GuðjónR skrifaði:Já ég gæti skilið þennan mun ef krónan væri það veik eins og hún var eftir hrun, eða þessi fimm ár sem þú miðar við en nú er hún sterk og megum við ekki njóta þess? Eigum við alltaf að þjást fyrir gjalðmiðilinn? Sama hvort gengi hans er uppi eða niðri?
Norsk króna er 12.1 í dag ekki 17.67. Óþarfi að miða við versta mögulega gengi fortíðar þegar verð nútíðar (í þessu tilfelli framtíðar) er reiknað út.
Það er fjárhættuspil að stunda viðskipti í íslenskri krónu og því verða fyrirtæki að verja sig fyrir áföllum ef þau ætla að haldast í rekstri eða skila sér á núllinu. Stærstu kostnaðarliðir H&M gætu breyst um tugi prósenta á stuttum tíma og því er meðtalið tekið til að verja reksturinn.