Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Þri 12. Júl 2016 00:58

Sælir Vaktarar,

Langaði að segja ykkur frá smotteríi sem ég lenti í fyrir viku. Á morgun verður komin slétt vika síðan þetta gerðist. Það leynist smá boðskapur þarna í endann.

Ég er semesagt að keyra á vinnubílnum, Renault Kangoo, á milli Laugarvatns og Þingvalla. Á Lyngdalsheiðinni eins og það kallast í dag, rétt áður en maður kemur inní þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Er ég að dúlla mér á svona 100-110 þegar mig byrjar að klæja svona í annað augað, eins og ég fái eitthvað í það. Ég geri það eina í stöðuni og tek hægri hendina af stýrinu, er venjulega með hendurnar á 10 og einhverstaðar á milli 4 og 5, og byrja að nudda á mér hægra augað eins og ég fái borgaðar stórupphæðir fyrir það.

Missi ég þá smá athyglina við aksturinn og swerve'a smá til hægri.

Það næsta sem ég veit heyri ég stærðarinar sprengingu. Gler í tíu lítra fötu vís skvettist á mig og allt í einu er eins og miðstöðin í bílnum væri á sterum. Lít ég til hægri, sé að glugginn og spegillinn farþegameginn er allur í rusli og vantar spegilinn bara á helvítis bílinn.

Ég, enn á fleygiferð, byrja meir og meir að búast við því að allur frammendinn á bílnum, allavegana hægramegin, væri í algjöru rusli. Stoppa bílinn, skottast út og sé ekkert að bílnum sjálfum. Bara það að nokkrir vírar voru þar sem spegillinn átti að vera, glugginn var í klessu og smá nudd skeinur á farþega hurðini og ekki nóg með það þá tók ég eftir sprungnu dekki, framdekk farþegameginn.

Þá hafði ég óvart rétt sleikt vegrið með hægri hlið bílsins, með þeim afleiðingum að spegillinn hafi lamist svo fast í gluggann að bæði splundruðust einfaldlega. Hvernig ég sprengdi dekkin tvö, hinsvegar, er algjörlega 'beyond me'.

Segi ég, eins og marg oft áður; "FOKK!" og geri það eina í stöðuni og hringi á yfirmann minn sem er svo næs alltaf þrátt fyrir að vera ógnvænlegasti karakter sem ég veit um.

Símtalið fór svona;

Ég: Sæll, XXXX, Ég lenti í smá vandræðum með bílinn....

XXXX: Nú? Er ekki í lagi með þig???

Ég: Jújú, bíllinn er bara allur í klessu...

XXXX: Það er nú í lagi, svo lengi sem er í lagi með þig!

Ég: Nú? Ókei.... Ég það er samt sprungið dekk, og ég kann ekkert á að losa varadekkið.

XXXX: Heyrðu, ég sendi XXXX2 bara að kíkja á þig.

Spyr hann eitthvað hvar ég er, hvoru meginn við Kringlumýrar afleggjarann og svo endaði símtalið bara.


Kemur XXXX2 rúllandi eftir dágóðar fimm til tíu mínútur, hafði hann verið að mála í Kringlumýri með unglingavinnuni, skoðar hann þetta eitthvað, og bendir mér á að afturdekkið, farþegarmeginn, sé sprungið líka. Við(Hann), náttúrulega bara með eitt varadekk, skiptum um dekk að framan, keyrum bílinn svo út fyrir veg, eftir að hafa fengið mörg flaut á okkur og þurft að gefa puttann svo oft að mér var eiginlega illt í honum á eftir. Rúllum við saman á Selfoss á næsta dekkjaverkstæði, var ég sofandi mest alla leiðina þangað, tímann þar og á leiðinni til baka. En hann XXXX2 reddar þessu algjörlega fyrir mig.

Vippum við dekkinu undir að aftan og tökum eftir því að felgan sem afturdekkið var á hafði beyglast. Þar að segja beyglaðist einhvern veginn þannig að í ég hefði veðjað á að allt hefði verið í lagi með dekkið sjálft, það var bara þessi beygla sem hleypti loftinu úr.

felga-stalowa-srebna-fia_88.jpg
felga-stalowa-srebna-fia_88.jpg (707.89 KiB) Skoðað 2760 sinnum


Allt í góðu, þakka ég honum XXXX2 innilega fyrir og held ég áfram leiðar minnar, búinn að missa af fyrrihluta vinnunar, en meikaði það í þann seinni bara í staðinn.


Það sem kemur mér á óvart við þessa sögu er það að, jú auðvitað það að ég hafi náð að eyðileggja eitt dekk og eina flegu með því að klessa á vegrið, ég hafi ekki verið fyrir löngu búinn að valda einhverju álíka, ef ekki verra, umferðaróhappi.

Því alltaf er ég annað hvort étandi, drekkandi(óáfengt) eða reykjandi undir stýri, með hálfa meðvitundina að akstrinum, hina að juicy samlokuni minni. Endalaust sem ég hef verið næstum því búinn að valda annað hvort eigna eða manna tjóni og að ég skildi loksins, loksins, með heimsku minni, valda skaða á ökutæki mínu þá var ég á bíl sveitarfélagsins.

Ég held að, sem betur fer, sé enginn súr útí mig eftir þetta og hvernig þetta fór fram, heldur séu flestir bara ánægðir með að ég sé heill á húfi meira en nokkuð annað. Enda komu viðbrögð yfirmanns míns mér mikið á óvart, þessi ógnvænlegi maður sem ég hef verið hræddur við síðan ég fór heim til eins vinar míns í sjöundabekk, þessi maður verandi fósturpabbi vinar míns. Ég sem hélt hann myndi skamma mig í húð og kyn fyrir að hafa tjónað vinnubílinn. En svona getur maður haft rangt fyrir sér.

Ætli fólk hugsi ekki það sama um mig þegar það sé mig, ég verandi eins og hann, stór og mikill með mjööög djúpa rödd. Ég er meira að segja hærri í loftinu og feitari en þessi yfirmaður minn, þannig að fólk hlýtur að hugsa þetta extra þegar það sér mig.


En allavegana, boðsskapur þessarar sögu er s.s. sá að þú átt alltaf að hafa báðar hendur á stýrinu, athyglina við aksturinn og vera í belti, sem ég var nú reyndar, og er alltaf, í.

Þú átt að virða aksturinn og umferðina eins og dauðann sjálfann, enda ertu, þegar þú sest uppí bíl og ekur um á 90km hraða, að kítla eistun á dauðanum.

