Gengisstyrking / verðlag í búðum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gengisstyrking / verðlag í búðum

Pósturaf emmi » Þri 01. Nóv 2016 21:31

Góða kvöldið, langaði að athuga hvort einhver hér hafi haldið utanum verðlag á tölvum og íhlutum í íslenskum búðum undanfarna mánuði.

Nú hefur krónun styrkst töluvert gagnvart dollar, evru og pundi meðal annars og það væri áhugavert að sjá hvort að verðin hafi farið niður í samræmi við það. :)




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Gengisstyrking / verðlag í búðum

Pósturaf vesley » Þri 01. Nóv 2016 21:34

Ansi erfitt að fylgjast með því þar sem íhlutir endurnýjast mjög hratt og verðin eru mjög breytileg.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gengisstyrking / verðlag í búðum

Pósturaf GuðjónR » Þri 01. Nóv 2016 22:19

emmi skrifaði:Góða kvöldið, langaði að athuga hvort einhver hér hafi haldið utanum verðlag á tölvum og íhlutum í íslenskum búðum undanfarna mánuði.

Nú hefur krónun styrkst töluvert gagnvart dollar, evru og pundi meðal annars og það væri áhugavert að sjá hvort að verðin hafi farið niður í samræmi við það. :)



Góður punktur! appel hvar er 12 mánað grafið í pop-glugganum góða? \:D/
Eins og er þá er frekar erfitt að fylgjast með því þetta gerist á mörgum mánuðum og á þeim tíma koma oft nýjar vörur inn, hitt er annað mál að það mætti eflaust gera aðeins betur.
Mér finnst skrítið að sjá 250 GB Samsung 850 EVO og 250 GB Samsung 750 EVO á sama verði hérna heima þegar 750 (budget týpan) kostar $69.99 á meðan 850 kostar $95

750 diskurinn ætti því kannki að vera nær 11.500.- en 15.900.- en það er auðvitað bara mín skoðun.



Skjámynd

C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Gengisstyrking / verðlag í búðum

Pósturaf C3PO » Þri 01. Nóv 2016 22:39

emmi skrifaði:Góða kvöldið, langaði að athuga hvort einhver hér hafi haldið utanum verðlag á tölvum og íhlutum í íslenskum búðum undanfarna mánuði.

Nú hefur krónun styrkst töluvert gagnvart dollar, evru og pundi meðal annars og það væri áhugavert að sjá hvort að verðin hafi farið niður í samræmi við það. :)


Var einmitt búin að vera að hugsa um þetta. Búin að fylgjast mjög vel með verði á örgjöfunum og þeir hafa ekkert lækkað.


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Gengisstyrking / verðlag í búðum

Pósturaf Klemmi » Þri 01. Nóv 2016 22:44

GuðjónR skrifaði:750 diskurinn ætti því kannki að vera nær 11.500.- en 15.900.- en það er auðvitað bara mín skoðun.


Líklega eru verslanir bara að reyna að fá aðeins meira út úr heilu tölvunum, þar sem örgjörvar og vinnsluminni eru líklega á botnverðum eins og vanalega. Venjulegur heimilisnotandi eða leikjaspilari finnur ólíklega mun á 750 vs 850 disknum, fínt að fá smá framlegð á þessum hlut sem fólk horfir frekar á stærðina á heldur en hraðann, sem ég endurtek að skipti þá kannski ekki miklu máli :)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Gengisstyrking / verðlag í búðum

Pósturaf Klemmi » Þri 01. Nóv 2016 23:10

Ef einhver hefur tíma og áhuga á að skoða verðlagsbreytingar á fartölvum, þá eru í viðhengi (.zip því Vaktin styður ekki .xlsx) raw gögn frá mars og til dagsins í dag...

Ég hef ekki tíma núna til að kokka neitt gáfulegt upp úr þeim, bjó þó til eitt lítið graf sem sýnir að verðið virðist þó síga aðeins :)
Hver lína representar eina tölvutýpu, y-ásin er verð, x-ásin er dagsetning.

Þessar löngu línur eru þó líklega hjá Opnum Kerfum, þar skrást reglulega verðbreytingar því að þeir eru einmitt með verð sem fylgir gengisbreytingum...

