Kostnaðarsamt að nota debetkort

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf GuðjónR » Mið 15. Feb 2017 21:11

Fyrir eina debetkortafærslu er gefinn út reikningur og fyrir hann eru rukkaðar 52 krónur, þannig að þessi eina debetkortafærsla kostar 70 kr.!
Er ekki verið að fara overboard hérna? Held ég leggi debetkortinu varanlega, kostar mig ekkert að nota MasterCard. :face
Viðhengi
glæpastarfsemi.PNG
glæpastarfsemi.PNG (8.41 KiB) Skoðað 2872 sinnum




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 957
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Tengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf arons4 » Mið 15. Feb 2017 21:22

Fyrirframgreidd kreditkort.

Enginn tilgangur að vera með debitkort á íslandi í dag.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Dúlli » Mið 15. Feb 2017 21:56

Hvaða banki og hvar sérðu þessar kröfur ?

Er til dæmis hjá arionbanka og hef ekki fundið / eða tekið eftir svona rukkunum.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Baldurmar » Mið 15. Feb 2017 22:20

Dúlli skrifaði:Hvaða banki og hvar sérðu þessar kröfur ?

Er til dæmis hjá arionbanka og hef ekki fundið / eða tekið eftir svona rukkunum.

Frá Arion Banka :

Árgjald debetkorts 790 kr.
- Viðskiptavinir í Gullþjónustu fá 50% afslátt 395 kr.
- Viðskiptavinir í Platinumþjónustu og námsmenn fá 100% afslátt 0 kr.
Framleiðslugjald/endurútgáfa - nýtt fyrir glatað 1.200 kr.

Nýtt PIN sótt eða sent 500 kr.

Færslugjöld
Debetkortafærslur 18 kr.
- Námsmenn fá 50% afslátt

Sótt héðan https://www.arionbanki.is/library/Skrar/Bankinn/Almennar-upplysingar/Verdskra/verdskra__01012017.pdf


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf C2H5OH » Mið 15. Feb 2017 22:29

Hef ekki notað debetkort í einhver 10 ár núna, ef ég myndi ekki neiðast til að eiga viðskipti við þessi spilltu orkurfyrirtæki myndi ég klárlega ekki gera það, veit ég hljóma kannski eins og einhver klikkaður gaur með álpappírshatt í sprengubyrginu mínu en ég er bara búinn að fá nóg...




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Dúlli » Mið 15. Feb 2017 22:31

C2H5OH skrifaði:Hef ekki notað debetkort í einhver 10 ár núna, ef ég myndi ekki neiðast til að eiga viðskipti við þessi spilltu orkurfyrirtæki myndi ég klárlega ekki gera það, veit ég hljóma kannski eins og einhver klikkaður gaur með álpappírshatt í sprengubyrginu mínu en ég er bara búinn að fá nóg...


Ég er reyndar samála þessu, Reyni að nota pening eins mikið og hægt er en oft þvingast maður í að nota kort, greiða bensín, og ýmislegt sem þvíngar mann í dag. :face



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf russi » Mið 15. Feb 2017 22:48

GuðjónR skrifaði: kostar mig ekkert að nota MasterCard. :face


Borgaru ekki ársgjald?

Hef alltaf fundist það fyndið, þó það eigi kannski við í þessu tilfelli, að það sé verið að hvetja fólk til þess að nota kreditkort vegna þess á þeim eru ekki færslugjöld. Aftur á móti er ársgjald sem kemur í staðinn. Tók þetta saman einhvern tíman og miðað við mína notkun næ ég ekki í ársgjaldið með færslum, þannig að í mínu tilfelli er ódýrara að vera með debet og fyrir við er ég aldrei í skuld við einhverja stofnun.

Aftur á móti var ég hundsvekktur útí bankann minn fyrir að týna kortinu mínu sem hraðbanki hafði gleypt og rukka mig svo fyrir endurútgáfu korts (týnt kort), verst að ég sá það ekki fyrr en löngu síðar og nennti því ekki að eiga í stappi við þá útaf því




Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Tóti » Mið 15. Feb 2017 22:55

https://www.landsbankinn.is/verdskra
Tek út pening hjá minum hraðbanka kostar 0
Síðast breytt af Tóti á Mið 15. Feb 2017 23:02, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Minuz1 » Mið 15. Feb 2017 22:56

Cash, Gas or Ass.
There is no such thing as a free lunch.