Okkur mannfólkinu, rétt eins og með að fljúga, var ekki ætlað að fara svona hratt. Virðum það að við getum brotið bæði tvö lögmálin og sýnum þeim virðingu!

OG ber skal að vita að þrátt fyrir að gler í svona bílrúðum eigi ekki að skera mann, sé hannað þar að segja til þess að koma í veg fyrir mikla og stóra skurði, sker það mann nú bara samt, mig allavegana, í þau tvö skipti sem ég hef fengið lítrana af gleri í andlitið. Var ég alblóðugur eftir þetta. Skurðirnir voru alls ekki djúpir eða stórir, blæddi samt sem áður engum krókódílatárum eftir þetta.

Skal dúndra í eitt stk mynd undir, af innanverðum bílnum, tekinni sekúndum eftir að ég hringdi í yfirmann minn.

Plúsinn við þetta er að núna er alltaf svalt að keyra í heita veðrinu og þarf maður ekki að opna glugga þegar maður ákveður að fá sér eina gula Camel undir stýri.



13606794_10201902444759688_7545548428609500234_n.jpg
13606794_10201902444759688_7545548428609500234_n.jpg (69.67 KiB) Skoðað 2760 sinnum


RESPEK!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf Dropi » Þri 12. Júl 2016 09:59

Flottur pistill. Ég vil taka undir þetta, sjálfur hef ég ekki ollið meiriháttar tjóni en það er alltaf fremst í huga. Sérstaklega þegar aðrir deila sinni reynslu.
Mér líður ekki vel með að keyra í ákveðnu landi sem ég heimsæki oft, en kærastan mín er þaðan, vegna þess að enginn notar bílbelti (í aftursætum sérstaklega) þar sem umferð á hraðbrautum er vel yfir 150Km/klst. Það endar bara með því að maður drepur steindrepur farþegana sína. Ég hef séð til þess að menn séu með lítil stykki sem þeir stinga í bílbeltis lásinn til að fá 'andskotans bílinn' til að hætta þessum látum vegna þess að bílvirkinn neitaði að aftengja skynjarann.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Þri 12. Júl 2016 10:14

Dropi skrifaði:Flottur pistill. Ég vil taka undir þetta, sjálfur hef ég ekki ollið meiriháttar tjóni en það er alltaf fremst í huga. Sérstaklega þegar aðrir deila sinni reynslu.
Mér líður ekki vel með að keyra í ákveðnu landi sem ég heimsæki oft, en kærastan mín er þaðan, vegna þess að enginn notar bílbelti (í aftursætum sérstaklega) þar sem umferð á hraðbrautum er vel yfir 150Km/klst. Það endar bara með því að maður drepur steindrepur farþegana sína. Ég hef séð til þess að menn séu með lítil stykki sem þeir stinga í bílbeltis lásinn til að fá 'andskotans bílinn' til að hætta þessum látum vegna þess að bílvirkinn neitaði að aftengja skynjarann.

Ahh, Autobahn...

Jæja, ef hún er nú þýsk hlýtur hún að launa þér allt saman með hörku, alvöru, Þýsku, Fetish, kynlífi. :snobbylaugh

Djók.

En mér blöskrar við þessum litlu gullkornum þínu, Dropi, að fólk leggi það mikið á sig til þess að sleppa við það að vera í belti? Mér fannst sjálfum einu sinni alltaf bara hommar og kellingar vera í beltum og var aldrei í belti í skólabílnum. En svo áttaði ég mig á því að mér líður bara eins og ég sé nakinn, sitjandi í bíl, ekki í belti.

Látið ekki svona, töffararnir ykkar, þetta venst áður en þið vitið af. Eins og ég segi er ég nakinn án þess að líður bara illa, verð kvíðinn og stressaður og langar mest af öllu, ef það kemur fyrir að ég sé að aka án beltis, að stoppa og fara í belti, þrjú ef ekki fimm ef það væri hægt..

Því það hefur sannað sig enn og aftur að beltin bjarga. Það skiptir kannski ekki máli þegar menn eru komnir á 150kmh og húrra á annan sem er á 150kmh, hvort menn séu í belti eða ekki, verður lítið eftir af báðum ökutækjunum hvort eða er og minna eftir að ökumanni og farþegum. En better safe than sorry, am I right?

Beltin og athyglin við aksturinn er major key! Það þýðir ekkert að half-ass'a neitt í umferðinni. Annaðhvort ferðu með það alla leið eða verður bara heima hjá þér.

En þrátt fyrir að getað drukkið, étið og reykt í bílnum á ferð, undir stýri, þá skil ég ekki fólk sem fer einhvern veginn að því að senda SMS, Snapchattast og Facebookast undir stýri. Það er eitthvað sem ég hef reynt og alltaf hefur það endað með mér næstum því útí á. Ákvað ég einfaldlega að hætta að reyna það því það er stórhættulegt því það rænir allri athyglinni frá manni.

Farið varlega í umferðinni, kæru Vaktarar!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf GuðjónR » Þri 12. Júl 2016 10:51

HalistaX skrifaði:Er ég að dúlla mér á svona 100-110....

Usss...hraðinn er ástæðan fyrir því að þú lentir á vegriðinu, ekki kláðinn í auganum.
110 er alltof mikill hraði miðað við aðstæður, af hverju var vegrið þarna hægra megi við þig? af því að það var beygja til vinstri?
Gott að þú skaðaðir ekki sjálfan þig, það hefði orðið ögn tómlegra hérna án pistlanna þinna. :)



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Þri 12. Júl 2016 11:12

GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Er ég að dúlla mér á svona 100-110....

Usss...hraðinn er ástæðan fyrir því að þú lentir á vegriðinu, ekki kláðinn í auganum.
110 er alltof mikill hraði miðað við aðstæður, af hverju var vegrið þarna hægra megi við þig? af því að það var beygja til vinstri?
Gott að þú skaðaðir ekki sjálfan þig, það hefði orðið ögn tómlegra hérna án pistlanna þinna. :)

Hahaha þakka þér kærlega fyrir það. :megasmile

En nei, þetta var held ég ekki í beygju ef ég man rétt, smá sveigju kannski. Annars held ég að vegriðið hafi verið til þess að vernda fólk við því að lenda útaf veginum þar sem óþarflega bratt er.

