldvarpan » Þri 27. Feb 2018 19:13

Íslenskan er þá nútíma útgáfa af Old Norse?

Ef að þetta hefur verið svona útbreitt á skandinavíu og svo einangrast á Íslandi, og orðið að Íslensku eins og við þekkjum hana á 600-700árum?
Ég hélt samt að víkingarnir væru svo duglegir að sigla á milli.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=52263 Forn íslenska
https://www.youtube.com/watch?v=socPOtHRrFE Old Norse

Áhugavert. Tungumálið er töluvert eldra en Íslendingar sjálfir, en samt talar enginn líkt okkur nema kannski Færeyjingarnir :D




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 957
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskan okkar

Pósturaf arons4 » Þri 27. Feb 2018 20:32

Skv. þessu þróast öll þessi mál út frá fornnorsku og er íslenskan og færeyskan þá væntanlega líkust upprunamálinu vegna einangrunar.

Meira að segja "lítil" einangrun getur með tímanum orðið til þess að tungumál þróast í sitthvora áttina og út frá hvoru öðru, sem dæmi má sjá mismunandi málvenjur á milli landshluta þótt þær málvenjur séu væntanlega vegna samfélagsáhrifa geta þær líka verið sökum erfða. Sem dæmi eru tungumál í miðafríku mjög óeðlileg þeim sem eru ættaðir úr germönskum tungumálasvæðum.

Þrátt fyrir tíðar siglingar víkinganna þá var Ísland töluvert einangrað þangað til að ísland var hernumið í seinna stríði. Ísland stundaði þó viðskipti út fyrir landssteinana fyrir þann tíma en það hafði minni menningaráhrif á fjöldann.

Aukin tenging landa á milli og aukin tungumálakennsla hefur og mun hafa mjög hröð áhrif á þróun tungumála, hraðar en hefur skeð áður. "Enskuslettur" verða með tímanum partur af tungumálinu hraðar og hraðar, áður vegna vestræns sjónvarps og í dag vegna internetsins.

Þeir sem eru ekki í takt við þróunina finnst hún óeðlileg og einn daginn mun okkar kynslóð væntanlega gráta hana. Sem dæmi þá hefur pabbi stundum kvartað undan enskuslettum þótt hann segi alltaf sjálfur "orange" en ekki appelsínugulur sem væri rétt þó að á stóra skalanum sé það nýyrði.




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskan okkar

Pósturaf linenoise » Fim 01. Mar 2018 12:22

Moldvarpan skrifaði:Það er ýmislegt sem að kemur upp í hugann á manni, oftast gleymir maður því en stundum situr það í manni.

Orðið EGGVOPN.

Hvaðan kemur þetta orð, og afhverju er það notað yfir exi,sveðjur og hnífa?

Búinn að biðja fröken google um hjálp, en hún bara er ekki með svarið handa mér.


Enskan á þetta orð líka. Edge. Edged weapon.