Vantar upplýsingar(Skrítin tölva)


Höfundur
aronm
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fim 12. Ágú 2010 17:12
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Vantar upplýsingar(Skrítin tölva)

Pósturaf aronm » Þri 05. Sep 2017 21:17

Góðann Daginn/Kvöldið

Málið er það að vinurinn minn er með Z68A-G43 móðurborð. svo keypti hann sér ca í apríl á þessu ári Gigabyte GeForce GTX 1060 OC 3GB GDDR5 Skjákort, og það var skellt í og allt virkaði eins og í sögu, Hann var þá með 3x4Gb vinnsluminni í tölvunni sinni

Svo um daginn skellti hann sér í búðinna og keypti ser einn SSD disk og eitt auka 4gb vinnslu minni
skellir því í og formatar tölvuna sína til að setja upp stýrikerfið á SSD diskinn


svo eftir það byrjaði vesenið á tölvuni hún "Frýs alltaf" þegar það var verið að installa driverum og slökti á sér
Hún lætur endalaust svoleiðis, stundum kemst maður inn í windowsið og svo eftir smá tíma "Frýs" hún

Stundum komst maður ekki inn í tölvuna hún restartaði sér alltaf aftur og aftur, það var prufað að skipta um vinnslu minni fækka úr og setja i annað slot en ekkert virkaði, svo daginn eftir var kveikt á tölvuni og hún virkaði eðlilega þanga til það var reynt að installa T.D skjákorts drivernum, þá installaði tölvan honum og svo þyrfti maður að restarta og það gekk vel en þegar maður var kominn i Windows aftur þá var enginn driver


Hvað gæti verið að?

það var ALDREI svona vesen áður en hann keypti sér SSD, vinnslu minni og formataði tölvuna




Hakuna
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 24. Júl 2017 21:53
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vantar upplýsingar(Skrítin tölva)

Pósturaf Hakuna » Þri 05. Sep 2017 22:50

Athuga vinnsluminnið er það eins og hin vinnsluminnin sem eru í tölvunni ? Prófa taka minnið í burtu og athuga hvort hún frýs eftir það. Taka tjékk á disknum hvort hann sé ekki í lagi. Prófa að setja Windows upp aftur ?




Höfundur
aronm
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fim 12. Ágú 2010 17:12
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar upplýsingar(Skrítin tölva)

Pósturaf aronm » Þri 05. Sep 2017 23:45

Erum búnir að prófa að hafa bara eitt vinnsluminni í og prufa þau öll það heldur áfram frjósa, erum reyndar ekki búnir að prufa að setja nýtt stýrikerfið upp. Það verður næst á dagskrá




Höfundur
aronm
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fim 12. Ágú 2010 17:12
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar upplýsingar(Skrítin tölva)

Pósturaf aronm » Þri 05. Sep 2017 23:45

Ja erum með 2vinnsluminni eins og svo hin 2eru eins




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Vantar upplýsingar(Skrítin tölva)

Pósturaf pepsico » Mið 06. Sep 2017 07:11

Þetta geta verið corrupted sectors á harða disknum að valda þessu en þetta geta líka verið leifar af því að installa stýrikerfinu með gölluðu RAM.
Þá myndi ekki endilega skipta máli hvort þú tekur gallaða RAMið úr, einhverjar skrár væru ennþá í ruglinu.

Hafðu alla kubbana í og keyrðu MemTest86 af minnislykli. https://www.memtest86.com/
Ef það kemur eitthvað í ljós fjarlægðu viðeigandi RAM kubb og formattaðu aftur án þess að hafa það í.
Ef ekkert kemur í ljós keyrðu þá eitthvað diagnostic forrit frá framleiðanda drifsins.




Höfundur
aronm
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fim 12. Ágú 2010 17:12
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar upplýsingar(Skrítin tölva)

Pósturaf aronm » Mið 06. Sep 2017 18:05

Snilld prufa þetta :P