Nei ég veit það ekki. En já, þetta var held ég samblanda af því að sjónarsvið brenglaðist með kláða í öðru auganu, hraðanum auðvitað og því að það var smá sveigur á veginum. Ég hef líklega, með putta fyrir öðru auganu, ekki tekið eftir sviganum sem var á veginum og klest því á vegriðið.

Maður er bara fífl. Það er bara einfaldlega þannig. Það er ekkert öðruvísi!

Ég allavegana ætla að fara að passa mig betur í umferðinni.

En þrátt fyrir að segja þetta, "Ég allavegana ætla að fara að passa mig betur í umferðinni." þá einhvern veginn gerist ekkert í því. Ætli ég þurfi ekki að drepa einhvern til þess að ég sjái við mér og byrji að athuga hvurn djöfulin ég sé að gera í umferðinni. Ég er allavegana búinn að reykja, éta og drekka undir stýri, síðan þetta gerðist. Margoft.

Þetta er eins og þegar maður segir; "Já, nú ætla ég að hætta að borða nammi!!!"

Next thing I know, daginn eftir, er ég kominn með hálft súkkulaði stykki í hendurnar, hinn helmingurinn kominn ofaní mig, ég munandi hvað ég sagði við sjálfan mig fyrir tvem dögum, áttandi mig á mistökum mínum.

Þetta er alltaf svona. Ég veit að ég er ekki ÞAÐ geðveikur og þið hafið einnig lent í svipuðu! Með súkkulaði stykkið allavegana....


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf Tbot » Þri 12. Júl 2016 11:57

HalistaX skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Er ég að dúlla mér á svona 100-110....

Usss...hraðinn er ástæðan fyrir því að þú lentir á vegriðinu, ekki kláðinn í auganum.
110 er alltof mikill hraði miðað við aðstæður, af hverju var vegrið þarna hægra megi við þig? af því að það var beygja til vinstri?
Gott að þú skaðaðir ekki sjálfan þig, það hefði orðið ögn tómlegra hérna án pistlanna þinna. :)

Hahaha þakka þér kærlega fyrir það. :megasmile

En nei, þetta var held ég ekki í beygju ef ég man rétt, smá sveigju kannski. Annars held ég að vegriðið hafi verið til þess að vernda fólk við því að lenda útaf veginum þar sem óþarflega bratt er.

Nei ég veit það ekki. En já, þetta var held ég samblanda af því að sjónarsvið brenglaðist með kláða í öðru auganu, hraðanum auðvitað og því að það var smá sveigur á veginum. Ég hef líklega, með putta fyrir öðru auganu, ekki tekið eftir sviganum sem var á veginum og klest því á vegriðið.

Maður er bara fífl. Það er bara einfaldlega þannig. Það er ekkert öðruvísi!

Ég allavegana ætla að fara að passa mig betur í umferðinni.

En þrátt fyrir að segja þetta, "Ég allavegana ætla að fara að passa mig betur í umferðinni." þá einhvern veginn gerist ekkert í því. Ætli ég þurfi ekki að drepa einhvern til þess að ég sjái við mér og byrji að athuga hvurn djöfulin ég sé að gera í umferðinni. Ég er allavegana búinn að reykja, éta og drekka undir stýri, síðan þetta gerðist. Margoft.

Þetta er eins og þegar maður segir; "Já, nú ætla ég að hætta að borða nammi!!!"

Next thing I know, daginn eftir, er ég kominn með hálft súkkulaði stykki í hendurnar, hinn helmingurinn kominn ofaní mig, ég munandi hvað ég sagði við sjálfan mig fyrir tvem dögum, áttandi mig á mistökum mínum.

Þetta er alltaf svona. Ég veit að ég er ekki ÞAÐ geðveikur og þið hafið einnig lent í svipuðu! Með súkkulaði stykkið allavegana....



Vegriðið þarna er líklega af mjög góðri ástæðu.

Þetta að þú sért að reykja, éta og drekka undir stýri er að stórum hluta ávani sem er hægt að breyta ef vilji er til þess. Á sama hátt og þú ætlar að hætta að borða súkkulaði.
Það sem skiptir máli, hvað gerðir þú eftir að hafa áttað þig á því að vera búinn með hálf súkklaðistykkið.
Ef þú lagðir restina frá þér, þá ertu á réttri leið með að venja þig af einhverjum hlut.
En ef þú hins vegar hugsaðir "skítt með það" fyrst ég er byrjaður þá klára ég það, þá er það dæmi um einstakling sem kennir öllum öðrum um allt sem miður fer en tekur enga ábyrgð á sjálfum sér.


Þetta með fólk sem er á fullu í símanum /sms-facebook og fl. þegar það er að keyra.
Það er fullt af aulum og það eina sem hægt er að vona að enginn annar slasist þegar það drepur sig.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf GuðjónR » Þri 12. Júl 2016 11:59

HalistaX skrifaði:Maður er bara fífl. Það er bara einfaldlega þannig. Það er ekkert öðruvísi!
....
Ég veit að ég er ekki ÞAÐ geðveikur og þið hafið einnig lent í svipuðu!

Mér finnst þú of harður við sjálfan þig, það gera allir mistök, ef við gerðum aldrei mistök þá værum við annaðhvort aldrei að gera neitt eða ekki mannleg, líklega forritaðir róbótar.
Passaðu þig á því hvað þú segir við sjálfan þig, undirmeðvitundin trúir öllu sem henni er sagt, hættu að segja henni að þú sért geðveikur hálfviti og segðu henni frekar að þú sért frábær snillignur, ef þú endurtekur það nógu oft þá fer sjálfið þitt að trúa því og þú munt örugglega finna fyrir jákvæðri breytingu. :happy



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Þri 12. Júl 2016 12:25

Tbot skrifaði:Vegriðið þarna er líklega af mjög góðri ástæðu.

Þetta að þú sért að reykja, éta og drekka undir stýri er að stórum hluta ávani sem er hægt að breyta ef vilji er til þess. Á sama hátt og þú ætlar að hætta að borða súkkulaði.
Það sem skiptir máli, hvað gerðir þú eftir að hafa áttað þig á því að vera búinn með hálf súkklaðistykkið.
Ef þú lagðir restina frá þér, þá ertu á réttri leið með að venja þig af einhverjum hlut.
En ef þú hins vegar hugsaðir "skítt með það" fyrst ég er byrjaður þá klára ég það, þá er það dæmi um einstakling sem kennir öllum öðrum um allt sem miður fer en tekur enga ábyrgð á sjálfum sér.


