Sá þráð um daginn sem fór af stað út af þessu orðrómi um að snertilausar greiðslur fælu í sér auka kostnað á notendur. Í framhaldi af því fór ég að hugsa. Hvert ætli hagstæðasta kortið sé.
Ef mér skjátlast ekki eru fyrirfram greiddu kortin laus við færslugjöld en í staðinn er greitt ársgjald. Einhverjir voru líka að tala um ef að velta færi yfir ákveðna upphæð væru ekki færlsugjöld eftir það. Minnir samt að þetta hafi verið 1.5 milljón.
Þið sem eruð með ikkar kort á hreinu, endilega skjótið upplýsingum á þráðinn. Ætti ekki að vera lengi gert að taka þetta saman.
Fór eginlega í baklás þegar ég skoðaði þetta hjá bankanum mínum. Íslandsbanka
Færslugjald á hverja færslu er 19 krónur. Til að fá Gullvild þarf ég að vera með lámark 200.000 kr veltu á kortinu á mánuði. Gengi svosem upp ef ég gæti borgað lánið mitt með kortinu en annars eginlega ekki.
Á fyrirframgreidda kortinu sem ég er með er 4000 í ársgjald. Held að það séu ekki færslugjöld á því. Spurning um að hafa debitkortið sem varakort og nota aðalega fyrirfram kortið. Verst að staðan uppfærist seint og illa á fyrirfram kortinu.
Hagstæðasta greiðslukortið
-
Höfundur - Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Hagstæðasta greiðslukortið
Síðast breytt af littli-Jake á Mið 01. Mar 2017 22:43, breytt samtals 2 sinnum.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Held að það séu almennt ekki færslugjöld á kreditkortum heldur einmitt árgjald, sem mögulega fæst endurgreitt ef velta á kortinu fer yfir x upphæð.
Ég er allavega hjá Landsbankanum, öll kreditkort einstaklinga þar eru auglýst með "Engin færslugjöld", greiði 3.000kall á ári fyrir núverandi kort, hef ekki nennt að spá í eða reynt að fá það fellt niður.
https://www.landsbankinn.is/einstakling ... reditkort/
Ég er allavega hjá Landsbankanum, öll kreditkort einstaklinga þar eru auglýst með "Engin færslugjöld", greiði 3.000kall á ári fyrir núverandi kort, hef ekki nennt að spá í eða reynt að fá það fellt niður.
https://www.landsbankinn.is/einstakling ... reditkort/
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Ef þú verslar oftar en ~135 sinnum á ári þá borgar sig að vera með kreditkort (m.v. verðskrá LÍ þá er formúlan 690kr + 17 kr * fjöldi á ári < árgjald kreditkorts (ódýrasta er 3000 kr/ári)). Oft eru samt innifalin X margar debetkortafærslur á ári ókeypis.
Hinsvegar þá verður að hafa í huga að flest kreditkort hafa ferðatryggingar sem er gott að hafa ef þú ert að ferðast til útlanda og þú safnar oft fríðindum (vildarpunktar, aukakrónur eða annað). Ef þú værir með strípað kreditkort þá þyrftiru að kaupa sér ferðatryggingu ef þú færir til útlanda.
Hinsvegar þá verður að hafa í huga að flest kreditkort hafa ferðatryggingar sem er gott að hafa ef þú ert að ferðast til útlanda og þú safnar oft fríðindum (vildarpunktar, aukakrónur eða annað). Ef þú værir með strípað kreditkort þá þyrftiru að kaupa sér ferðatryggingu ef þú færir til útlanda.
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
littli-Jake skrifaði:Sá þráð um daginn sem fór af stað út af þessu orðrómi um að snertilausar greiðslur fælu í sér auka kostnað á notendur. Í framhaldi af því fór ég að hugsa. Hvert ætli hagstæðasta kortið sé.
Ef mér skjátlast ekki eru fyrirfram greiddu kortin laus við færslugjöld en í staðinn er greitt ársgjald. Einhverjir voru líka að tala um ef að velta færi yfir ákveðna upphæð væru ekki færlsugjöld eftir það. Minnir samt að þetta hafi verið 1.5 milljón.
