Annar router eða þráðlaust netkort?


Höfundur
moltium
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 13. Apr 2015 23:49
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Annar router eða þráðlaust netkort?

Pósturaf moltium » Lau 24. Des 2016 23:48

Gleðilega hátíð.

Mig vantar ráð við smá netvandamáli. Var að versla borðtölvu sem er staðsett í öfugum enda íbúðarinnar við ljósleiðara boxið / router-inn.
Fór því að velta því fyrir mér varðandi leikjaspilun hvort væri betra að taka þráðlaust netkort eða kaupa annan router og hafa í hinum enda íbúðarinnar. Það eru ekki nema c.a. 8metrar milli routers og borðtölvu en snúra er ekki option þarna á milli. Er með þrjár spurningar. :baby

1.Hvernig virka þessir þráðlausu router-ar? :dontpressthatbutton

2.Er ég ekki að fara að pinga of mikið þó svo að maður fái sér þokkalegt þráðlaust netkort? ](*,)

3.Get ég haft þann router sem ég er með núna sem er plöggaður í ljósleiðaraboxið, tengst honum í gegnum WiFi með nýjum router og tengt nýja routerinn sem myndi vera inn á skrifstofu beint í borðtölvuna (LAN snúra) og losna þar við möguleikann á lélegu pingi og að kaupa þráðlaust netkort? \:D/

Fyrirfram þakkir.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Annar router eða þráðlaust netkort?

Pósturaf mind » Sun 25. Des 2016 00:23

Alltof flókið, og yrðir líklega bara gráhærður ef ætlar að spila leiki á þráðlausu og hefur áhyggjur af pingi.

Búinn að íhuga powerline kit einfaldlega ?




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Annar router eða þráðlaust netkort?

Pósturaf Skari » Sun 25. Des 2016 04:40

Spila aldrei leiki þráðlaust svo ég get ekki hjálpað með það en með komu AC staðalsins þá ættirðu að vera nokkuð góður ef þú nærð góðu signali þar sem tölvan er.

Ertu aftur á móti búinn að skoða alla valmöguleika á að leggja kapal að tölvunni ?

* Getur verið rör sem á að vera fyrir síma sé staðsett nálægt tölvu og hægt yrði að draga þá net-kapalinn með honum.
* Gamall loftnetstengill þar sem hægt væri að draga úr þann kapal fyrst hann er ekki notaður og lagt net-kapalinn í staðinn
* skipta út gólflistum sem eru gerðir ráð fyrir að kapall sé lagður fyrir aftan




Höfundur
moltium
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 13. Apr 2015 23:49
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Annar router eða þráðlaust netkort?

Pósturaf moltium » Sun 25. Des 2016 17:31

Takk fyrir svörin. Ég sé það núna við nánari athugun að það er tengill sem bíður með tveimur portum í vegnum. Í öðru portinu er gat fyrir lansnúru/síma en ekkert í hinu portinu.

Prófaði að setja lan snúru í og virkar ekki, er þá ekki best að fá rafvirkja eða einhvern frá netþjónustunni/ljósleiðaranum og tengja kapal í það port sem er laust ?




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Annar router eða þráðlaust netkort?

Pósturaf Skari » Sun 25. Des 2016 17:45

Yrði pottþétt dýrt, fyrst þarf að finna út hvort þetta sé hægt yfir höfuð.

Það þarf að rekja hvert þessi símatengill fer, oftast eru/voru þeir bara lagðir í raðtengingu svo líklegt að rörið komi frá öðrum símatengli og fari svo í annan símatengil

Er annar símatengill nálægt routernum ? ef svo