Þetta með fólk sem er á fullu í símanum /sms-facebook og fl. þegar það er að keyra.
Það er fullt af aulum og það eina sem hægt er að vona að enginn annar slasist þegar það drepur sig.

Satt er það, bölvaðir ávanar.. Vandi mig á þetta þegar ég þurfti alltaf að vera kominn í bæjinn fyrir hádegi og ég er svona maður sem lítur á hlutina svona; "Better to be a little early than a little late" "If you're late, why come at all?"

Svo ég stoppaði bara alltaf í sjoppuni í sveitini, keypti mér samloku og drykk og tróð því í andlitið á mér er ég sat undir stýri.

Og með vegriðið, já líklegast, tel ég þá ástæðu vera að það sé það bratt niður af veginum að það þurfi svona svo að menn séu ekki að velta þarna framaf. Annars hef ég ekki grænann, þarf að gera mér bíltúr og skoða þetta svæði nánar. Er að vinna um helgina, get gert það þá! :D

En það er alveg satt hjá þér, það er hægt að venja sig af þessum ósiðum. Hef ég verið þekktur í fortíðinni sem gæjinn sem heldur áfram með súkkulaðistykkið, en ég held, að frá og með þessum degi, þá geti ég hætt í því hálfu og hent rest.

Og satt er það með Facebook, SMS og Snapchat einstaklingana alræmdu. Við getum aðeins vonast til þess að það drepi engann með þessari heimsku sinni. OG ég að reyna þetta sýnir bara hversu einfaldur ég er...

Takk fyrir kommentið, það var vel þegið, trúðu mér :) :happy

GuðjónR skrifaði:Mér finnst þú of harður við sjálfan þig, það gera allir mistök, ef við gerðum aldrei mistök þá værum við annaðhvort aldrei að gera neitt eða ekki mannleg, líklega forritaðir róbótar.
Passaðu þig á því hvað þú segir við sjálfan þig, undirmeðvitundin trúir öllu sem henni er sagt, hættu að segja henni að þú sért geðveikur hálfviti og segðu henni frekar að þú sért frábær snillignur, ef þú endurtekur það nógu oft þá fer sjálfið þitt að trúa því og þú munt örugglega finna fyrir jákvæðri breytingu. :happy


Hahaha jájá, þar sem ég minnist á hvað ég er geðveikur er aðallega gráir brandarar. Eitthvað sem ég er að vonast til þess að einhver Vaktarinn sjái og geri svona nose exhale... Eins og ég geri alltaf þegar ég skrifa "LOL". :P

Ég veit að ég er frábær og einstakur og lifi lífi sem margir vildu að þeir lifðu og hef þetta "New appreciation for life" sem margir vildu að þeir hefðu.

Við gerum jú öll mistök, það er er svona aðallega að drepa mig útaf þessu atviki eru neikvæðu einkenni Geðklofans, þar að segja finn ég ekki fyrir örðu af tilfinningum útfrá þessu atviki, eða nokkru öðru sem gerist í lífi mínu. Skammaði ekki einu sinni sjálfann mig nógu mikið til þess að læra af þessu.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf GuðjónR » Þri 12. Júl 2016 12:41

HalistaX skrifaði:Við gerum jú öll mistök, það er er svona aðallega að drepa mig útaf þessu atviki eru neikvæðu einkenni Geðklofans, þar að segja finn ég ekki fyrir örðu af tilfinningum útfrá þessu atviki, eða nokkru öðru sem gerist í lífi mínu. Skammaði ekki einu sinni sjálfann mig nógu mikið til þess að læra af þessu.

Þetta hefur meiri áhrif á þig en þú virðist gera þér grein fyrir, annars værir þú ekki að tjá þig um þetta hérna viku eftir að óhappið varð. ;)



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Þri 12. Júl 2016 13:19

GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Við gerum jú öll mistök, það er er svona aðallega að drepa mig útaf þessu atviki eru neikvæðu einkenni Geðklofans, þar að segja finn ég ekki fyrir örðu af tilfinningum útfrá þessu atviki, eða nokkru öðru sem gerist í lífi mínu. Skammaði ekki einu sinni sjálfann mig nógu mikið til þess að læra af þessu.

Þetta hefur meiri áhrif á þig en þú virðist gera þér grein fyrir, annars værir þú ekki að tjá þig um þetta hérna viku eftir að óhappið varð. ;)

Auðvitað hafði óhappið áhrif, þetta var eitt af mörgum "Near death experiences" sem ég hef upplifað á ævinni, bara ekki tilfinningaleg.. :(
Sem gerir "Near death experience'ið" ómerkilegra með hverri sekúnduni sem líður. Því þegar maður upplifar svona á maður að finna fyrir tilfinningum útum allann líkama, frá toppi til táar.

En er aðal ástæða póstsins að vara aðra við því að vera að skrattakollast eitthvað á ógnar hraða undir stýri. Og auðvitað að skrifa um eitthvað merkilegt, því ég elska það einfaldlega að tjá mig með lyklaborðinu! :happy


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf DJOli » Þri 12. Júl 2016 13:35

Leiðinlegt að heyra að þú hafir lent í svona óhappi. Sjálfur hef ég aldrei lent í að keyra utan í vegrið, sem betur fer.
Nokkrir punktar, ef þú finnur út að þú *verðir* að gera þessa hluti til að geta haldið leið þinni áfram. Ég nýti þessa punkta sjálfur.

Ef þú verður að éta undir stýri, éttu eitthvað sem þú þarft einungis eina hendi fyrir.
Ef þú verður að reykja undir stýri, vertu með öskubakka og reyndu eftir bestu getu að koma staðsetningu öskubakkans inn í vöðvaminni (muscle memory) svo þú þurfir ekki að lýta af veginum til að aska.
Drykkir: 0,5l dósir passa þéttast í glasahaldara flestra bíla. Flöskur, sérstaklega með tappa geta ollið veseni.
Svo ég minnist nú ekki á það ef haldarinn heldur ekki þétt utan um flöskuna, og þú lendir í að þurfa að beyja hvasst, og helv. flaskan fer að rúnta um gólfið í bílnum.

Og svo varðandi pirring í augum, ég nota nær alltaf sólgleraugu þegar ég keyri, og ef ég finn fyrir pirring, kláða eða óþægindum í augum þá er bara að setja stefnuljósið á, og hægja á sér til að stoppa úti í kanti.

Ég vona að þetta nýtist eitthvað, en þar sem þetta er svona með augljósustu hlutum þá hefði ég haldið að flestir notuðu þessi ráð' hvort eð er.