Þið sem eruð með ikkar kort á hreinu, endilega skjótið upplýsingum á þráðinn. Ætti ekki að vera lengi gert að taka þetta saman.
Fór eginlega í baklás þegar ég skoðaði þetta hjá bankanum mínum. Íslandsbanka
Færslugjald á hverja færslu er 19 krónur. Til að fá Gullvild þarf ég að vera með lámark 200.000 kr veltu á kortinu á mánuði. Gengi svosem upp ef ég gæti borgað lánið mitt með kortinu en annars eginlega ekki.
Á fyrirframgreidda kortinu sem ég er með er 4000 í ársgjald. Held að það séu ekki færslugjöld á því. Spurning um að hafa debitkortið sem varakort og nota aðalega fyrirfram kortið. Verst að staðan uppfærist seint og illa á fyrirfram kortinu.
Held að platínu kortið sé fljótt að borga sig + af öllum þessu kortum þá er árgjaldið frítt ef þú notar það frá degi til dags.
Þar eru skilyrðin:
Platinumvild er fyrir þá sem eru með: "https://www.islandsbanki.is/einstaklingar/vildarthjonusta/vildarthjonustan/#platinumvild"
Fimm af þjónustuþáttum Íslandsbanka, 3 m.kr í innlán eða 5 m.kr í útlán, 400 þús. kr. velta á mánuði eða meira
10 milljónir í innlán hjá Íslandsbanka eða VÍB
Afsláttur af árgjaldi miðast svo við: https://www.islandsbanki.is/einstakling ... tutenging/
Ég hafði ekkert pælt í þessum kortum fyrr en ég var að fara taka bílaleigubíl erlendis í þrjár vikur. Þá stóð valið á milli þess að greiða 40þ.+ í tryggingar hjá bílaleigu eða árgjald af kortinu c.a. 15þ. þá.
Þá komst ég líka að því að tryggingin gilti að einhverju leiti ef þú værir með bílaleigubíl innanlands (man ekki hvað það var, en það skipti mig máli í einhvern tíma þegar ég var með bílaleigubíl).
Þá hefur það verið mikill lúxus að geta farið t.d. í lounge á flugvellinum á Billund með alla familíuna á meðan beðið var eftir flugi. Kostaði 5þ. inn en maður borgaði bara inn og svo voru opnar bjórdælur fyrir fullorðna og hlaðborð fyrir alla svanga... hefði ekki orðið fúll ef fluginu hefði seinkað.
Núna þá flettir maður alltaf upp hvort maður komist í lounge en ég hef bara verið að fara í gegnum Schonefeld og Schipol, en fer reyndar til Írlands í apríl, á eftir að tékka...
En s.s. ég mundi parkera öllum kortum, fá mér platínukort + hliðarkort fyrir maka, láta taka fasteignagjöldin, máltíðir barna í skóla, leikskólagjöld ofl. allt af kortinu til að veltan haldist OK. Alla dælulykla og Bónusferðir, hugsanlega jafnvel húsaleiguna eða bílalánið (fer samt eftir upphæð og lánakjörum) ...
Þú ert án efa kominn með næga veltu til að þetta kort kosti þig ekki og þú ert farinn að njóta hlunninda.
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
littli-Jake skrifaði:Verst að staðan uppfærist seint og illa á fyrirfram kortinu.
Ein af ástæðunum fyrir því að ég skipti frá Íslandsbanka var það hversu seint færslur/staðan uppfærðist á heimabankanum hjá þeim.
Gerði fyrir 5-6 árum athugasemd við það hjá þeim, svo aftur 2 árum seinna, í bæði skiptin fékk ég svarið að "það væri verið að vinna í því að laga þetta". Gaman að heyra að þetta sé ekki enn komið í lag...
