Hvaða multiroom hátalara í stórt hús


Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf Cascade » Sun 11. Okt 2015 14:13

Nú er komið að því að henda út stereo græjunum úr stofunni og koma fyrir flottu multiroom kerfi í húsið hjá tengdó
Þetta er hús á tveimur hæðum, það þyrftu að vera góðir hátalarar í stofunni, svo líka hátalara í fleiri rými eins og eldhús, bílskúr, neðri hæð, svefnherbergi og þess konar staði.

Atriði númer 1 er að þetta lúkki vel og sé mjög stílhreint. Allir veggir eru málaðir hvítir og þá þyrftu hátalarnir helst að vera hvítir.
Númer 2 að þetta sé einfalt í notkun, hægt að stjórna þessu úr símum (eflaust geta öll kerfi það á einfaldan hátt)
Númer 3. Það væri flott ef það væri hægt að hafa "stjórnstöð" eða e-ð staðsett í stofunni til að stjórna þessu. Eflaust þreytandi til lengdar að þurfa alltaf að nota síma í þetta.
Hvernig er best að tækla það?
Myndi maður bara kaupa einhverja spjaldtölvu sem runnar appið fyrir viðkomandi multiroom kerfi? Eða er til einhver flottari lausn en það

Annars það sem ég hef skoðað:

Ég fór auðvitað fyrst að skoða Sonos, þeir auðvitað byrjuðu með þetta. Hægt er að fá þá hvíta, en Play 5 er samt með svart að framanverðu. Svo eru Play 1 og 3 með gráu að framanverðu.
Þannig ef það væri hægt að fá svipaða hátalra sem eru stílhreinir og algjörlega hvítir þá væri það kostur. En ef það er ekki til neitt sem er betra eða sambærilega gott þá gætu þau eflaust sætt sig við þetta

Síðan hef ég séð á netinu Bluesound, en það er hægt að fá þá alveg hvíta. Mér skilst að það séu sömu gæjar og gerðu NAD og fókusa meira á "Hi-Fi" hljóð, meira bitrate og e-ð þannig. Við erum nú engin audiophiles hérna, viljum bara fá flott hljóð, svo það er ekki beint sölupunktur fyrir mér. Flest verður eflaust spilað í gegnum spotify.
En hins vegar er hægt að fá þá nánast alveg hvíta með silfur rönd sem er mjög stílhreint og tengdó fýlar það

Ég skoðaði smá Denon Heos og finnst þeir ekkert of flottir


En hvað segið þið. Hvernig mynduð þið koma upp flottu multiroom hljóðkerfi fyrir í stóru húsi




bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf bigggan » Sun 11. Okt 2015 17:22

Samsung Shape bæði með hvit og svört, fær góða dóma frá aðilar, og auðvelt að seta upp með "hub" tengt.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf tdog » Sun 11. Okt 2015 17:31

Hvað er budgettið?




Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf Cascade » Sun 11. Okt 2015 21:22

Vissi að eg hefði gleymt einhverju

Budgettið er ekkert endilega fast

Kannski 300þus upp i kannski 500-600

Aðal áherslan er auðvitað bara í stofuna. Svo þarf ekkert öflugt í eldhús/bílskúr og herbergi. Bara skemmtilegra að hafa það með



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 834
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf Hrotti » Sun 11. Okt 2015 23:26

þurfa þetta allt að vera active hátalarar eða er möguleiki að vera með magnara einhversstaðar?

Wafer eru amk svakalega flottir inwall speakerar frá PMC til að hafa í stofunni ef að þau vilja flott sound.
https://pmc-speakers.com/products/consumer/wafer/wafer1-iw


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf DJOli » Mán 12. Okt 2015 02:35

Ég var fenginn til að setja upp sonos fyrir nokkrum mánuðum og mér fannst það bara í hreinskilni vera mjög mikið bras. Þetta tók sirka einn og hálfan klukkutíma, og það virðist vera eitthvað flókið að stilla spotify inn á þetta líka (þá hjá eldra pari sem er með internetið hjá símanum, og vill nýta fríu spotify áskriftina).


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf Cascade » Mán 12. Okt 2015 08:37

Hrotti skrifaði:þurfa þetta allt að vera active hátalarar eða er möguleiki að vera með magnara einhversstaðar?

Wafer eru amk svakalega flottir inwall speakerar frá PMC til að hafa í stofunni ef að þau vilja flott sound.
https://pmc-speakers.com/products/consumer/wafer/wafer1-iw



Engin sérstök krafa að þetta séu active hátalarar, séu þeir það ekki þá þarf bara að ganga vel frá öllum snúrum.