Kreditkort eru rukkaðar af seljanda.
Debetkort eru rukkuð af greiðanda.
Peningar eru rukkaðir af Ríkinu.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf GuðjónR » Mið 15. Feb 2017 23:00

russi skrifaði:
GuðjónR skrifaði: kostar mig ekkert að nota MasterCard. :face


Borgaru ekki ársgjald?

Hef alltaf fundist það fyndið, þó það eigi kannski við í þessu tilfelli, að það sé verið að hvetja fólk til þess að nota kreditkort vegna þess á þeim eru ekki færslugjöld. Aftur á móti er ársgjald sem kemur í staðinn. Tók þetta saman einhvern tíman og miðað við mína notkun næ ég ekki í ársgjaldið með færslum, þannig að í mínu tilfelli er ódýrara að vera með debet og fyrir við er ég aldrei í skuld við einhverja stofnun.

Aftur á móti var ég hundsvekktur útí bankann minn fyrir að týna kortinu mínu sem hraðbanki hafði gleypt og rukka mig svo fyrir endurútgáfu korts (týnt kort), verst að ég sá það ekki fyrr en löngu síðar og nennti því ekki að eiga í stappi við þá útaf því


Nei, ég er með veltutengt kort, ef ég fer yfir 1.5m á ári þá falla gjöldin niður.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf depill » Mið 15. Feb 2017 23:24

Minuz1 skrifaði:Cash, Gas or Ass.
There is no such thing as a free lunch.

Kreditkort eru rukkaðar af seljanda.
Debetkort eru rukkuð af greiðanda.
Peningar eru rukkaðir af Ríkinu.


Debetkort eru reynda rukkuð af bæði. Seljandi greiðir í kringum 0,8% on average í stað 1,5-1,7% í kreditkorta. Svo eru reyndar debetkort gerð hraðar upp.

Enn það er ekki að ástæðulausu að kreditkortanotkun Íslendinga er miklu hærri heldur en nágrannalanda. Í Danmörku er Dankort og þar er bannað að rukka gjöld í kringum það kort ( svo lengi sem það er notað á dankort netinu, oft eru þau Visa/MC kort þegar þú ert komin út fyrir Danmörku )



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf GuðjónR » Fim 16. Feb 2017 10:16




Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf pattzi » Fim 16. Feb 2017 21:58

Ég borga ekki fyrir yfirlitið..

Hvorki frá Landsbankanum né íslandsbanka

sé reyndar að færslan kostar 17 krónur frá landsbankanum og 19 kr hjá íslandsbanka nota aðallega kreditkort reyndar
Viðhengi
k.jpg
k.jpg (61.73 KiB) Skoðað 2366 sinnum



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf GuðjónR » Fim 16. Feb 2017 22:37

pattzi skrifaði:Ég borga ekki fyrir yfirlitið..

Hvorki frá Landsbankanum né íslandsbanka

sé reyndar að færslan kostar 17 krónur frá landsbankanum og 19 kr hjá íslandsbanka nota aðallega kreditkort reyndar


Ég er hjá Arionbanka, hringdi og kvartaði yfir þessu. Þjónustufulltrúinn brást við með pirring og sagði að þetta væri bara það gjald sem ég þyrfti að greiða fyrir að "fá að nota heimabankann" ... :face
Af hverju stendur þá ekki "heimabankagjald" ?
Svo vildi hún meina að það væri ekki hægt að taka þetta af, ég benti henni á að þetta væri nú ekki meitlað í stein og það sem væri sett á væri hægt að taka af.
Með því sagðist hún ætla að tala við útíbúið, hef svo ekkert heyrt síðan. Alveg epic vond þjónusta.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf pattzi » Fim 16. Feb 2017 23:39

1 Árgjald korts á 395,00 Kr. 395,00
1 Kortfærsla úr posa á 18,00 Kr. 18,00
--------------
Þann 11. janúar verða þessi gjöld skuldfærð: 413,00

Þetta kom frá arionbanka hjá mér ágætt að vera með kort frá öllum bönkum eða þannig sko



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Dagur » Fös 17. Feb 2017 07:51

Ótrúlegt hvað bankarnir hafa lítinn áhuga á að keppa um viðskiptavini.
Ég hélt að færslugjöldin væru ennþá í kringum 10kr, að hverju í ósköpunum eru þau búin að hækka?




