appel skrifaði:Þetta hefur ekkert með viðmótið að gera.
Í tilfelli Vodafone hefur þetta með viðmótið að gera að því leiti að ef þeir væru að senda 1080i straumana út í því formatti (ef Amino styður það nógu vel að breyta um upplausn í afspilun) væru sjónvörpin hjá fólki alltaf að skipta um upplausn og bannerinn niðri með dagskrárupplýsingum mundi eflaust birtast mjög kjánalega eða jafnvel ólesanlegt í hærri upplausninni. Allavegana mitt sjónvarp sem reyndar er FullHD en orðið frekar gamalt fer alveg í flækju og sýnir ekki mynd í 2-3 sekúndur þegar upplausnin breytist.
Ekki mjög pró að fá svartan skjá í nokkrar sekúndur og byrja afspilun nokkrum sekúndum á eftir því sem átti að sjást. Getur vel verið að nýlegri sjónvörpin höndli þetta hraðar en þeir eru eflaust bundnir af því sem mundi virka 99% smooth fyrir sem flesta.
Besta lausnin hjá þeim væri eflaust að gera 1080 viðmót og fólk geti valið þar sem lang flestir eru komnir upp í amk þá upplausn á sjónvörpunum.
Þetta hefur eflaust verið fínasta ákvörðun á sínum tíma hjá Vodafone að nota sama og þeir nota úti uppá að þurfa bara staðfæra viðmótið til að koma þessu í gang hraðar en ef þeir hefðu þurft að velja sjálfir búnað og hanna/forrita sitt viðmót fyrir það á móti backend serverum. Á móti hafa þeir ekki möguleikann á að vera leiðandi og koma með nýjungar (sem appel og Síminn geta og hafa gert mjög vel).
Sry appel, veit að þú veist eflaust mun meira um þetta en ég en þetta er það sem hinn ólærði ég sé strax að gæti verið vandamálið.