Þessir in wall hátalarar eru mjög flottir. Það er einn gifsveggur inn í stofu sem er kannski 3m langur sem væri hægt að koma tveimur svona fyrir líklega. En restin af veggjunum eru bara steyptir og þá sé ég ekki hvernig hægt er að koma fleiri þannig fyrir

Svo er auðvitað stofan kannski mesta forgangsatriðið að þetta sé flott. Þannig þá kæmi alveg til greina að setja 2x in wall speakers þar og rest wall mounted.

Hvernig myndiru tengja þá stofu hátalarana við restina?
Nota e-ð eins og Sonos Connect:AMP á þá eða sambærilegt til að þeir séu í sama kerfi og restin af hátölurum?




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf wicket » Mán 12. Okt 2015 09:59

Alltaf Sonos í mínum huga. Færð ekki betri Multi-Room support fyrir utan hvað hátalarnir eru góðir.

Er með PlayBar, Play:5 og nokkra ása.

Uppsetningin var ekkert bras og bæði ég og konan getum notað þetta án nokkurs vesens alla daga.



Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf Haukursv » Mán 12. Okt 2015 12:25

Sonos er gott system, stílhreint,einfalt og geggjað sound. En aftur á móti finnst mér rosalega pirrandi hvað maður er takmarkaður af forritinu. Get ekki spilað youtube myndbönd osfrv, þarf allt að fara í gegnum forritið þeirra


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450


Televisionary
FanBoy
Póstar: 704
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 122
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf Televisionary » Mán 12. Okt 2015 15:27

Hef verið með Sonos í notkun síðan 2009 og kerfið stækkar með ári hverju hjá mér. Er með active + passive spilara ásamt play einingum.

Ef þér líst ekki á play línuna geturðu valid sjálfur hvað þú vilt með því að nota active eða passívan spilara og keypt hvaða hátalara sem þér dettur í hug til að nota með kerfinu.

Ekki má gleyma að Windows + OS X hugbúnaðurinn er mjög góður, þegar ég vinn heima finnst mér frábært að þurfa ekki að fara frá tölvunni til að stýra tónlistinni.

Mitt atkvæði fer á Sonos. Þetta hefur bæði verið einfalt og áreiðanlegt í notkun allan þennan tíma. Þetta eru peningar sem ég sé ekki eftir.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 834
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf Hrotti » Mán 12. Okt 2015 23:25

Cascade skrifaði:
Hrotti skrifaði:þurfa þetta allt að vera active hátalarar eða er möguleiki að vera með magnara einhversstaðar?

Wafer eru amk svakalega flottir inwall speakerar frá PMC til að hafa í stofunni ef að þau vilja flott sound.
https://pmc-speakers.com/products/consumer/wafer/wafer1-iw



Engin sérstök krafa að þetta séu active hátalarar, séu þeir það ekki þá þarf bara að ganga vel frá öllum snúrum.

Þessir in wall hátalarar eru mjög flottir. Það er einn gifsveggur inn í stofu sem er kannski 3m langur sem væri hægt að koma tveimur svona fyrir líklega. En restin af veggjunum eru bara steyptir og þá sé ég ekki hvernig hægt er að koma fleiri þannig fyrir

Svo er auðvitað stofan kannski mesta forgangsatriðið að þetta sé flott. Þannig þá kæmi alveg til greina að setja 2x in wall speakers þar og rest wall mounted.

Hvernig myndiru tengja þá stofu hátalarana við restina?
Nota e-ð eins og Sonos Connect:AMP á þá eða sambærilegt til að þeir séu í sama kerfi og restin af hátölurum?


Það er algjört overkill að vera með fleiri en 2 af þessum og 2 eru meira að segja pushing it á þessu budgeti. Connect:AMP er örugglega þægilegt en spurning hvort það sé nógu öflugt. Það væri líka hægt að nota bara connect og venjulegan stereo magnara en það eykur kannski flækjustigið að óþörfu.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða multiroom hátalara í stórt hús

Pósturaf Cascade » Fim 15. Okt 2015 08:40

Ég var annars að sjá þessa:

http://en.devialet.com/phantom/#discover

Pfaff eru komnir með umboðið fyrir þá og hægt að skoða þá þar. Þeir hljóma alveg mjög vel.
En hins vegar þá eru eingöngu til 2 týpur af honum, 700W sem kosta 290þús og 3000W sem kosta 370þús.

Svo þetta gæti sloppið í stofuna verðlega séð, en maður er ekkert að fara setja þetta í öll herbergi á þessu verði. Þá er multiroom pælingin eiginlega úr sögunni

Hefur einhver skoðað þessa hátalara?