Net yfir rafmagn

Skjámynd

Höfundur
zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Net yfir rafmagn

Pósturaf zetor » Sun 12. Mar 2017 09:57

Hver er reynslan í dag á þessum búnaði sem sendir net yfir rafmagn?

Þetta myndi verða sett upp í 3 hæða húsi sem er frá 1957, ein tafla í húsinu. Tölvan sem mun tengjast þessu
er eingöngu notuð í að uploada mynd á 10mín fresti frá vefmyndavél á ftp...og teamviewer. Bara
að netið haldist inni og ekki þurfi að vera að endurræsa þennan rafnets búnað.

Ég notaði um tíma wifi repeater en hann er ekki að standa sig, er ekki að tengja sig aftur ef router
restartar eða fer úr sambandi.

Að leggja kapal er svona síðasta úrræðið og þarf ég þá helst að leggja hann úti...og vesen.




agust1337
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf agust1337 » Sun 12. Mar 2017 12:39

Það er mjög óstöðugt, jafnvel ef það er kveikt á ljósi eða gengið inn um dyr getur slökt á því eða pingið fari upp í 1000+, ég myndi ekki mæla með því nema ef það er eini kosturinn sem þú hefur.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf HringduEgill » Sun 12. Mar 2017 14:15

Þetta getur verið fyrirtakslausn en miðað við það sem við höfum lesið hefur net yfir rafmagn tekið miklum framförum síðustu tíu ár. Ef raflagnir eru góðar og kostnaður við að leggja netkapal er mikill þá myndum við frekar ráðleggja með þessari lausn en WiFi repeater. Helsti ókosturinn er líklega sé að búnaðinn má ekki tengja í fjöltengi.

Í tilviki okkar viðskiptavina höfum við verið að lána þeim slíkan búnað í nokkra daga til að sjá hvernig hann virkar og reynist hann vel býðst þeim að kaupa hann. Við mælum einnig með að tékka á Tölvutek en þeir hafa hingað til boðið fólki að prófa þetta og skila innan 2 vikna ef þetta virkar illa -- að því gefnu að búnaði sé skilað í heilu lagi og með umbúðum.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf jonsig » Sun 12. Mar 2017 15:38

Það eru 10x svona þræðir á spjallinu.

Þetta er umdeilt, en fólk sem alhæfir að þetta sé useless veit ekki mikið um þetta. Helsta vandamálið er að fólk les ekki manualið sem fylgir þessum búnaði.

viewtopic.php?f=54&t=71707




Pisc3s
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Mið 23. Júl 2008 22:44
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf Pisc3s » Þri 14. Mar 2017 22:32

Hef verið með þetta á 3x stöðum og ég hef aldrei lent í neinum vandræðum við þetta. Spila Overwatch reglulega og er mjög sensitive varðandi ping eða packet loss og er ekkert annað en mjög sáttur með þetta! Eitt sem mætti vera betra er að ég næ ekki að maxa tenginguna eins og ég næ með snúru, næ svo svona 60Mpbs á 100Mpbs ljósleiðara. Búinn að prufa tvær týpur frá Trendnet sem fæst í tölvutek, um 1-2 ára gömul sem ég er með núna og ég persónulega mæli með þeim.




ojs
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 11. Mar 2017 21:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf ojs » Mið 15. Mar 2017 15:57

Fyrir þetta tilvik sem þú ert að nota þetta í ætti net yfir rafmagn að vera frábær lausn. Helsta vandamálið við net yfir rafmagn er að ef tengin tvö eru í rafmagsinnstungum sem eru á sitthvoru örygginu í rafmagnstöflunni þá eiga pakkarnir það til að tapast á leiðinni sem veldur því að UDP tengingar (þ.e.a.s. engin villuleiðréttingin) eins og IPTV eru mjög viðkvæmar og koma oft upp truflanir en TCP tengingar verða bara hægvirkari því villuleiðréttingin mun taka tíma. Það eru ábyggilega fleiri atriði sem þarf að huga að en þetta er það helsta sem ég hef komist að í sambandi við net yfir rafmagn.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf jonsig » Mið 15. Mar 2017 16:13

Ástæðan er sú að sjálfvar virkar nákvæmlega eins choke, hann væri í fínum málum með bræðivörin góðu :)

Ódýr led ljós og annað eru mikið verri uppá hvað þetta varðar.



Skjámynd

Höfundur
zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf zetor » Mið 15. Mar 2017 17:37

jonsig skrifaði:Ástæðan er sú að sjálfvar virkar nákvæmlega eins choke, hann væri í fínum málum með bræðivörin góðu :)



ég er ekki að átta mig á hugtökunum: sjálfvar, choke og bræðivör.

Takk annars fyrir góð ráð! ég þarf að leggjast yfir þetta aðeins. Ég er að vonast eftir því að þessi búnaður
hangi inni og ekki þurfi að taka úr sambandi og sétja í samband...því ég er ekki á staðnum.