Gangi þér vel í umferðinni :)


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Þri 12. Júl 2016 14:14

DJOli skrifaði:Leiðinlegt að heyra að þú hafir lent í svona óhappi. Sjálfur hef ég aldrei lent í að keyra utan í vegrið, sem betur fer.
Nokkrir punktar, ef þú finnur út að þú *verðir* að gera þessa hluti til að geta haldið leið þinni áfram. Ég nýti þessa punkta sjálfur.

Ef þú verður að éta undir stýri, éttu eitthvað sem þú þarft einungis eina hendi fyrir.
Ef þú verður að reykja undir stýri, vertu með öskubakka og reyndu eftir bestu getu að koma staðsetningu öskubakkans inn í vöðvaminni (muscle memory) svo þú þurfir ekki að lýta af veginum til að aska.
Drykkir: 0,5l dósir passa þéttast í glasahaldara flestra bíla. Flöskur, sérstaklega með tappa geta ollið veseni.
Svo ég minnist nú ekki á það ef haldarinn heldur ekki þétt utan um flöskuna, og þú lendir í að þurfa að beyja hvasst, og helv. flaskan fer að rúnta um gólfið í bílnum.

Og svo varðandi pirring í augum, ég nota nær alltaf sólgleraugu þegar ég keyri, og ef ég finn fyrir pirring, kláða eða óþægindum í augum þá er bara að setja stefnuljósið á, og hægja á sér til að stoppa úti í kanti.

Ég vona að þetta nýtist eitthvað, en þar sem þetta er svona með augljósustu hlutum þá hefði ég haldið að flestir notuðu þessi ráð' hvort eð er.

Gangi þér vel í umferðinni :)

Hahaha takk fyrir góð ráð, gamli! :megasmile

Ég nota víst einhver þessarra ráða, kannski væri best hinsvegar að hafa sólgleraugun með mér í vinnuna þegar ég þarf að keyra uppá Þingvelli. Það fylgdu með sólgleraugu að eigin vali með styrk þegar ég verslaði(þegar mamma verslaði) gleraugun mín á sínum tíma. Verst að ég gleymi alltaf að nota þau. En ég skal bæta úr því tjóni um næstu helgi, og hafa sólgleraugun mín með mér á Sunnudaginn þegar ég þarf að aka uppá Þingvelli :)

Annars er glasahaldarinn á svo stjarnfræðilega vondum stað í Skodanum mínum sem og vinnubílnum að ég geymi frekar drykkjarföng mín í farþega sætinu við hlið mér, og drekk aðallega bara Powerade og Gatorade sem eru með svona sog tappa, báðar "Ade" gerðirnar, svo það er ekkert skrúf-tappa vandamál undir stýri. Bara skella flöskuni í skoltinn og rífa tappann upp með tönnunum, þá er ég góður :P

Annars reyni ég að borða bara Sóma langlokur undir stýri, svo handhægt að halda á þeim með einari og stýra með hinni.

Og með reykingarnar, þá er það að vísu siður sem ég þyrfti að fara að hætta, uppá heilsuna, hví ætli þetta sé eiginlega löglegt þetta reyktóbak in the first place? Annars þá aska ég alltaf bara út, opna gluggann alveg og þá er ekkert mál að aska út með muscle memory'inu.

En það er gott ráð að hægja á kagganum og stýra sér útí kannt með hazard ljósið á þegar maður finnur fyrir því að maður þarf að nudda auga, klóra sér á baki eða eitthvað í þá áttina.

En þrátt fyrir þetta allt saman, reykingarnar kannski minnsta vandamálið ef ég segi eins og er, akstursvandamálið þar að segja, þar sem þær eru mikið heilbrigðisvandamál, á ég í erfiðleikum með að athafna mér í umferðinni. Kannski ég hætti að éta undir stýri, það er held ég gott fyrsta skref! Wish me luck!

Hafiði samt tekið eftir því hvað athyglin fer á flakk þegar maður er með farþega í farþegasætinu frammí? Ég, allavegana, verð töluvert verri ökumaður þegar ég er að keyra einstakling, hvort sem það sé móðir eða bróðir. Finn ég fyrir því að þurfa alltaf vera í spjall viðbragðsstöðu. Þetta er verra en að tala í símann undir stýri að mínu mati ef ég verð að segja alveg eins og er.

Annars þá er ég yfir mig þakklátur fyrir ykkur, kæru Vaktarar, að veita mér þá staðfestingu að í lagi sé að opna sig á þessu spjallborði. Og þakka ég kærlega fyrir móttökurnar við skrifum mínum, hvort sem þær séu um að vera með augun við aksturinn, geðveiki, samloku og gegndrepa síma eða jafnvel króníska-klámfíkn.

Takk kærlega fyrir mig og þakka ykkur öllum sem hafið upvote'að mig on mín innlegg ásamt því að hafa lesið þessar langlokur mínar. Það er ég yfir mig þakklátur fyrir að þið nennið að gera. Enda nú þegar mér var sparkað af Laugarásnum, þá hef ég fáa, nema auðvitað geðlækninn sem ég hitti 1-3 í mánuði, til þess að ræða þessi mál við.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

EOS
has spoken...
Póstar: 192
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 19:38
Reputation: 37
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf EOS » Þri 12. Júl 2016 15:45

HalistaX skrifaði:Takk kærlega fyrir mig og þakka ykkur öllum sem hafið upvote'að mig on mín innlegg ásamt því að hafa lesið þessar langlokur mínar. Það er ég yfir mig þakklátur fyrir að þið nennið að gera. Enda nú þegar mér var sparkað af Laugarásnum, þá hef ég fáa, nema auðvitað geðlækninn sem ég hitti 1-3 í mánuði, til þess að ræða þessi mál við.


Ætla að vera brutally honest. Fyrst þegar ég fór að lesa þessa pistla þá fór það í taugarnar á mér og hélt þú værir bara að "póst-hórast". En það snerist snöggt við. Núna langar mig bara að gefa þér popp og kók og horfa á kvikmynd með þér. Þú ert svo persónulegur að mér finnst ég þekkja þig :popeyed
Ég legg til að Vaktarar leigi bústað svo við fáum allir að kynnast þér af alvöru :baby
Mynd

#teamhalistax


Turn: Intel i5 6500 - ASRock Z170M Pro4S - 16gb Kingston DDR4 HyperX Black Fury 2666 - Samsung Evo 850 250gb - EVGA GTX970SSC 4gb - CoolerMaster Silencio 352 - EVGA 500B 80+ Bronze - Windows 10
Skjár: AOC 27" LED 144Hz
Annað: Trust GXT 285 - Corsair M65 Pro RGB

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf urban » Þri 12. Júl 2016 16:56

Ég er ekkert smá ánægður með yfirmanninn þinn.