Er hjá Landsbankanum og þar uppfærist staðan nær samstundis eftir að ég nota kortið, sé stöðuna beint á forsíðunni í heimabankanum. Get smellt þar á og skoðað allar færslur, þó þær séu "óbókaðar" og hafi bara verið gerðar einhverjum mínútum áður.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1081
- Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
- Reputation: 133
- Staðsetning: Njarðvík
- Staða: Ótengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
staðgreiðslan er bara best cash money honey
| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
emil40 skrifaði:staðgreiðslan er bara best cash money honey
Getur illa pantað hluti af netinu með staðgreiðslu, getur ekki tekið bílaleigubíl með staðgreiðslu... því miður ýmislegt sem þú getur ekki gert með staðgreiðslu
Er einungis með fyrirframgreitt kreditkort eins og er, þarf líklega að fá mér "hefðbundið" til að geta fengið bílaleigubíl á Tenerife. Skírt tekið fram að maður megi ekki vera með fyrirframgreitt.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 962
- Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
- Reputation: 71
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Tengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Klemmi skrifaði:emil40 skrifaði:staðgreiðslan er bara best cash money honey
Getur illa pantað hluti af netinu með staðgreiðslu, getur ekki tekið bílaleigubíl með staðgreiðslu... því miður ýmislegt sem þú getur ekki gert með staðgreiðslu
Er einungis með fyrirframgreitt kreditkort eins og er, þarf líklega að fá mér "hefðbundið" til að geta fengið bílaleigubíl á Tenerife. Skírt tekið fram að maður megi ekki vera með fyrirframgreitt.
Var í Barcelona 12-16 feb og tók bílaleigubíl með fyrirframgreiddu kreditkorti. Fékk bíl hjá Sixt. Var bara með næginlega mikið inn á því. Svo allavega gat ég gert það hjá þeim án vandræða.
LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
peturthorra skrifaði:Var í Barcelona 12-16 feb og tók bílaleigubíl með fyrirframgreiddu kreditkorti. Fékk bíl hjá Sixt. Var bara með næginlega mikið inn á því. Svo allavega gat ég gert það hjá þeim án vandræða.
Já, mér tókst að fá það í gegn hjá Europcar í USA, en Europcar hér heima (Höldur) vildu ekkert gefa eftir, þurfti að fá kort lánað hjá múttu til að taka sendibíl í 4 tíma...
Skv. skilmálum hjá þeim bílaleigum sem ég skoðaði (ódýrustu) á Tenerife er skýrt gefið til kynna að kortið megi ekki vera fyrirframgreitt, nenni ekki að vera búinn að reikna með að taka bíl og lenda svo í því að það gangi ekki upp, bara því ég var ekki með "rétta tegund" af korti
Skilmálar Topcar skrifaði:Þetta fyrirtæki tekur ekki við fyrirframgreiddum, endurhlaðanlegum eða sýndarkreditkortum eða kortum hvers stafir eru ekki upphækkaðir (upphleyptir).
-
- Vaktari
- Póstar: 2587
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Klemmi skrifaði:peturthorra skrifaði:Var í Barcelona 12-16 feb og tók bílaleigubíl með fyrirframgreiddu kreditkorti. Fékk bíl hjá Sixt. Var bara með næginlega mikið inn á því. Svo allavega gat ég gert það hjá þeim án vandræða.
Já, mér tókst að fá það í gegn hjá Europcar í USA, en Europcar hér heima (Höldur) vildu ekkert gefa eftir, þurfti að fá kort lánað hjá múttu til að taka sendibíl í 4 tíma...
Skv. skilmálum hjá þeim bílaleigum sem ég skoðaði (ódýrustu) á Tenerife er skýrt gefið til kynna að kortið megi ekki vera fyrirframgreitt, nenni ekki að vera búinn að reikna með að taka bíl og lenda svo í því að það gangi ekki upp, bara því ég var ekki með "rétta tegund" af kortiSkilmálar Topcar skrifaði:Þetta fyrirtæki tekur ekki við fyrirframgreiddum, endurhlaðanlegum eða sýndarkreditkortum eða kortum hvers stafir eru ekki upphækkaðir (upphleyptir).
Hvernig veit maður hvort kort sé fyrirframgreitt kort, eða hefðbundið á því að horfa á kortið sjálft?
Mitt fyrirframgreidda kreditkort, er með upphleyptum stöfum.
Hef velt þessu oft fyrir mér, því mér finnst kortið vera eins og venjulegt í útliti.
