Eru margir að lenda í TeslaCrypt v3.0 sýkingum ?

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Eru margir að lenda í TeslaCrypt v3.0 sýkingum ?

Pósturaf Sera » Fim 25. Feb 2016 12:47

Er þetta almennt að herja á landsmenn eða bara suma óheppna ?

Einkenni þess að þú ert sýktur af þessum vírus eru þau að skjölin þín fá endinguna .mp3 og þú getur ekki opnað þau (word, excel og slík skjöl) Einnig ætti að poppa upp hjá þér um leið og vírusinn er búinn að sýkja öll skjölin leiðbeiningar um hvað þú átt að gera til að borga "lausnargjald" til að endurheimta skjölin. Vírusinn eyðir sér venjulega sjálfur þegar hann er búinn að sýkja tölvuna þína og drif. Tölvan þín getur ekki sýkt aðrar tölvur en öll skjöl sem þú vistar inn á tölvuna skemmast. Þú þarft að strauja tölvuna og ert búin að tapa gögnunum þínum - nema þú eigir afrit sem þú getur sótt aftur eftir straujun.

Engin lausn komin ennþá á því að endurheimta sýktar skrár :(

http://spywarecure.com/remove-mp3-file-extension-virus/


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Eru margir að lenda í TeslaCrypt v3.0 sýkingum ?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 25. Feb 2016 13:05

Það er til slatti af þessum Crypto vírusum.

Nei það eru ekki margir að lenda í Crypto vírusum, frekar old news.

En klárlega leiðinlegt að lenda í þeim ef maður notar tölvuna ógætilega.



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Eru margir að lenda í TeslaCrypt v3.0 sýkingum ?

Pósturaf Sera » Fim 25. Feb 2016 13:24

Moldvarpan skrifaði:Það er til slatti af þessum Crypto vírusum.

Nei það eru ekki margir að lenda í Crypto vírusum, frekar old news.

En klárlega leiðinlegt að lenda í þeim ef maður notar tölvuna ógætilega.


Þetta er reyndar nýtt afbrigði af Crypto vírusnum, virðist fyrst hafa sést í febrúar á þessu ári.


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Eru margir að lenda í TeslaCrypt v3.0 sýkingum ?

Pósturaf FreyrGauti » Fim 25. Feb 2016 14:04

Það virðist vera faraldur í gangi núna með þenna TeslaCrypt vírus.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru margir að lenda í TeslaCrypt v3.0 sýkingum ?

Pósturaf hagur » Fim 25. Feb 2016 14:48

Smá skynsemi kemur í veg fyrir svona smit. Ótrúlegt að fólk skuli enn vera að opna viðhengi í tölvupósti sem það kannast ekki við o.þ.h.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Eru margir að lenda í TeslaCrypt v3.0 sýkingum ?

Pósturaf AntiTrust » Fim 25. Feb 2016 15:42

Tjah, ég myndi halda að það væru ennþá ansi margir að lenda í crypto. Ég tek orðið 1-2x í mánuði við svona málum hjá mér í vinnunni þar sem útstöðvar og oftast nær sameiginleg drif eru orðin læst vegna crypto.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Eru margir að lenda í TeslaCrypt v3.0 sýkingum ?

Pósturaf nidur » Fim 25. Feb 2016 17:13

Ég var í fyrsta skipti að kaupa mér vírusvörn, af því bara.

En já Bitdefender antivirus er með ransomeware protection sem þú bendir á personal folders til að koma í veg fyrir svona.