Alvöru yfirmaður, drullusama um bíldrusluna ef að þú varst í lagi.

En akstur er dauðas alvara, þú átt ekkert að vera að þvælast á rúmlega 100 gerandi allan andskotann annan í bílnum.
Sjálfur var ég engin engill, en því fyrr sem að fólk áttar sig á þessu, því meiri möguleiki er á því að það lifi lengra lífi.

Þar að auki, þú ert í vinnu, væntanlega á tímakaupi, þér liggur ekkert svona mikið á :D


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Þri 12. Júl 2016 17:41

urban skrifaði:Ég er ekkert smá ánægður með yfirmanninn þinn.

Alvöru yfirmaður, drullusama um bíldrusluna ef að þú varst í lagi.

En akstur er dauðas alvara, þú átt ekkert að vera að þvælast á rúmlega 100 gerandi allan andskotann annan í bílnum.
Sjálfur var ég engin engill, en því fyrr sem að fólk áttar sig á þessu, því meiri möguleiki er á því að það lifi lengra lífi.

Þar að auki, þú ert í vinnu, væntanlega á tímakaupi, þér liggur ekkert svona mikið á :D

Hahaha satt er það, og þessu fína tímakaupi líka, þetta verandi fjórða eða fimmta sumarið sem ég vinn þessa vinnu. Yfirmenn mínir hækkuðu mig meira að segja um launaflokk í vor af einhverjum ástæðum.

En já, ég er sáttur með viðbrögð yfirmannsins, og eins og ég segi, þá var ég ekki að búast við þessu, heldur öskrum og látum fyrir að hafa valdið þarna allavegana tvöhundurð þúsund króna tjóni ef mitt estimate er rétt, sem það er svo sannarlega ekki.

En þetta var bara hálfgert wake up call eins og maður orðar það á slæmri íslensku, um að minnka hraðann og halda focus'num við aksturinn.

En er það battl sem vinnst hægt og sígandi, að venja sig af þessum ósiðum öllum!

EOS skrifaði:
HalistaX skrifaði:Takk kærlega fyrir mig og þakka ykkur öllum sem hafið upvote'að mig on mín innlegg ásamt því að hafa lesið þessar langlokur mínar. Það er ég yfir mig þakklátur fyrir að þið nennið að gera. Enda nú þegar mér var sparkað af Laugarásnum, þá hef ég fáa, nema auðvitað geðlækninn sem ég hitti 1-3 í mánuði, til þess að ræða þessi mál við.


Ætla að vera brutally honest. Fyrst þegar ég fór að lesa þessa pistla þá fór það í taugarnar á mér og hélt þú værir bara að "póst-hórast". En það snerist snöggt við. Núna langar mig bara að gefa þér popp og kók og horfa á kvikmynd með þér. Þú ert svo persónulegur að mér finnst ég þekkja þig :popeyed
Ég legg til að Vaktarar leigi bústað svo við fáum allir að kynnast þér af alvöru :baby
[img]http://d2ydh70d4b5xgv.cloudfront.net/images/5/5/what-happens-at-the-cabin-stays-at-the-cabin-tin-sign-tin-sign-13x16-f0ea9c25d02d5f58d6c414a10e2acff6.jpg[./img]

#teamhalistax

Hahahahahaha já það væri eitthvað. En nei, pósthórast er ég ekki. Ástæðan fyrir því að ég pósta á svona marga þræði, tilgangslausum kommentum oft á tímum, er sú að ég er einfaldlega að reyna að vera fyndinn.. Hlátur annarra er eins og Beethoven í mínum eyrum, satt best að segja. Og sama hversu illa mér líður, ef ég get fengið einhvern til þess að segja "haha" eða "lol" þá er ég sáttur. Þá lagast allt og verð ég heill að nýju.

Skoðanir og brandarar mínir kunna að vera heimskt þvaður, eins og má orða það, en þetta er allt tried and true úr heilabúi mínu. Ég er víst bara svona brenglaður. ;) Það hvarflaði hinsvegar aldrei að mér að fara að póst hórast hér eins og á Torrent síðunum og PSX.is í gamladaga. Ég virði þessa síðu, staffið og notendurna of mikið til þess :)

En hvað varðar MASSÍFU póstana mína varðandi geðveikina og allt það. Þá byrjaði sá þráður sem spurning sem varð svo að því að ég fann frumkvæðið til þess að opna mig meir og meir. Hef ég ávallt verið afar lokaður einstaklingur, og því afar óvenjulegt fyrir mig að opna mig um þessa hluti núna. Og, believe it or not, þá er ég álíka opinn í persónu varðandi geðveiki mína. Ég skammast mín ekkert fyrir að hafa orðið geðveikur og reynt að drepa mig. Það er bara atburður sem gerði mig að manninum sem ég er í dag. Punktur og pasta!

En er hluti MASSÍFU póstana auðvitað líka sá, sem sást langar leiðir með SGS6E+ bleytuslys póstinn minn sem ég hefði getað skrifað í þrem línum, að mér finnst bara, eftir að hafa reynt að drepa mig og ákveðið það að verða betri maður en ég var, virkilega gaman að skrifa og opna mig. Það er eitthvað sem mér finnst vanta í landsmenn í dag, frumkvæðið til þess að opna sig og vera ekki alltaf svona lokaðir alltaf hreint.

Það er allt í lagi að líða illa, það er allt í lagi að hugsa um sjálfsvíg. Er lausnin við þessu öllu bara sú að þú verður að finna þér eitthvað sem heldur þér gangandi, skrif mín og vinna fyrir geðheilsuni gerir það fyrir mig.

Skömmin sem fylgir andlegum kvillum er það sem er að draga menn í snöruna, það að finnast þeir/þau ekki getað sagt frá. Geðsjúk og #ÉgErEkkiTaboo átökin voru flott, en finnst mér að þurfi að gera meira. Hvað meira veit ég ekki, en eitthvað meira að minnsta kosti.

En EOS minn, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hafa haldið að ég væri að póst og/eða karma hórast, eru líklega ófáir hérna inná sem halda slíkt hið sama. Einn sem hélt t.d. að ég væri með einhverskonar geðfötlun eða röskun sem keyrði mig áfram í það að ljúga á internetinu í skiptum fyrir athygli. En skal ég fullvissa ykkur um það að ég hef ekki ýkt eða logið að einu einasta sem ég hef sagt ykkur frá, hvort sem það er geðtengt eður ey..

