Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace


Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace

Pósturaf vesley » Þri 26. Jan 2016 12:41

Google apps er í veseni hjá mér og krefjast þeir CNAME auðkenningar eða það að ég uploadi HTML skrá á síðu sem ég er að setja upp, síðan er uppsett í gegnum Squarespace og get ég ómögulega með mína takmörkuðu þekkingu komið upp CNAME eða html skrá á síðuna til að geta klárað þetta litla ferli.

Væri frábært ef einhver hér með betri þekkingu á þessu gæti aðstoðað mig aðeins með þetta :)

Get gefið allar nánari upplýsingar í pm og til að gefa þá aðgang inná síðuna til að framkvæma þessa breytingu.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace

Pósturaf dori » Þri 26. Jan 2016 13:02

CNAME er nafnaþjónatengt. Hjá hverjum keyptirðu lénið og á hvaða nafnaþjóna er það skráð?




Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace

Pósturaf vesley » Þri 26. Jan 2016 13:06

þetta var allt verslað í gegnum Squarespace. Lénið líka.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace

Pósturaf dori » Þri 26. Jan 2016 14:09

Hérna eru upplýsingar um hvernig þú gerir þetta. https://support.squarespace.com/hc/en-u ... /205812348




Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace

Pósturaf vesley » Fim 28. Jan 2016 11:34

Vandamálið var víst ekki mín megin, var að gera þetta rétt frá upphafi með að setja inn CNAME með DNS stillingum á mínu léni.

Aðilinn frá Google sem gaf mér CNAME upplýsingarnar hafði copy/pasteað vitlaust til mín þannig ég gat aldrei sett þetta inn þar sem það vantaði bút í CNAME frá þeim. Eftir mörg símtöl og email við Squarespace og Google komust þau loksins að þessu hjá Squarespace hvar þetta vandamál lá og náðist að redda þessu :)