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf vesley » Fös 17. Feb 2017 09:34

pattzi skrifaði:ágætt að vera með kort frá öllum bönkum eða þannig sko


Af hverju ?

Er með 3 kort öll frá sama bankanum. 1 debet og 2 kredit (fyrirframgreitt og heimildar) Og ætla ég meira að segja að losa mig við fyrirframgreidda þar sem ég hef ekki notað það í marga mánuði, legg frekar bara inn á heimildarkortið.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf pattzi » Fös 17. Feb 2017 19:24

vesley skrifaði:
pattzi skrifaði:ágætt að vera með kort frá öllum bönkum eða þannig sko


Af hverju ?

Er með 3 kort öll frá sama bankanum. 1 debet og 2 kredit (fyrirframgreitt og heimildar) Og ætla ég meira að segja að losa mig við fyrirframgreidda þar sem ég hef ekki notað það í marga mánuði, legg frekar bara inn á heimildarkortið.



HAHA Veit ekki

Tvö debet frá arion eitt sem er fyrirtækjakort rekstar nota það ekkert því hef ekki komið mér í það að setja upp það sem ég ætlaði að gera ...

Og svo tvö debet frá íslandsbanka sama eitt rekstrar og eitt persónulegt

eitt frá landsbankanum hætti þar reyndar á bara alltaf eftir að loka því en get ekki vegna skuldar sem er á því þarf víst að borga hana fyrst .

svo eitt frá sparisjóðnum á grenivík

var í einhverju stuði þegar ég var 18 ára að stofna reikninga allstaðar ...annars er ég nú aðalega í viðskiptum við íslandsbanka

svo kredit frá íslandsbanka og arionbanka




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Hizzman » Fös 17. Feb 2017 20:01

Það er meiri hagnaður fyrir bankana ef fólk notar kreditkort heldur en debet.


hér er annars wikipediasíða sem lýsir því fyrirbæri sem íslenska bankaapparatið er:

https://en.wikipedia.org/wiki/Cartel



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Tiger » Fös 17. Feb 2017 20:30

Er fólk ekkert að nota iKort bara?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf GuðjónR » Fös 17. Feb 2017 21:44

Tiger skrifaði:Er fólk ekkert að nota iKort bara?

Báðar tegundir af iKortum, með og án nafns kosta kr. 1.985. Mánaðarlegt gjald fyrir iKort er kr. 725. kostnaður við iKort er því 10.685.- fyrsta árið og 8.700.- kr. á ári eftir það.
Til hvers að greiða þetta gjald þegar þú getur fengið Mastercard "frítt" fyrir það eitt að velta 125k í gegnum það á mánuði, ef konan er með aukakort þá þarftu ekki nema 62.500.- kr. veltu per kort til þess að vera með bæði kortin frí.
Samt ótrúlega súrealískt að það skuli vera ódýrara fyrir almenning að stunda lánsviðskipti með creditkortum en staðgreiðsluviðskipti með debetkortum.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf kizi86 » Fös 17. Feb 2017 21:49

finnst þessi kostnaður yfir "rafræn yfirlit" alveg fáránleg! þetta er þeirra hugbúnaður, þeirra tölvur, allt gert SJÁLFKRAFA í hugbúnaðinum, fyrir hvað er þessi kostnaður? hvað réttlætir hann? finnst að árlegur kostnaður korta (árgjald korts) ætti alveg að geta dekkað allan tölvukostnað og gott betur en það..
og hvað nákvæmlega réttlætir þessi gífurlega háu gjöld af færslugjöldum? þessi kostnaður er ALLTOF mikill miðað við raunkostnað að mínu mati (sem er ekki svo upplýst, hef ekki allar upplýsingar um þennan kostnað, ef einhver hér veit þetta betur endilega útskýra)

nota bankann eins lítið og hægt er, set vissa upphæð á ikortið og tek rest út í reiðufé, er ekki með nein kort gefin út af bönkum.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Hizzman » Fös 17. Feb 2017 23:55

Trikkið er að bankarnir 'geyma' kreditkorta peningin í 1 til 2 mámuði. Þetta eru auðveldlega nokkrir tugir milljarða! Þessi peningur er svo td settur í Seðlabankann sem borgar stýrivexti á inneignir. FREE MONEY , YEAH !!!!