Skrif mín sýna bara hvað ég er pjúra geðveikur og andlega óstöðugur maður. En það er hinsvegar allt að koma til, ekki hafa áhyggjur af mér :)

Og er vorkun eða einhverskonar condescending pity eitthvað, eitthvað sem sem ég vil ekki sjá og er ekki að biðja um með skrifum mínum. Bara það að losa um nokkrar skrúfur og nagla sem ég hef þurf að losa um síðastliðin 20 ár.

Takk og bless í bili, drengir og einstaka stúlka :)


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Sun 17. Júl 2016 10:38

Mynd

Eins og ég sagði þá var smá sveigur á veginum, en engin beygja.

Glymdi samt sólgleraugunum mínum, damn it!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf Danni V8 » Sun 17. Júl 2016 12:32

GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Er ég að dúlla mér á svona 100-110....

Usss...hraðinn er ástæðan fyrir því að þú lentir á vegriðinu, ekki kláðinn í auganum.
110 er alltof mikill hraði miðað við aðstæður, af hverju var vegrið þarna hægra megi við þig? af því að það var beygja til vinstri?
Gott að þú skaðaðir ekki sjálfan þig, það hefði orðið ögn tómlegra hérna án pistlanna þinna. :)


Djöfulsins BS. Hann var ekki með athyglina á akstrinum og keyrði á vegrið útaf því. Hefði geta gerst á 100 og hefði geta gerst á 50.

Hraðinn hefur EKKERT með þetta að gera nema hversu miklar skemdir urðu á bílnum. Bíllinn fer ekki að leita meira og meira til hliðanna eftir því hversu hratt hann fer.

OJJJ hvað það fer í pirrurnar á mér þegar fólk kennir hraðanum um!!


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf GuðjónR » Sun 17. Júl 2016 13:11

Danni V8 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Er ég að dúlla mér á svona 100-110....

Usss...hraðinn er ástæðan fyrir því að þú lentir á vegriðinu, ekki kláðinn í auganum.
110 er alltof mikill hraði miðað við aðstæður, af hverju var vegrið þarna hægra megi við þig? af því að það var beygja til vinstri?
Gott að þú skaðaðir ekki sjálfan þig, það hefði orðið ögn tómlegra hérna án pistlanna þinna. :)


Djöfulsins BS. Hann var ekki með athyglina á akstrinum og keyrði á vegrið útaf því. Hefði geta gerst á 100 og hefði geta gerst á 50.

Hraðinn hefur EKKERT með þetta að gera nema hversu miklar skemdir urðu á bílnum. Bíllinn fer ekki að leita meira og meira til hliðanna eftir því hversu hratt hann fer.

OJJJ hvað það fer í pirrurnar á mér þegar fólk kennir hraðanum um!!


Svona álíka mikið og "unglingar" 17-30 ára sem halda að þeir séu ódrepandi á bimmanum sínum fara í taugarnar á mér.

Harðinn hefur ALLT að segja, alltaf!
Ef þú ert á 100kmh og missir athyglina í augnablik þá ferðast bíllin tvöfalt lengri vegalengd en bíll sem er á 50kmh, að halda því fram að það skiptir engu máli dæmir sig auðvitað sjálft, það að vera á 200 kmh skiptir þig þá væntanlega engu máli heldur, alveg sama og að vera á 25 kannski? Hvar eru mörkin að þínu mati þar sem hraðinn fer að skipta máli?




ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf ingibje » Sun 17. Júl 2016 14:39

auðvita hefur hraðinn alltaf allt að segja enda keyriru ekki á ef þú ert stopp.

ég er á móti hraðakstri, enn að ætla kenna hraðanum um þarna er bara fáránlegt, ef þú ert ekki með athyglina á veginum, ert í símanum eða hvað annað ertu alltaf líklegur til að lenda í óhappi, miklu líklegri enn ef þú myndir keyra 10 - 20 km yfir hámarkshraða með fulla athygli á akstrinum, því get ég lofað þér.

allveg sama hvaða hraða þú ert á, auðvita ertu líklegri til að bjarga þér á 50 km hraða, enn að kenna hraðanum um er vitleysa.


i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf GuðjónR » Sun 17. Júl 2016 14:54

Sambland af báðu líklega, gleymir sér í smá stund og keyrir á vegrið á 110km hraða sem er augljóslega allt of mikill hraði miðað við aðstæður.
Ég veit ekki hversu oft maður hefur nuddað auga við akstur án þess að keyra útaf.
Ekki nema hann hafi sleppt höndunum af stýrinu og nuddað bæði augun í einu. :dead



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf HalistaX » Sun 17. Júl 2016 15:00

Ætli það hafi ekki verið hraðinn og athyglisleysi sem spiluðu bæði stórann hlut í þessu. Ég náttúrulega missti athyglina og hefði ég verið á 80-85 hefði ég líklegast klæjað í augað fyrr á leiðinni og ekki hafnað þarna á. Ef má rökræða þannig :lol:

En neinei var þetta liklega bara athyglin en hraðinn er ekkert minni vondur kall. Hann drepur alveg jafn mikið ef ekki meira.

Og er ég alls ekki 22 ára gaur sem heldur að hann sé ódrepandi á þessum hraða eins og Guðjón nefndi. Ég keyri bara svona hratt þegar ég er á þessari leið. Alltaf svo hræddur um að verða seinn í vinnuna...... en bara uppá Þingvelli. Og þegar ég keyri í og úr bænum fer ég aldrei yfir 95. Það er bara regla!



@Guðjón; hahaha alls ekki báðar hendur. Ég bara veit ekki alveg hvað gerðist. Ég hef nuddað augað oft áður og eftir þetta umdir stýri, ætli ég hafi ekki bara misreiknað mig eitthvað... :P


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf Danni V8 » Sun 17. Júl 2016 22:54

GuðjónR skrifaði:
Danni V8 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Er ég að dúlla mér á svona 100-110....

Usss...hraðinn er ástæðan fyrir því að þú lentir á vegriðinu, ekki kláðinn í auganum.
110 er alltof mikill hraði miðað við aðstæður, af hverju var vegrið þarna hægra megi við þig? af því að það var beygja til vinstri?
Gott að þú skaðaðir ekki sjálfan þig, það hefði orðið ögn tómlegra hérna án pistlanna þinna. :)


Djöfulsins BS. Hann var ekki með athyglina á akstrinum og keyrði á vegrið útaf því. Hefði geta gerst á 100 og hefði geta gerst á 50.