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Á mínu stendur "VISA Í PLÚS" með upphleyptum stöfum. Þau eru yfirleitt merkt einhvernvegin þannig held ég.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 356
- Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
- Reputation: 32
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Ég geri svipað og OP að vera með fyrirframgreitt kort og svo debit í neyð.
Reyndar eithvað bögg í gangi ef maður setur inná það eftir kl 9 á kvöldin að þá kemur ekki heimild á það nema fara í hraðbanka og taka út >.<
Svo er annað það er t.d. EKKI hægt að greið fyrir póstkröfu með fyrirframgreiddum kreditkortum sem ég bara hreinlega fatta ekki. o.O
Reyndar eithvað bögg í gangi ef maður setur inná það eftir kl 9 á kvöldin að þá kemur ekki heimild á það nema fara í hraðbanka og taka út >.<
Svo er annað það er t.d. EKKI hægt að greið fyrir póstkröfu með fyrirframgreiddum kreditkortum sem ég bara hreinlega fatta ekki. o.O
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Ég hætti að nenna þessu með fyrirframgreidda kortið og fékk mér heimildarkort með lítillri heimild. Ef ég er að greiða fyrir háar upphæðir legg ég einfaldlega inn á það. Finnst fínt að leggja reglulega inn á það í staðinn fyrir að enda með reikning um hver mánaðarmót. Minnkaði allavega eyðsluna hjá mér að gera það svoleiðis.
-
Höfundur - Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Klemmi skrifaði:littli-Jake skrifaði:Verst að staðan uppfærist seint og illa á fyrirfram kortinu.
Ein af ástæðunum fyrir því að ég skipti frá Íslandsbanka var það hversu seint færslur/staðan uppfærðist á heimabankanum hjá þeim.
Gerði fyrir 5-6 árum athugasemd við það hjá þeim, svo aftur 2 árum seinna, í bæði skiptin fékk ég svarið að "það væri verið að vinna í því að laga þetta". Gaman að heyra að þetta sé ekki enn komið í lag...
Er hjá Landsbankanum og þar uppfærist staðan nær samstundis eftir að ég nota kortið, sé stöðuna beint á forsíðunni í heimabankanum. Get smellt þar á og skoðað allar færslur, þó þær séu "óbókaðar" og hafi bara verið gerðar einhverjum mínútum áður.
Bara til að koma i veg fyrir misskilning.
Hja isb uppfærist allt nánast samstundis NEMA fyrirframgreidda kortið.
Uppfærast fyrirfram kortin strags hjá landsbankanum?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 957
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Tengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Urri skrifaði:Svo er annað það er t.d. EKKI hægt að greið fyrir póstkröfu með fyrirframgreiddum kreditkortum sem ég bara hreinlega fatta ekki. o.O
Ég fæ stundum að gera það og stundum ekki. Veit ekki málið með það.
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
littli-Jake skrifaði:Hja isb uppfærist allt nánast samstundis NEMA fyrirframgreidda kortið.
Uppfærast fyrirfram kortin strags hjá landsbankanum?
Já, ég var áður með fyrirframgreitt kort hjá Íslandsbankanum og gat aldrei treyst stöðunni á heimabankanum, það gat verið nokkura daga gömul staða.
Hjá Landsbankanum uppfærist hún nánast samstundis og stendur alltaf á forsíðu heimabankans hvað er til ráðstöfunar.
-
Höfundur - Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Hagstæðasta greiðslukortið
Klemmi skrifaði:littli-Jake skrifaði:Hja isb uppfærist allt nánast samstundis NEMA fyrirframgreidda kortið.
Uppfærast fyrirfram kortin strags hjá landsbankanum?
Já, ég var áður með fyrirframgreitt kort hjá Íslandsbankanum og gat aldrei treyst stöðunni á heimabankanum, það gat verið nokkura daga gömul staða.
Hjá Landsbankanum uppfærist hún nánast samstundis og stendur alltaf á forsíðu heimabankans hvað er til ráðstöfunar.
banki.png
Ætla að fara að nota kortið næstu daga (ef ég get brotið vanan um að nota debit) skal láta vita hvernig þetta er.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180