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf Revenant » Lau 18. Feb 2017 11:50

kizi86 skrifaði:finnst þessi kostnaður yfir "rafræn yfirlit" alveg fáránleg! þetta er þeirra hugbúnaður, þeirra tölvur, allt gert SJÁLFKRAFA í hugbúnaðinum, fyrir hvað er þessi kostnaður? hvað réttlætir hann? finnst að árlegur kostnaður korta (árgjald korts) ætti alveg að geta dekkað allan tölvukostnað og gott betur en það..
og hvað nákvæmlega réttlætir þessi gífurlega háu gjöld af færslugjöldum? þessi kostnaður er ALLTOF mikill miðað við raunkostnað að mínu mati (sem er ekki svo upplýst, hef ekki allar upplýsingar um þennan kostnað, ef einhver hér veit þetta betur endilega útskýra)

nota bankann eins lítið og hægt er, set vissa upphæð á ikortið og tek rest út í reiðufé, er ekki með nein kort gefin út af bönkum.


Hár stofn- og rekstrarkostnaður, miklar kröfur gerðar til öryggis og uppitíma gera það að verkum að við erum með kortakerfi sem getur þjónustað 1-2 milljón íbúa en kostnaðurinn er borinn af 340 þúsund íbúum (+ túristum).

Af þeim sökum þá er kostnaður per færslu hlutfallslega hærri en í stærri þjóðfélögum.

Góður lestur eru fjármálainnviðir hjá seðlabankanum en þar er talað um kostnað samfélagsins við greiðslumiðlun.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaðarsamt að nota debetkort

Pósturaf GuðjónR » Lau 18. Feb 2017 16:15

Revenant skrifaði:
kizi86 skrifaði:finnst þessi kostnaður yfir "rafræn yfirlit" alveg fáránleg! þetta er þeirra hugbúnaður, þeirra tölvur, allt gert SJÁLFKRAFA í hugbúnaðinum, fyrir hvað er þessi kostnaður? hvað réttlætir hann? finnst að árlegur kostnaður korta (árgjald korts) ætti alveg að geta dekkað allan tölvukostnað og gott betur en það..
og hvað nákvæmlega réttlætir þessi gífurlega háu gjöld af færslugjöldum? þessi kostnaður er ALLTOF mikill miðað við raunkostnað að mínu mati (sem er ekki svo upplýst, hef ekki allar upplýsingar um þennan kostnað, ef einhver hér veit þetta betur endilega útskýra)

nota bankann eins lítið og hægt er, set vissa upphæð á ikortið og tek rest út í reiðufé, er ekki með nein kort gefin út af bönkum.


Hár stofn- og rekstrarkostnaður, miklar kröfur gerðar til öryggis og uppitíma gera það að verkum að við erum með kortakerfi sem getur þjónustað 1-2 milljón íbúa en kostnaðurinn er borinn af 340 þúsund íbúum (+ túristum).

Af þeim sökum þá er kostnaður per færslu hlutfallslega hærri en í stærri þjóðfélögum.

Góður lestur eru fjármálainnviðir hjá seðlabankanum en þar er talað um kostnað samfélagsins við greiðslumiðlun.


Svo vilja þessir snillingar banna reiðufé og velta öllu yfir á kortin! :face

En talandi um háan kostnað af því að við erum svo fá, hefurðu séð haganaðartölurnar hjá þessum stofnunum frá hruni?
Þeir eru svo grófir að þeir reyndu að taka 950 kr. auratalningagjald af börnunum þegar þau tæmdu sparibaukinn í þar til gerða vél sem taldi klinktið á nokkrum sekúndum.
Ef þú deilir hagnaði þeirra niður á þessar 340k hræður og berð það svo saman við hangnað erlendra banka í sama samanburði þá sérðu af hverju þeir horfa hýrum augum á þennan litla markað.