Hraðinn hefur EKKERT með þetta að gera nema hversu miklar skemdir urðu á bílnum. Bíllinn fer ekki að leita meira og meira til hliðanna eftir því hversu hratt hann fer.

OJJJ hvað það fer í pirrurnar á mér þegar fólk kennir hraðanum um!!


Svona álíka mikið og "unglingar" 17-30 ára sem halda að þeir séu ódrepandi á bimmanum sínum fara í taugarnar á mér.

Harðinn hefur ALLT að segja, alltaf!
Ef þú ert á 100kmh og missir athyglina í augnablik þá ferðast bíllin tvöfalt lengri vegalengd en bíll sem er á 50kmh, að halda því fram að það skiptir engu máli dæmir sig auðvitað sjálft, það að vera á 200 kmh skiptir þig þá væntanlega engu máli heldur, alveg sama og að vera á 25 kannski? Hvar eru mörkin að þínu mati þar sem hraðinn fer að skipta máli?


Að sjálfsögðu er 200 km/h alveg rugl mikill hraði. Þá er maður kominn upp í hættulegan hraða þar sem að ég er alveg sammála því að hraðinn gæti orðið orsök. En við erum að tala um 100-110 hérna, og athyglisbrest frá akstri. Það er bara ekki sambærilegt.

Reyndar hef ég keyrt á 200km/h til lengri tíma í Þýskalandi. Það er allt annað enda þarf maður minna að hafa áhyggjur af öðru fólki en hér, það veit að það á ekki að vera á vinstri akrein ef það er að keyra hægt og færir sig ef það sér einhvern nálgast. En eitt er víst, þegar maður er að keyra á þessum hraða er er athyglin sú mesta sem maður hefur nokkurntíman haft í akstri. Síðan hægði ég á mér niður í 160km/h og fór á miðakrein og þá var stanslaus straumur að bílum að taka frammúr. Í Þýskalandi eru engar hraðatakmarkanir á sumum köflum hraðbrautakerfisins en samt er ekkert hærri slysatíðni þar en annarstaðar í Evrópu, sömuleiðis ekki hærri banaslysatíðni. Sem dæmi voru færri banaslys miðað við höfuðtölu í Þýskalandi en á Íslandi árið 2013.

Það eitt sýnir bara hversu mikið rugl þessi hraðafóbía er.

En ekki misskilja, ég er ekki að gera lítið úr alvarleika hraðaksturs. Ef slys á sér stað verður það margfallt alvarlegra á meiri hraða. En að keyra hratt er ekki samasem merki og á að lenda í slysi.

Ég keyri sjaldnast á löglegum hraða utanbæjar, er oftast svona 10-15 yfir. Þrátt fyrir það hef ég aldrei lent í slysum eða verið nálægt því að lenda í slysum á mínum 13 árum undir stýri. En ég hef hinsvegar oft verið mjög nálægt því að lenda í slysum þegar ég missi athyglina útaf einhverju. Símanum eða álíka. Og þá er ég nánast undantekningarlaust að keyra á eða undir hámarkshraða! Enda setti ég mér reglu að ég kíki bara alls ekki á símann þegar ég keyri þar sem það er svona skrilljón sinnum hættulegra en að keyra t.d. Reykjanesbrautina á 150 alla leið.

Og hvað varðar 17-30 ára guttana á bimmunum sínum. Ég hef verið á bimma síðan ég var 18 ára. Ég fell sennilega undir þennan flokk sem vilt meina að haldi að hann sé ódrepandi. En flestir rökhugsandi bílaáhugamenn gera sér fullkomlega grein fyrir því að við erum ekki ódrepandi. Hins vegar eru hraðaskræfurnar sem virðast ekki átta sig á því hversu lítil hætta fylgir því að keyra 10-20 yfir hámarkshraða. Það eitt er aldrei að fara að valda slysi. Til að undirstrika þá er ég að tala um á hraðbrautum og þjóðvegum þar sem aðstæður bjóða uppá það. 10-20 yfir á 30 svæði t.d. er strax orðið stórhættulegt enda eru það svæði þar sem hlutir geta gerst allt í einu sem er ekki hægt að sjá fyrir úr fjarska.

PS. Biðst afsökunar á thread-jack HalistaX
Síðast breytt af Danni V8 á Mán 18. Júl 2016 00:23, breytt samtals 1 sinni.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf Danni V8 » Sun 17. Júl 2016 23:09

Tvöfalldur póstur fyrir mistök


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf GuðjónR » Mán 18. Júl 2016 12:59

Danni V8 skrifaði:OJJJ hvað það fer í pirrurnar á mér þegar fólk kennir hraðanum um!!

GuðjónR skrifaði:Svona álíka mikið og "unglingar" 17-30 ára sem halda að þeir séu ódrepandi á bimmanum sínum fara í taugarnar á mér.

Danni V8 skrifaði:Og hvað varðar 17-30 ára guttana á bimmunum sínum. Ég hef verið á bimma síðan ég var 18 ára. Ég fell sennilega undir þennan flokk sem vilt meina að haldi að hann sé ódrepandi.

hahahaha náði þér! ég var bara að stríða þér, þekkirðu mig svona lítið eftir næstum 10 ár hérna! :megasmile




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.

Pósturaf steinarorri » Mán 18. Júl 2016 18:05

Ég er reyndar alveg sammála því að held að hraðakstur einn og sér drepur ekki svo lengi sem ökumaðurinn er með fulla athygli, á góðum bíl & dekkjum, á góðum veg (vandfundið á Íslandi) og er ekki fáviti. Lenti í því um daginn að keyra upp blindhæð á þjóðvegi 1 og þegar á toppinn er komið kemur bíll á móti mér. Þarna dugaði að negla niður í uþb 50 og fávitinn sem tók fram úr á blindhæð (óbrotin lína auðvitað) gat troðið sér á milli 2 bílanna sem hann ætlaði að taka fram úr.
Ef ég hefði verið 10-20m framar er ég ekki viss um að þetta hefði farið svona. Ég er að vinna úti á landi í sumar og keyri suður uþb aðra hvora helgi og það klikkar ekki að ég hef í hverri ferð orðið vitni að "near crash" vegna framúraksturs.

Hraðakstur og fávitaskapur er deadly combo.