Madonna skíðaferð

Allt utan efnis

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Madonna skíðaferð

Pósturaf isr » Fim 08. Jún 2017 20:10

Er einhver hér sem hefur farið til Madonna á skíði,ég hef farið á nokkra staði á Ítalíu og Austurríki á skíði en langar að prufa Madonna núna,það sem ég var að spá hvort þetta væri ekki crowded skiðasvæði þar sem það er vinsælt. :D




Opes
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Madonna skíðaferð

Pósturaf Opes » Fös 09. Jún 2017 02:37

Hef heyrt mjög góða hluti um Madonna en hef ekki farið þangað sjálfur. Ég var í Selva í febrúar, á Val Gardena svæðinu. Það var snilld. Hef farið 3x til Sankt Anton í Austurríki, og hef skíðað um allt Arlberg skíðasvæðið. Meira um svartar brekkur á því svæði en maturinn á Ítalíu bætti alveg upp fyrir það ;). Ég væri allavega alveg til í Madonna :).




Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Madonna skíðaferð

Pósturaf isr » Fös 09. Jún 2017 08:44

Opes skrifaði:Hef heyrt mjög góða hluti um Madonna en hef ekki farið þangað sjálfur. Ég var í Selva í febrúar, á Val Gardena svæðinu. Það var snilld. Hef farið 3x til Sankt Anton í Austurríki, og hef skíðað um allt Arlberg skíðasvæðið. Meira um svartar brekkur á því svæði en maturinn á Ítalíu bætti alveg upp fyrir það ;). Ég væri allavega alveg til í Madonna :).



Ég hef farið tvisvar til Selva,gríðalega stórt svæði,sérstaklega gaman að fara með þyrlu á marmalada jökulinn og skíða svo heim, það er orðið miklu dýrara að fara til Selva heldur en fyrir tíu árum (miðað við kaupmátt), tími ekki að borga upp undir 700 þús fyrir mig og dætur mínar tvær til selva,til að mynda fórum við til Austurríkis fyrir tveimur árum fyrir 400 þús með öllu, 130 þús pr haus.
Fyrst þegar ég fór til Selva var ég á Hotel Aritz og þótti ekki dýrt en í dag kostar á þriðja hundruð þúsund að vera þar á mann, með flugi, en þá er passinn eftir.
Það er svo mikið til af góðum skíðasvæðum að maður fær valkvíða. :D