*Edit* Bætti við aðeins meiri upplýsingum í skjalið...

einföld breyting.png
einföld breyting.png (32.92 KiB) Skoðað 824 sinnum
Viðhengi
price-changes.zip
(79.45 KiB) Skoðað 29 sinnum



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gengisstyrking / verðlag í búðum

Pósturaf GuðjónR » Sun 13. Nóv 2016 11:58

Það er alveg eðlilegt að vörur hækki þrátt fyrir að gengið hafi styrkst um rúm 22% og afnám tolla sé tæp 8%, ofurlaun verslunarfólks (237k-270k) er um að kenna, það hjóta allir að sjá það. Tollar hafa áður lækkað án þess að skila sér til neytenda en þá var líka augljós skýring, "uppsöfnuð hækkunarþörf vegna hrunsins", almenningur hlýtur að vera blindur ef hann sér það ekki.
http://ruv.is/sarpurinn/klippa/verd-ekk ... ylgt-gengi

Annars þá er best að fá útskýringu hjá verkalýðsforingjanum sjálfum:
Vilhjálmur Birgisson skrifaði:Það var afar athyglisverð frétt í Ríkissjónvarpinu í gær um þá miklu styrkingu á krónunni sem því miður skilar sér ekki alls ekki í öllum tilfellum í lækkun á innflutum vörum.

Í fréttinni kom fram að gengisvísitalan hefur á síðustu 2 árum styrkst um 22,6% en þrátt fyrir það hafa verslunareigendur ekki skilað því til neytenda í samræmi við þessa styrkingu.

Það kemur fram í þessari frétt að sumar innfluttar vörur hafi hreinlega hækkað í verði eins og t.d:

° Húsgögn og heimilistæki um 2,8%
° Viðhald og efni um 1,5%
° Lítil heimilistæki um 0,3%

Þetta gerist þrátt fyrir að gengisvísitalan hafi styrkst um 22,6% á sama tíma og afnám tolla sem hefði eins og fram kemur í fréttinni átt að leiða til lækkunar á vöruverði um 7,8% til viðbótar 22,6% styrkingu á krónunni.

Það má líka vekja athygli á því eins og kom fram í þessari frétt þá hefur innflutt matvara einungis lækkað um 1,5% þrátt fyrir þessa miklu styrkingu á krónunni sem nemur eins og áður sagði 22,6%

Þetta er gjörsamlega óþolandi þegar verslun og þjónusta skila ekki þeirri gengisstyrkingu krónunnar til neytenda eins og þeim ber að gera því það stendur ekki á þeim að hækka vöruverð á núll einni ef þannig má að orði komast þegar krónan veikist.

Það var aumkunarvert að sjá Andrés Magnússon formann Verslunar og þjónustu reyna að verja þessa framkomu hjá versluninni í fréttum í gær en hann reyndi að kenna launahækkunum um að þetta hafi ekki skilað sér til neytenda.
Í því samhengi er rétt að upplýsa hver eru laun hjá verslunarfólki í dag samkvæmt launatöxtum VR. Jú þau eru eftirfarandi:
° 18 til 19 ára eru með 237 þúsund fyrir fulla dagvinnu
° Eftir 5 ára starf eru launin 270 þúsund fyrir fulla dagvinnu.

Ætlar einhver að halda því fram að þessi laun séu að drepa verslunareigendur, laun sem eru langt frá lágmarksframfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út og verslun og okkur í verkalýðshreyfingunni til skammar. Það er líka rétt að geta þess að Hagar sem reka Bónus og Hagkaup og fleiri verslanir skiluðu hagnaði í fyrra uppá 4,5 milljarða! Getur verið að eitthvað af þessum hagnaði sé vegna þess að verið sé að ræna neytendur með því að skila ekki styrkingunni á krónunni til neytenda?

Af hverju getur IKEA lækkað vöruverð hjá sér 4 ár í röð? En Þórarinn Ævarsson, fram-kvæmdastjóra IKEA á Íslandi hefur margoft skorað á verslunina í landinu að fylgja fordæmi IKEA þar sem efnahagslegar aðstæður hennar séu í flestum tilvikum þær sömu en rétt er að vekja athygli á því að starfsmannafjöldi IKEA er 225.

Það er gjörsamlega ólíðandi og óþolandi hvernig verslun og þjónusta hagar sér gagnvart neytendum í þessu landi og í guðanna bænum skilið þessari lækkun til neytenda að öðrum kosti verða íslenskir neytendur að snúa sér alfarið að því að versla í gegnum netþjónustu erlendis frá!