Hjaltiatla skrifaði:@Appel þú verður að gera greinamun á Staðreyndum , Skoðunum , tilfinningum og hagsmunum. Langt því frá að allir séu sammála þér.
Hilmar Veigar hjá CCP útskýrir sitt mál með rökum:
https://www.youtube.com/watch?v=jN2uloZa75cEn þú mátt fræða okkur nánar um þína skoðun / hagsmuni án þess að maður gleypi að það sé staðreynd.
Það þýðir ekkert að kalla eftir skuldafyrirgefningu þegar efnahagskerfi landsins hrynur vegna einhverra bresta, og allar skuldir við stóra alþjóðlega banka eru í evrum eða dollurum. Hér í kjölfar hrunsins 2008 höfðu íslensk stjórnvöld ýmsa valmöguleika til að rétta af stöðu heimilanna, skuldaleiðréttingar, 110% leiðin o.s.frv. Ekkert slíkt væri mögulegt þegar þú byrjar að blanda hagsmunum erlendra ríkja inn í mixtúruna. Íslenskir stjórnmálamenn munu ekkert geta gert fyrir neinn, heldur þyrftu tugþúsundir heimila að mæta örlögum sínum.
Málið með Ísland er að hér eru í raun aðeins örfáir atvinnuvegir sem standast alþjóðlega samkeppni, sjávarútvegur og túrisminn. Allt annað er bara auk-kreistis sem næst fram með deilingu auðsins með þjóðargjaldmiðlinum. CCP hefði aldrei orðið til nema fyrir íslensku krónuna, því mennirnir sem stofnuðu CCP hefðu líklega bara flust úr landi eða verið að vinna við þessar tvær atvinnugreinar, hefðu aldrei hlotið neina menntun né þjálfun sem íslenska krónan gerði þeim kleift að fá, né hefði ríkisfyrirtæki geta stutt þá í uppbyggingu sinni.
Íslenska krónan heldur hlífiskildi yfir fjölbreyttu hagkerfi hér, fjölbreyttu atvinnulífi, sem myndi ekki þrífast ella í samkeppni við erlend fyrirtæki með sama gjaldmiðil.
Haldið þið að Deutsche Bank beri einhverja íslenska þjóðarhagsmuni í brjósti? Ó nei.
Svo er það með skuldirnar. Ef allar skuldir væru við erlendar lánastofnanir þá væru þær utan lögsögu íslenskra laga, jafnvel þótt hægt væri að setja einhver lög um skuldirnar þá gætu þessir alþjóðlegu bankar þrýst á eigin stjórnvöld til að þrýsta á íslensk stjórnvöld um að "standa við skuldbindingar sínar".
Það er eitt að færa rök fyrir því hvernig stöðugur gjaldmiðill nýtist einhverju einu fyrirtæki, annað er að færa rök fyrir því hvernig sjálfstæður gjaldmiðill nýtist heilli þjóð og heilu hagkerfi til langs tíma séð. Það er auðveldara að útskýra gengisflöktið og hvernig áhrif það hefur á fyrirtæki, en hitt er erfiðara að skilja þó það sé þeim mun nauðsynlegra að skilja og mikilvægara.
Þetta snýst ekkert um verðlag á einhverjum ómerkilegum neysluvörum, þetta snýst um stærri þjóðarhagsmuni. Það verða alltaf fataverslanir hér, hafa lengi verið. McDonalds kom og fór, samt hægt að kaupa góða hamborgara hér. H&M lýtur sömu lögmálum.
Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi í dag er auðvitað bara geðveiki, en það hefur ekkert með krónuna að gera, það eru allt aðrar ástæður skipulagslegs eðlis, lagalega eðlis, reglugerðalegs eðlis, pólitísk eðlis, etc. sem mun ekkert breytast hvort sem við erum með evru eða annað.