Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Silly » Mán 03. Júl 2017 23:14

Hæ,

Er að pæla í að uppfæra aðeins í vélinni minni og lengja aðeins líftímann á henni. Ég smelli spekkunum hérna fyrir neðan svo fólk sjái hvað ég er að vinna með. Nota vélina mest í vefráp, youtube, spilandi leiki eins og Football Manager, ýmsa strategy leiki eins og Civ VI, Total War, Cities Skylines, og helstu leikina sem koma bara á pc. Spila restina á PS4 Pro (já ég veit PC Master race og allt það), er með 1080p tölvuskjá en hef möguleika að tengja í nýlegt Sony 4K tæki þegar á við. Langar helst bara að geta spilað leiki í fínum gætum í 1080p upplausn og þarf ekkert ultra 100+ fps dótarí.

Er búin að vera að skoða pínu GeForece 1050 ti 4gb kortið sem virðist vera ágæt blanda af peningum og gæðum held ég. á 20-25k. Aðal málið finnst mér er að fá kort með 4gb minni. Maður sér að 2gb á skjákorti er ekki nóg í dag og uppá það sem kemur á næstunni.

Veit ekki hvort að sé málið að fara í GeForce 1060 6Gb kortin þá og hvort að það sé nógu mikið þess virði. Hef séð 1060 6gb kort frá 41-52k, veit ekki alveg hver munurinn er fyrir utan hærri klukku hraða.

Er að reyna að halda kostnaðinum ekki of háum, er að kaupa SSD disk í leiðinni til að uppfærða litla 128 SSD diskinn sem fylgdi með vélinni.

Veit að AMD er með fín kort, held að það sé bara eitthvað í mér að ég vilji áfram halda mér í Nvidia kortum. Síðasta ATi kortið sem ég átti var 9700 kortið.

Væri augljóslega til að spreða meira, en maður var að kaupa bíl fyrir stuttu, svo þessi uppfærsla er meira uppá að lengja líftímann aðeins.

Vél sett saman í Tölvutek í Des 2012.
Núverandi spekkar;

Intel(R) Core(TM) i7-3770K CPU @ 3.50GHz. LGA Socket örri
Gigabyte Z77X-UD3H móðurborð
Mushkin PC3-10700 2x8Gb
16gb ddr3 minni
Nvidia Gigabyte GTX 670OC 2gb
Thermaltake Smart Series 750W aflgjafi
128gb ssd diskur og nokkrir sata 1-3tb diskar undir geymslu.
"23 BenQ 1080p skjár.

Allar ábendingar og álit eru vel þegin :)
Síðast breytt af Silly á Þri 04. Júl 2017 00:51, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Baldurmar » Þri 04. Júl 2017 00:08

Ef að þú ert bara að spila örfáa leiki og í 1080p þá er 1050ti besta bang for the buck.
Það virðist vera standa sig betur í reviews heldur en AMD 560 kortið sem aðal samkeppnin frá AMD við 1050ti


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Silly » Þri 04. Júl 2017 00:48

Já virðist vera ok, er bara að pæla hvort að ég sé að "tapa" einhverju að fara úr frekar dýru korti frá í lok 2012 og meira budget korti á þessu ári. Pæla hvort að það sé þess virði að borga aðeins meira og fá sér 1060 6gb kort eða hvort að það sé overkill fyrir mína 1080p pælingar. Vill samt geta spilað leikina í fínum gæðum í þeirri upplausn, bara spurning um "money vs value".




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Manager1 » Þri 04. Júl 2017 01:26

Ef þú ert að leita að korti til að lengja líftímann aðeins en ætlar svo að kaupa annað kort þegar þú uppfærir allt hitt myndi ég leita að notuðu gtx980 eða einhverju svoleiðis.



Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Silly » Þri 04. Júl 2017 02:04

Manager1 skrifaði:Ef þú ert að leita að korti til að lengja líftímann aðeins en ætlar svo að kaupa annað kort þegar þú uppfærir allt hitt myndi ég leita að notuðu gtx980 eða einhverju svoleiðis.


Planið er líklega að kaupa núna kort og nýjan ssd disk, síðan eftir nokkur ár bara svissa öllu út. Svo þetta má endast í einhvern tíma. Ég sjaldan nenni "upgrade-cycle" rispunni og hef síðustu árin bara verslað nýja vél á 5-6 ára fresti. Núna er ég að fara aðeins út fyrir það.



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 827
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Alfa » Þri 04. Júl 2017 19:19

Það er voðalítill munur á 1050 GTX og núverandi 670 GTX, svo ég myndi bara sleppa því. Hér er einn að selja 1060 6gb á 25 þús

https://www.facebook.com/groups/tolvur.raftaeki/


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf pepsico » Þri 04. Júl 2017 20:43

Ef þig vantar sterkt 1080p-miðað kort þá er 1060 3GB mest bang for the buck.

Fyrir fínt 1080p-miðað kort þá er 1050 Ti mesta bang for the buck.

1050 Ti hljómar eins og að það muni henta sjónarmiðunum þínum best.

Mynd



Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Silly » Þri 04. Júl 2017 20:45

Alfa skrifaði:Það er voðalítill munur á 1050 GTX og núverandi 670 GTX, svo ég myndi bara sleppa því. Hér er einn að selja 1060 6gb á 25 þús

https://www.facebook.com/groups/tolvur.raftaeki/


Eimmit, það er eimmit málið, hef verið að bera saman vélina mína og aðrar eins með 1050ti kort ofl og munurinn virðist ekki vera nægur. Er farinn að halda ef ég annað borð uppfæri þá er 1060 6gb kort gáfulegri kostur uppá allt. Já sá eimmit þetta auglýst.



Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Silly » Þri 04. Júl 2017 21:05

pepsico skrifaði:Ef þig vantar sterkt 1080p-miðað kort þá er 1060 3GB mest bang for the buck.

Fyrir fínt 1080p-miðað kort þá er 1050 Ti mesta bang for the buck.

1050 Ti hljómar eins og að það muni henta sjónarmiðunum þínum best.

Mynd


Mér hefur fundist munurinn einhvern vegin ekki nógu mikill í 1050ti eitthvað. Verð að viðurkenna að ég er að hallast í áttinni af 1060 kortunum. Veit ekki með að vera með 3gb þegar maður er byrjaður að rekast á leiki sem eru orðnir Vram frekir.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Hnykill » Mið 05. Júl 2017 02:20

Ég keypti einmitt GTX 1060 3GB fyrir litlu systur mína um daginn. hún spilar alla sína leiki á 1080p og það bara þrusuvirkar þetta kort :) svo er auðvitað hægt að yfirklukka það aðeins og þá ertu kominn með smá auka afköst ofan á þegar gott skjákort.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna skjákorts uppfærslu

Pósturaf Silly » Mið 05. Júl 2017 04:17

Já það er gott að hafa það í huga líka. Þakka öllum sem hafa kommentað á þetta hjá mér. Ætla aðeins að melta þetta núna :)